Lífið

Dularfull vera á golfvelli vekur upp spurningar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dularfulla veran virðist vera gíraffi.
Dularfulla veran virðist vera gíraffi. Vísir/Skjáskot
Myndband birtist nýverið á Twitter af golfara sem náði góðri sveiflu. Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að dularfull vera sést á myndbandinu ganga þvert yfir golfvöllinn.

Þessi dularfulla vera virðist raunar vera gíraffi þegar nánar er að gáð en segja má að internetið hafi nánast legið á hliðinni vegna þessa en margir notendur á Twitter hafa skoðað myndbandið aftur og aftur til þess að meta það hvað raunverulega gengur yfir völlinn.

Flestir hallast að því að um sé að ræða gíraffa en margir hverjir skjóta einnig á mann í risaeðlubúning eða lama dýr.

Sjón er sögu ríkari. 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×