Klerkur kallar eftir samtali um barnaníðinga Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2017 12:28 Séra Bjarni segir meðal annars að ef hægt væri að taka á þessum vanda með ofbeldi, þá væri löngu búið að leysa þetta. Séra Bjarni Karlsson ritaði grein sem birtist á Vísi nú í vikunni, sem vakið hefur mikla athygli og talsverð viðbrögð, svo mikil og í sumum tilfellum óvinsamleg, að Bjarni hefur talið vert að bregðast við þeim. Það gerir hann með pistli í athugasemdakerfi Vísis, sem hann birti nú í morgun. Í umræddri grein talar hann fyrir fyrirgefningunni, hann vitnar óbeint til orða Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, þess efnis að sjálfur vilji hann helst læsa þá sem gerast sekir um barnaníð inni og henda lyklunum. Tilefnið er mál Roberts Downey en það vakti reiði víða í samfélaginu þegar hann hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín á nýjan leik eftir að hafa gerst sekur um kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum.Fyrirgefningin eina færa leiðinSéra Bjarni, sem sjálfur varð fyrir kynferðislegri áreitni sem barn, segist ekki hafa ætlast til þess að grein sín fengi blíðar eða lofsamlegar móttökur. „Ég er að biðja fólk að koma til samtals um erfitt og sístætt mál, spurninguna um það hvernig taka eigi á fólki sem gerst hafi sekt um barnaníð. Ég hef í áranna rás kynnst ótal ólíkum málum af þessu tagi og horft í augun á þolendum og gerendum og ástvinum beggja vegna borðs í hundraðavís og geri inn. Það er þess vegna sem ég læt mig hafa það að fara út í þessa erfiðu og vandasömu umræðu,“ segir Bjarni í pistli sínum. Hann tekur fram að hann sé ekki handhafi sannleikans en hann vilji benda á að „að hin einfalda leið sem núna er hrópuð af þökum og talin lausn vandans er ófær og mun einmitt ýta undir og auka vandann heldur en hitt. Auðvitað verðum við að taka fast og ákveðið á gerendum. Enginn velkist í vafa um það. Og það verður að beita refsingum í þessum málaflokki sem öðrum flokkum glæpa. En hugmyndin um það að ljá þessari tegund ofbeldis eilífðargildi í lífi gerenda og þolenda, svo freistandi sem hún kann að virðast við fyrstu sýn, er mjög slæm.“Væri búið að leysa þetta ef ofbeldi virkaðiHann segir flesta gerendur í barnaníðsmálum vera í ástvinahópi þolenda. Ef við höfum ofsafengin viðbrögð og látum afleiðingarnar vera óafmáanlegar munu færri þora að tjá sig, færri munu fá hjálp og fleiri gerendur munu athafna sig óáreittir árum og áratugum saman. „Barnaníð er útbreiddur fjandi, hræðilegur myrkur veruleiki í lífi ótal fjölskyldna í landinu. [...] Ef lausnin á ofbeldi lægi einfaldlega í meiri refsingum þá værum við búin að leysa þennan vanda fyrir löngu. Við kunnum svo vel að refsa, en við kunnum ekki vel að ræða saman og halda hvert öðru ábyrgu,“ segir Bjarni meðal annars í eftirtektarverðum pistli sínum sem smá má í heild sinni hér neðar.Pistill Séra Bjarna Karlssonar í heild sinniÁgætu tilskrifendur. Ég þakka fyrir viðbrögðin. Ég ætlast ekki til þess að það sem ég er að segja í þessari grein fái blíðar og lofsamlegar móttökur. Ég er að biðja fólk að koma til samtals um erfitt og sístætt mál, spurninguna um það hvernig taka eigi á fólki sem gerst hafi sekt um barnaníð. Ég hef í áranna rás kynnst ótal ólíkum málum af þessu tagi og horft í augun á þolendum og gerendum og ástvinum beggja vegna borðs í hundraðavís og geri inn. Það er þess vegna sem ég læt mig hafa það að fara út í þessa erfiðu og vandasömu umræðu. Ég álít mig ekki vera handhafa sannleikanns í þessu máli frekar en öðrum, en það sem ég er að benda á er það að hin einfalda leið sem núna er hrópuð af þökum og talin lausn vandans er ófær og mun einmitt ýta undir og auka vandann heldur en hitt. Auðvitað verðum við að taka fast og ákveðið á gerendum. Enginn velkist í vafa um það. Og það verður að beita