Ekki sjálfgefið að ná fjölskyldunni saman í frí Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2017 09:45 “Ég er eins mikill Vestfirðingur eins og hægt er að vera,” segir Lilja Rafney. Ég er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammtinum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súgandafirði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náunganum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“Með börnum og tveimur af þremur barnabörnum.Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemningsmanneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súgandafirði í fjölda ára og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“ Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Sjá meira
Ég er að stinga af til Spánar með allri fjölskyldunni. Svo sjáum við til hvernig stuði ég verð í þegar ég kem heim, hvort ég geri eitthvað sniðugt.“ Þannig svarar Lilja Rafney Magnúsdóttir spurningu um hvort hún ætlaði að gera allt vitlaust á Suðureyri í tilefni sextugsafmælisins sem er í dag. Viðtalið var tekið áður en hún fór. Hún bjóst við að verða smá stund að venjast loftslaginu ytra því svalt hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu. „Það var eiginlega hlýrra í maí. Hitinn hefur hangið í sex til tíu gráðum síðan en það hafa komið góðir dagar með logni og sól inn á milli,“ lýsir hún. Fjölskyldan er ekkert að splæsa á sig löngu fríi. „Við verðum í viku, það er bara frábært. Við hjónin eigum fjögur börn og þrjú barnabörn og það var ekkert sjálfgefið að ná hópnum saman í ferðalag, það er langt síðan það hefur gerst.“ Eiginmaður Lilju Rafneyjar, Hilmar Gunnarsson, er strandveiðimaður og afmælið hittir á tímabil þar sem hann má ekki róa á sínu svæði en Lilja segir hann hafa náð að landa dagskammtinum snemma morguns síðasta daginn. „Hann slapp við hvassviðri með því að fara á sjóinn upp úr miðnætti eins og aðrir smábátasjómenn hér. Þeir verða að stýra eftir veðri og vindum.“ Lilja Rafney fæddist á Stað í Súgandafirði og kveðst rekja allar ættir sínar þvers og kruss um svæðið þar í kring. „Ég er eins mikill Vestfirðingur og hægt er að vera, þaðan kemur þrjóskan og seiglan og kannski kaldi húmorinn líka, það er bæði gott og slæmt. Ég gæti varla verið í pólitík nema af því að ég hef húmor fyrir sjálfri mér og get slegið á létta strengi, annars mundi ég deyja úr áhyggjum yfir vandamálum heimsins. En auðvitað verða þingmenn að geta sett sig í spor annarra og hafa samkennd með náunganum, ég reyni eins og ég get að vera almennileg manneskja í þeim efnum.“Með börnum og tveimur af þremur barnabörnum.Hún kveðst ekkert endilega hafa verið með „þingmanninn í maganum“ þegar hún tók sæti á þingi 2009 þó hún hafi verið ástríðupólitíkus frá því hún var ung. „Ég er baráttukerling og stemningsmanneskja og fór snemma að vasast í verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum, var formaður verkalýðsfélagsins í Súgandafirði í fjölda ára og varð ung oddviti Suðureyrarhrepps. Með samstöðu íbúanna hefur tekist furðanlega að halda uppi atvinnu í plássinu en fólk hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Það fylgir því að búa í litlu sjávarþorpi.“
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Sjá meira