Lífið

Sló grasið með hvirfilbyl í bakið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Thenuis hafði ekki miklar áhyggjur.
Thenuis hafði ekki miklar áhyggjur. Faceboook
Mynd af manni í Alberta í Kanada að slá grasið með hvirfilbyl í bakið hefur vakið mikla athygli að undanförnu á samfélagsmiðlum.

Um er að ræða Thenuis Wessels en eiginkona hans, Cecilian, tók myndina af honum á föstudagskvöld. Hún segir að það hafi verið hans dagur til þess að sinna garðverkunum og að hún hafi lagt sig þegar hann hófst handa.

Dóttir hennar vakti hana þá og var í miklu uppnámi vegna hvirfilbylsins en að pabbi hennar hafi ekki viljað koma inn fyrir. Hún hafi þá kíkt út og séð manninn sinn pollrólegan að sinna garðverkunum.

Hvirfilbylurinn hafi raunar verið mun lengra í burtu en virðist á myndinni og hún vildi einfaldlega ná mynd af hvirfilbylnum en ekki manninum sínum sem vakið hefur gífurlega athygli.

Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki vegna hvirfilbylsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×