Vitni í manndrápsmáli fengið vernd lögreglu 17. júní 2017 07:00 Tveir sakborningar eru enn í gæsluvarðhaldi, þeir Sveinn Gestur Tryggvason og Jón Trausti Lúthersson. Vísir/Ljósmyndadeild Vitni að árásinni í Mosfellsdal, sem leiddi til andláts Arnars Jónssonar Aspar, hafa sum hver fengið aðstoð lögreglu við að gæta öryggis síns. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum brugðist við því ef fólk hefur talið sig þurfa á því að halda. Það hefur þurft að bregðast við slíku með einhverjum hætti já, það hefur komið til,“ segir Grímur aðspurður hvort vitni hafi fengið lögregluvernd í málinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að skuggalegir menn hafi heimsótt að minnsta kosti eitt vitni í málinu. Fjórum sakborningum af sex var sleppt úr haldi lögreglunnar á fimmtudag. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru þeir sakborningar líkast til ekki viðstaddir þegar mestu átökin fóru fram en vitni hafa lýst því að hafa séð Svein Gest Tryggvason stökkva á bak Arnars og taka hann hálstaki. Jón Trausti Lúthersson var einnig á svæðinu þegar mestur hiti var í árásinni. Aðrir sakborningar voru handteknir á flótta frá heimili Arnars, þrír karlmenn á Vesturlandsvegi gegnt Korputorgi og ein kona við afleggjarann að heimreið Arnars. „Þau voru ekki ofan í atvikinu þegar mestu átökin verða. Við erum að reyna að fá almennilegan framburð um allan þennan feril,“ segir Grímur um sakborningana fjóra sem var sleppt úr haldi. Hvorki er komin lokaniðurstaða hjá réttarmeinafræðingi varðandi dánarorsök Arnars né hefur lögregla komist fyllilega til botns í því hvað varð til þess að sexmenningarnir fóru heim til Arnars og veittust að honum. „Við erum að uppýsa um öll atriði sem gerast þarna upp frá en auðvitað er hluti af því sem við eigum að rannsaka, hver ástæða þess er að farið var af stað. Hver ásetningurinn var, af hverju fólkið var þarna.“ Grímur veit ekki hvenær lokaniðurstaða réttarmeinafræðings liggur fyrir. Arnar Jónsson Aspar var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í gær. Hann var 39 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og tvær dætur, fjórtán ára og þriggja vikna gamlar. Í minningargreinum um Arnar í Morgunblaðinu í gær er honum lýst sem barngóðum fjölskyldumanni og traustum vini sem var bæði ljúfur og kærleiksríkur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögregla efast um að öll hin grunuðu hafi þekkt hinn látna Engar yfirheyrslur hafa farið fram yfir sexmenningunum sem grunuð eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld. 9. júní 2017 17:37 Sexmenningarnir mega búast við yfirheyrslum í dag Lítið var yfirheyrt um helgina í manndrápsmálinu í Mosfellsdal. 12. júní 2017 11:03 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Vitni að árásinni í Mosfellsdal, sem leiddi til andláts Arnars Jónssonar Aspar, hafa sum hver fengið aðstoð lögreglu við að gæta öryggis síns. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum brugðist við því ef fólk hefur talið sig þurfa á því að halda. Það hefur þurft að bregðast við slíku með einhverjum hætti já, það hefur komið til,“ segir Grímur aðspurður hvort vitni hafi fengið lögregluvernd í málinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að skuggalegir menn hafi heimsótt að minnsta kosti eitt vitni í málinu. Fjórum sakborningum af sex var sleppt úr haldi lögreglunnar á fimmtudag. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru þeir sakborningar líkast til ekki viðstaddir þegar mestu átökin fóru fram en vitni hafa lýst því að hafa séð Svein Gest Tryggvason stökkva á bak Arnars og taka hann hálstaki. Jón Trausti Lúthersson var einnig á svæðinu þegar mestur hiti var í árásinni. Aðrir sakborningar voru handteknir á flótta frá heimili Arnars, þrír karlmenn á Vesturlandsvegi gegnt Korputorgi og ein kona við afleggjarann að heimreið Arnars. „Þau voru ekki ofan í atvikinu þegar mestu átökin verða. Við erum að reyna að fá almennilegan framburð um allan þennan feril,“ segir Grímur um sakborningana fjóra sem var sleppt úr haldi. Hvorki er komin lokaniðurstaða hjá réttarmeinafræðingi varðandi dánarorsök Arnars né hefur lögregla komist fyllilega til botns í því hvað varð til þess að sexmenningarnir fóru heim til Arnars og veittust að honum. „Við erum að uppýsa um öll atriði sem gerast þarna upp frá en auðvitað er hluti af því sem við eigum að rannsaka, hver ástæða þess er að farið var af stað. Hver ásetningurinn var, af hverju fólkið var þarna.“ Grímur veit ekki hvenær lokaniðurstaða réttarmeinafræðings liggur fyrir. Arnar Jónsson Aspar var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í gær. Hann var 39 ára gamall og lætur eftir sig unnustu og tvær dætur, fjórtán ára og þriggja vikna gamlar. Í minningargreinum um Arnar í Morgunblaðinu í gær er honum lýst sem barngóðum fjölskyldumanni og traustum vini sem var bæði ljúfur og kærleiksríkur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögregla efast um að öll hin grunuðu hafi þekkt hinn látna Engar yfirheyrslur hafa farið fram yfir sexmenningunum sem grunuð eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld. 9. júní 2017 17:37 Sexmenningarnir mega búast við yfirheyrslum í dag Lítið var yfirheyrt um helgina í manndrápsmálinu í Mosfellsdal. 12. júní 2017 11:03 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögregla efast um að öll hin grunuðu hafi þekkt hinn látna Engar yfirheyrslur hafa farið fram yfir sexmenningunum sem grunuð eru um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á miðvikudagskvöld. 9. júní 2017 17:37
Sexmenningarnir mega búast við yfirheyrslum í dag Lítið var yfirheyrt um helgina í manndrápsmálinu í Mosfellsdal. 12. júní 2017 11:03
Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18
Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36