Hófí með litla kórónu sjarmeraði Berglindi upp úr skónum Guðný Hrönn skrifar 6. júní 2017 10:15 Hófí litla er nefnd eftir Hólmfríði Karlsdóttur fegurðardrottningu. "Af því hún er svo sæt,“ segir Berglind. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir eignaðist nýverið sinn fyrsta hund. Um St. Bernard-hund er að ræða en þeir verða gjarnan á bilinu 65-120 kílóa þungir. Berglind segir hundaævintýrið fara vel af stað. „Hún heitir Hófí og við fengum hana fyrir um tveimur vikum. Hún er hreinræktaður St. Bernard en það eru ekkert rosalega margir þannig hundar á Íslandi,“ segir Berglind spurð út í nýja fjölskyldumeðliminn. „Hún var komin með eitthvert heimili sem klikkaði af einhverjum ástæðum og þá auglýsti ræktandinn hana á Facebook og birti mynd af henni með litla kórónu,“ segir Berglind og hlær. „Og við hringdum strax í ræktandann og þetta var svo ákveðið á svona 24 tímum,“ útskýrir Berglind sem tók ákvörðunina með kærustu sinni, Lilju Líf. „Þetta stóð ekkert til hjá okkur, að fara út í eitthvað svona.“ Það krefst mikillar vinnu að taka að sér nýjan hvolp en Berglindi og Lilju hefur tekist að púsla öllu vel saman. „Lilja byrjar oftast að vinna aðeins seinna en ég, þannig að Hófí er aldrei lengi ein heima,“ segir Berglind. Hundurinn og sonurinn góð samanÞað er óhætt að segja að Hófí sé krúttleg.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSpurð út í hvort hvolpauppeldið sé mikið vesen segir Berglind: „Jú, það er náttúrulega ótrúlega mikið vesen að vera með hvolp sko. Miklu meira vesen heldur en að vera með lítið barn,“ segir hún og hlær.Já, er það málið? „Já, það er smá málið þessa dagana. En þetta er samt alltaf að verða betra og betra með hverjum deginum. Hún er að læra að pissa úti og svona.“ Berglind segir Hófí þó vera stillta og góða. „Þetta er svo róleg tegund, ef hún er með nóg af dóti og beinum þá er hún ekkert upp um allt. Hún er t.d. búin að vera að hitta aðra hunda sem eru á hennar aldri og aðeins eldri og þeir eru alveg tjúllaðir og hlaupandi út um allt á meðan hún situr bara og lætur þá hamast í sér.“ „Þetta er náttúrulega draumategund allra sem hafa séð Beethoven-myndirnar,“ segir Berglind og skellir upp úr þegar hún er spurð hvort þetta hafi verið hennar draumahundategund. „En fólk leggur kannski ekkert alveg í þetta. En kærastan mín er vön stórum hundum, hún hefur átt Stóra Dana og fleiri tegundir. En ég hef aldrei átt hund þannig að ég hlýði bara öllu sem hún segir,“ segir Berglind sem heillaðist líka af tegundinni þegar hún sá myndbandið við Brennum allt með hljómsveitinni Úlfur Úlfur.„Mamma hennar og tveir aðrir voru í Úlfur Úlfur myndbandinu, að keyra í blæjubíl með Kött Grá Pjé. Eftir að hafa séð það myndband og hugsaði ég, „Vó! Hvar eru þessir hundar?“ því maður sér þá aldrei á labbi. Þannig að ég myndi segja að þetta væri frekar geggjuð tegund!“ Berglind, sem á einn son, segir St. Bernard-tegundina vera í eðli sínu barngóða. „Við tókum maraþonhelgi áður en Hófí kom til okkar með stráknum mínum sem er 6 ára og horfðum á allar Beethoven-myndirnar. Þá spurði hann: „Er hún að fara að vera svona óþekk?“ En þau eru svo fáránlega góð saman, það er algjört rugl. Þessir hundar eru algjörar barnagælur.“ Túristarnir ólmir í Hófí Berglind segir Hófí vekja athygli hvar sem hún fer. „Það er mjög gaman að sjá hvernig túristarnir þurfa margir að stoppa og klappa. Við erum búin að reyna að labba Laugaveginn nokkrum sinnum en við komumst aldrei langt. Maður þarf stundum að halda á henni og strunsa fram hjá fólki ef maður þarf að mæta eitthvert á réttum tíma. En það þýðir ekkert að pirra sig út af því, hún er náttúrulega mjög mikið krútt!“ Berglind er greinilega himinlifandi með nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Já, það gengur svo vel. Þetta er frekar geggjað. Ég sé allavega ekki eftir þessu.“ Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir eignaðist nýverið sinn fyrsta hund. Um St. Bernard-hund er að ræða en þeir verða gjarnan á bilinu 65-120 kílóa þungir. Berglind segir hundaævintýrið fara vel af stað. „Hún heitir Hófí og við fengum hana fyrir um tveimur vikum. Hún er hreinræktaður St. Bernard en það eru ekkert rosalega margir þannig hundar á Íslandi,“ segir Berglind spurð út í nýja fjölskyldumeðliminn. „Hún var komin með eitthvert heimili sem klikkaði af einhverjum ástæðum og þá auglýsti ræktandinn hana á Facebook og birti mynd af henni með litla kórónu,“ segir Berglind og hlær. „Og við hringdum strax í ræktandann og þetta var svo ákveðið á svona 24 tímum,“ útskýrir Berglind sem tók ákvörðunina með kærustu sinni, Lilju Líf. „Þetta stóð ekkert til hjá okkur, að fara út í eitthvað svona.“ Það krefst mikillar vinnu að taka að sér nýjan hvolp en Berglindi og Lilju hefur tekist að púsla öllu vel saman. „Lilja byrjar oftast að vinna aðeins seinna en ég, þannig að Hófí er aldrei lengi ein heima,“ segir Berglind. Hundurinn og sonurinn góð samanÞað er óhætt að segja að Hófí sé krúttleg.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSpurð út í hvort hvolpauppeldið sé mikið vesen segir Berglind: „Jú, það er náttúrulega ótrúlega mikið vesen að vera með hvolp sko. Miklu meira vesen heldur en að vera með lítið barn,“ segir hún og hlær.Já, er það málið? „Já, það er smá málið þessa dagana. En þetta er samt alltaf að verða betra og betra með hverjum deginum. Hún er að læra að pissa úti og svona.“ Berglind segir Hófí þó vera stillta og góða. „Þetta er svo róleg tegund, ef hún er með nóg af dóti og beinum þá er hún ekkert upp um allt. Hún er t.d. búin að vera að hitta aðra hunda sem eru á hennar aldri og aðeins eldri og þeir eru alveg tjúllaðir og hlaupandi út um allt á meðan hún situr bara og lætur þá hamast í sér.“ „Þetta er náttúrulega draumategund allra sem hafa séð Beethoven-myndirnar,“ segir Berglind og skellir upp úr þegar hún er spurð hvort þetta hafi verið hennar draumahundategund. „En fólk leggur kannski ekkert alveg í þetta. En kærastan mín er vön stórum hundum, hún hefur átt Stóra Dana og fleiri tegundir. En ég hef aldrei átt hund þannig að ég hlýði bara öllu sem hún segir,“ segir Berglind sem heillaðist líka af tegundinni þegar hún sá myndbandið við Brennum allt með hljómsveitinni Úlfur Úlfur.„Mamma hennar og tveir aðrir voru í Úlfur Úlfur myndbandinu, að keyra í blæjubíl með Kött Grá Pjé. Eftir að hafa séð það myndband og hugsaði ég, „Vó! Hvar eru þessir hundar?“ því maður sér þá aldrei á labbi. Þannig að ég myndi segja að þetta væri frekar geggjuð tegund!“ Berglind, sem á einn son, segir St. Bernard-tegundina vera í eðli sínu barngóða. „Við tókum maraþonhelgi áður en Hófí kom til okkar með stráknum mínum sem er 6 ára og horfðum á allar Beethoven-myndirnar. Þá spurði hann: „Er hún að fara að vera svona óþekk?“ En þau eru svo fáránlega góð saman, það er algjört rugl. Þessir hundar eru algjörar barnagælur.“ Túristarnir ólmir í Hófí Berglind segir Hófí vekja athygli hvar sem hún fer. „Það er mjög gaman að sjá hvernig túristarnir þurfa margir að stoppa og klappa. Við erum búin að reyna að labba Laugaveginn nokkrum sinnum en við komumst aldrei langt. Maður þarf stundum að halda á henni og strunsa fram hjá fólki ef maður þarf að mæta eitthvert á réttum tíma. En það þýðir ekkert að pirra sig út af því, hún er náttúrulega mjög mikið krútt!“ Berglind er greinilega himinlifandi með nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Já, það gengur svo vel. Þetta er frekar geggjað. Ég sé allavega ekki eftir þessu.“
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira