Íþróttafræðin í HR hjálpar Söru að undirbúa sig fyrir Heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sést hér í rannsókninni hjá Íþróttafræðinni í HR. Mynd/Fésbókarsíða Íþróttafræðinnar í HR Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í Crossfit á dögunum með glæsilegum hætti eða með því að vinna Miðriðilinn í svæðiskeppni Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara hefur tryggt sig inn á Heimsleikana síðustu tvö ár með því að vinna Evrópuriðilinn en hún er nú flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum svæðiskeppnina þar. Miðriðillinn fór fram í kántrí-borginni Nashville í Nashville-fylki. Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti á Heimsleikunum undanfarin tvö ár en leitar nú allra ráða til að vinna titilinn hraustasta kona heims í fyrsta sinn. Sara hefur æft vel og er í frábæru formi en vill gera enn betur. Ragnheiður Sara kom í gær í heimsókn til Íþróttafræðinnar hjá Háskólanum í Reykjavík með það markmið að finna hluti sem hún getur lagað til að ná enn betri árangri. Gunnar Nelson heimsótti HR á dögunum og fór þá í gegnum svipaða rannsókn. Fólkið í íþróttafræðinni mældi Söru í bak og fyrir og gat strax gefið henni ráð. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu. Við munum fylgjast spennt með Crossfit leikunum!,“ segir í frétt um heimsóknina á fésbókarsíðu Íþróttafræðinnar hjá HR. Heimsleikarnir í Crossfit fara síðan fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Þeir hafa verið í Kaliforníu undanfarin ár en fara nú í fyrsta sinn fram á þessum stað. CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í Crossfit á dögunum með glæsilegum hætti eða með því að vinna Miðriðilinn í svæðiskeppni Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara hefur tryggt sig inn á Heimsleikana síðustu tvö ár með því að vinna Evrópuriðilinn en hún er nú flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum svæðiskeppnina þar. Miðriðillinn fór fram í kántrí-borginni Nashville í Nashville-fylki. Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti á Heimsleikunum undanfarin tvö ár en leitar nú allra ráða til að vinna titilinn hraustasta kona heims í fyrsta sinn. Sara hefur æft vel og er í frábæru formi en vill gera enn betur. Ragnheiður Sara kom í gær í heimsókn til Íþróttafræðinnar hjá Háskólanum í Reykjavík með það markmið að finna hluti sem hún getur lagað til að ná enn betri árangri. Gunnar Nelson heimsótti HR á dögunum og fór þá í gegnum svipaða rannsókn. Fólkið í íþróttafræðinni mældi Söru í bak og fyrir og gat strax gefið henni ráð. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu. Við munum fylgjast spennt með Crossfit leikunum!,“ segir í frétt um heimsóknina á fésbókarsíðu Íþróttafræðinnar hjá HR. Heimsleikarnir í Crossfit fara síðan fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Þeir hafa verið í Kaliforníu undanfarin ár en fara nú í fyrsta sinn fram á þessum stað.
CrossFit Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sjá meira