Lífið

Sjáðu heimsmeistarann sýna töfrabragð tileinkað Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lim er sá besti.
Lim er sá besti.
Árið 2015 varð Shin Lim heimsmeistari í töfrabrögðum en hann er nú mættur til landsins. Lim mun standa fyrir sýningu í Andrews Theater á Ásbrú þann 10. júní ásamt þremur af færustu töframönnum Íslands Einari Mikael, Daníel Erni og John Tómas.

Lim er svo hrifinn af landinu að hann ákvað að búa til magnaðan spilagaldur sem er tileinkaður landinu. Shin Lim hefur nú þegar tryggt sér samning hjá stóru spilavítunum í Las Vegas og mun hann setja upp sýningu þar.

Á síðustu 7 árum þá hefur Shin Lim orðið einn af þekktustu töframönnum í heimi eftir að hafa verið krýndur heimsmeistari á heimsmeistaramótinu í töfrabrögðum árið 2015.

Shin tók þátt í sjónvarpsþáttunum Penn and Teller Fool us þar sem hann var einn af fáum sem náði að plata tvo frægustu töframenn í heiminum. Mörg af YouTube myndböndum Shin hafa orðið „viral“ og eru nú með yfir margra milljóna áhorf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×