refsingum í þessum málaflokki sem öðrum flokkum glæpa. En hugmyndin um það að ljá þessari tegund ofbeldis eilífðargildi í lífi gerenda og þolenda, svo freistandi sem hún kann að virðast við fyrstu sýn, er mjög slæm. Flestir gerendur í barnaníðsmálum eru í ástvinahópi þolenda. Ef við höfum offsafengin viðbrögð og látum afleiðingarnar vera óafmáanlegar munu færri þora að tjá sig, færri munu fá hjálp og fleiri gerendur munu athafna sig óáreittir árum og áratugum saman. Ef við hins vegar eflum samtalið, höldum hvert öðru ábyrgu með því að móta umhverfi og menningu þar sem við ræðum opið um mannslíkamann og kynferðislega snertingu og kynferðisleg mörk, jafnt við börn sem fullorðna. Ef við síðan vinnum markvisst með gerendur og leggjum áherslu á að halda þeim ábyrgum fyrir gjörðir sínar í stað þess að einangra þá og skamma einfaldlega út í horn þar sem við viljum ekkert af þeim vita, þá munum við uppskera öruggara þjóðfélag. Barnaníð er útbreiddur fjandi, hræðilegur myrkur veruleiki í lífi ótal fjölskyldna í landinu. Og ég leyfi mér að benda á þá vitneskju mína að þessi hugmynd sem núna virðist gagnrýnislaust fá hljómgrunn sem einhvers konar lausn á þessu máli er ófær leið þótt tilfinningarnar á bak við hugmyndina séu öllum auðskildar. Vegna barnanna sem NÚNA er verið að misþyrma. Vegna barnanna sem eiga eftir að verða fyrir ofbeldinu, vegna alls þess fjölda samlanda okkar sem þjást og líða á þessu sviði, sem þolendur, gerendur og ástvinir, - þeirra allra vegna er ég að benda á þetta. Ef lausnin á ofbeldi lægi einfaldlega í meiri refsingum þá værum við búin að leysa þennan vanda fyrir löngu. Við kunnum svo vel að refsa, en við kunnum ekki vel að ræða saman og halda hvert öðru ábyrgu. Ég tek heilshugar undir þá gagnrýni að fyrirgefning sé oft einfölduð. Það getur enginn ákveðið að fyrirgefa barnaníð. Þegar fyrirgefning vex fram í ofbeldismálum, að ekki sé talað um ofbeldismál af þessu tagi, þá er það langt ferli. Dag einn uppgötvar þolandinn að hann hefur öðlast frið gagnvart ofbeldisatburðunum og aðstæðunum sem til þeirra leiddu. Hann finnur að það sem gerðist (og þ.m.t. persóna gerandans) hefur ekki lengur vald yfir honum eða henni. Þessi frelsistilfinning, þessi reynsla af því að endurheimta valdið yfir eigin lífi er gjarnan nefnd fyrirgefning. Það merkir EKKI að ofbeldið sé allt í einu fyrirgefið í þeim skilningi að það hafi bara verið í lagi eftir allt saman. Það merkir að þolandinn er ekki lengur undir valdi þess sem gerðist. Í stað þess að lifa í reiði og ásökun hefur hann náð þeim stað að hann heldur geranda og öllum aðilum máls ábyrgum í huga sínum en þarf ekki að endurspila atburði í höfðinu eða hrökkva í kút og fara á flótta ef hann t.d. rekst á gerandann í búð. Um þá fullyrðingu að þau sem níðst hafa á börnum séu í öllum tilvikum siðblindir einstaklingar sem ekki sé við bjargandi vil ég einfaldlega segja að það er nú bara ekki mín reynsla. Flestir sem misnota börn eru ungir kjánar sem gera sér litla grein fyrir afleiðingum gjörða sinna en eiga eftir að þroskast og ná tökum á lífi sínu. Barnaníðingurinn sem situr um fórnarlömbin með kerfisbundnum hætti er mjög sjaldgæf sort. Á slíkum málum þarf að taka með öðrum hætti. Algengsti vettvangur kynferðisbrota gagnvart börnum eru sennilega fjölskkylduboð og sumarbústaðaferðir. Ef okkur liggur raunverulega á hjarta að fækka barnaníðsmálum þurfum við þess vegna að auka samtal, fræðslu og aðhald og móta menningu þar sem hver og einn er handhafi eigin líkama og allir vita að 'maður gerir það bara með jafningjum sínum.' Tengdar fréttir Að læsa og henda lyklinum Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. 28. júní 2017 07:00 Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Séra Bjarni Karlsson ritaði grein sem birtist á Vísi nú í vikunni, sem vakið hefur mikla athygli og talsverð viðbrögð, svo mikil og í sumum tilfellum óvinsamleg, að Bjarni hefur talið vert að bregðast við þeim. Það gerir hann með pistli í athugasemdakerfi Vísis, sem hann birti nú í morgun. Í umræddri grein talar hann fyrir fyrirgefningunni, hann vitnar óbeint til orða Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, þess efnis að sjálfur vilji hann helst læsa þá sem gerast sekir um barnaníð inni og henda lyklunum. Tilefnið er mál Roberts Downey en það vakti reiði víða í samfélaginu þegar hann hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín á nýjan leik eftir að hafa gerst sekur um kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum.Fyrirgefningin eina færa leiðinSéra Bjarni, sem sjálfur varð fyrir kynferðislegri áreitni sem barn, segist ekki hafa ætlast til þess að grein sín fengi blíðar eða lofsamlegar móttökur. „Ég er að biðja fólk að koma til samtals um erfitt og sístætt mál, spurninguna um það hvernig taka eigi á fólki sem gerst hafi sekt um barnaníð. Ég hef í áranna rás kynnst ótal ólíkum málum af þessu tagi og horft í augun á þolendum og gerendum og ástvinum beggja vegna borðs í hundraðavís og geri inn. Það er þess vegna sem ég læt mig hafa það að fara út í þessa erfiðu og vandasömu umræðu,“ segir Bjarni í pistli sínum. Hann tekur fram að hann sé ekki handhafi sannleikans en hann vilji benda á að „að hin einfalda leið sem núna er hrópuð af þökum og talin lausn vandans er ófær og mun einmitt ýta undir og auka vandann heldur en hitt. Auðvitað verðum við að taka fast og ákveðið á gerendum. Enginn velkist í vafa um það. Og það verður að beita refsingum í þessum málaflokki sem öðrum flokkum glæpa. En hugmyndin um það að ljá þessari tegund ofbeldis eilífðargildi í lífi gerenda og þolenda, svo freistandi sem hún kann að virðast við fyrstu sýn, er mjög slæm.“Væri búið að leysa þetta ef ofbeldi virkaðiHann segir flesta gerendur í barnaníðsmálum vera í ástvinahópi þolenda. Ef við höfum ofsafengin viðbrögð og látum afleiðingarnar vera óafmáanlegar munu færri þora að tjá sig, færri munu fá hjálp og fleiri gerendur munu athafna sig óáreittir árum og áratugum saman. „Barnaníð er útbreiddur fjandi, hræðilegur myrkur veruleiki í lífi ótal fjölskyldna í landinu. [...] Ef lausnin á ofbeldi lægi einfaldlega í meiri refsingum þá værum við búin að leysa þennan vanda fyrir löngu. Við kunnum svo vel að refsa, en við kunnum ekki vel að ræða saman og halda hvert öðru ábyrgu,“ segir Bjarni meðal annars í eftirtektarverðum pistli sínum sem smá má í heild sinni hér neðar.Pistill Séra Bjarna Karlssonar í heild sinniÁgætu tilskrifendur. Ég þakka fyrir viðbrögðin. Ég ætlast ekki til þess að það sem ég er að segja í þessari grein fái blíðar og lofsamlegar móttökur. Ég er að biðja fólk að koma til samtals um erfitt og sístætt mál, spurninguna um það hvernig taka eigi á fólki sem gerst hafi sekt um barnaníð. Ég hef í áranna rás kynnst ótal ólíkum málum af þessu tagi og horft í augun á þolendum og gerendum og ástvinum beggja vegna borðs í hundraðavís og geri inn. Það er þess vegna sem ég læt mig hafa það að fara út í þessa erfiðu og vandasömu umræðu. Ég álít mig ekki vera handhafa sannleikanns í þessu máli frekar en öðrum, en það sem ég er að benda á er það að hin einfalda leið sem núna er hrópuð af þökum og talin lausn vandans er ófær og mun einmitt ýta undir og auka vandann heldur en hitt. Auðvitað verðum við að taka fast og ákveðið á gerendum. Enginn velkist í vafa um það. Og það verður að beita refsingum í þessum málaflokki sem öðrum flokkum glæpa. En hugmyndin um það að ljá þessari tegund ofbeldis eilífðargildi í lífi gerenda og þolenda, svo freistandi sem hún kann að virðast við fyrstu sýn, er mjög slæm. Flestir gerendur í barnaníðsmálum eru í ástvinahópi þolenda. Ef við höfum offsafengin viðbrögð og látum afleiðingarnar vera óafmáanlegar munu færri þora að tjá sig, færri munu fá hjálp og fleiri gerendur munu athafna sig óáreittir árum og áratugum saman. Ef við hins vegar eflum samtalið, höldum hvert öðru ábyrgu með því að móta umhverfi og menningu þar sem við ræðum opið um mannslíkamann og kynferðislega snertingu og kynferðisleg mörk, jafnt við börn sem fullorðna. Ef við síðan vinnum markvisst með gerendur og leggjum áherslu á að halda þeim ábyrgum fyrir gjörðir sínar í stað þess að einangra þá og skamma einfaldlega út í horn þar sem við viljum ekkert af þeim vita, þá munum við uppskera öruggara þjóðfélag. Barnaníð er útbreiddur fjandi, hræðilegur myrkur veruleiki í lífi ótal fjölskyldna í landinu. Og ég leyfi mér að benda á þá vitneskju mína að þessi hugmynd sem núna virðist gagnrýnislaust fá hljómgrunn sem einhvers konar lausn á þessu máli er ófær leið þótt tilfinningarnar á bak við hugmyndina séu öllum auðskildar. Vegna barnanna sem NÚNA er verið að misþyrma. Vegna barnanna sem eiga eftir að verða fyrir ofbeldinu, vegna alls þess fjölda samlanda okkar sem þjást og líða á þessu sviði, sem þolendur, gerendur og ástvinir, - þeirra allra vegna er ég að benda á þetta. Ef lausnin á ofbeldi lægi einfaldlega í meiri refsingum þá værum við búin að leysa þennan vanda fyrir löngu. Við kunnum svo vel að refsa, en við kunnum ekki vel að ræða saman og halda hvert öðru ábyrgu. Ég tek heilshugar undir þá gagnrýni að fyrirgefning sé oft einfölduð. Það getur enginn ákveðið að fyrirgefa barnaníð. Þegar fyrirgefning vex fram í ofbeldismálum, að ekki sé talað um ofbeldismál af þessu tagi, þá er það langt ferli. Dag einn uppgötvar þolandinn að hann hefur öðlast frið gagnvart ofbeldisatburðunum og aðstæðunum sem til þeirra leiddu. Hann finnur að það sem gerðist (og þ.m.t. persóna gerandans) hefur ekki lengur vald yfir honum eða henni. Þessi frelsistilfinning, þessi reynsla af því að endurheimta valdið yfir eigin lífi er gjarnan nefnd fyrirgefning. Það merkir EKKI að ofbeldið sé allt í einu fyrirgefið í þeim skilningi að það hafi bara verið í lagi eftir allt saman. Það merkir að þolandinn er ekki lengur undir valdi þess sem gerðist. Í stað þess að lifa í reiði og ásökun hefur hann náð þeim stað að hann heldur geranda og öllum aðilum máls ábyrgum í huga sínum en þarf ekki að endurspila atburði í höfðinu eða hrökkva í kút og fara á flótta ef hann t.d. rekst á gerandann í búð. Um þá fullyrðingu að þau sem níðst hafa á börnum séu í öllum tilvikum siðblindir einstaklingar sem ekki sé við bjargandi vil ég einfaldlega segja að það er nú bara ekki mín reynsla. Flestir sem misnota börn eru ungir kjánar sem gera sér litla grein fyrir afleiðingum gjörða sinna en eiga eftir að þroskast og ná tökum á lífi sínu. Barnaníðingurinn sem situr um fórnarlömbin með kerfisbundnum hætti er mjög sjaldgæf sort. Á slíkum málum þarf að taka með öðrum hætti. Algengsti vettvangur kynferðisbrota gagnvart börnum eru sennilega fjölskkylduboð og sumarbústaðaferðir. Ef okkur liggur raunverulega á hjarta að fækka barnaníðsmálum þurfum við þess vegna að auka samtal, fræðslu og aðhald og móta menningu þar sem hver og einn er handhafi eigin líkama og allir vita að 'maður gerir það bara með jafningjum sínum.'
Tengdar fréttir Að læsa og henda lyklinum Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. 28. júní 2017 07:00 Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Að læsa og henda lyklinum Ýmis verkefni eru þannig að það er best að ganga í hlutina. Garðurinn slær sig ekki sjálfur, hundurinn verður vitlaus ef ekki er farið í göngu og bíllinn heldur áfram að vera skítugur þar til hann er þveginn. Önnur verkefni krefjast annarrar nálgunar. 28. júní 2017 07:00
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33
Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18