Ekki sjálfgefið að ná fjölskyldunni saman í frí Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2017 09:45 “Ég er eins mikill Vestfirðingur eins og hægt er að vera,” segir Lilja Rafney. Ég er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammtinum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súgandafirði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náunganum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“Með börnum og tveimur af þremur barnabörnum.Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemningsmanneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súgandafirði í fjölda ára og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“ Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Ég er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammtinum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súgandafirði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náunganum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“Með börnum og tveimur af þremur barnabörnum.Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemningsmanneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súgandafirði í fjölda ára og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið