Vilja að Íslendingar skipuleggi Color Run á hinum Norðurlöndunum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2017 17:30 Hlaupin hafa vakið mikla athygli undanfarin ár. Næstkomandi laugardag fer litahlaupið fram í miðbæ Reykjavíkur og er gert ráð fyrir að rúmlega 10.000 manns taki þátt í skemmtuninni. „Þessi mikla aðsókn Íslendinga í litahlaupið á svo sem ekkert að koma okkur á óvart. Hefðbundinn fjöldi þátttakenda í hlaupum í stórborgum víðsvegar um heiminn er á bilinu fimm til sex þúsund manns, það telst vera góð þátttaka,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi. „Við setjum hins vegar met í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og það að ná meira en 10.000 manns á litla Íslandi hefur vakið athygli á meðal erlendra aðila og hefur The Color Run fyrirtækið leitað til okkar sem stöndum að hlaupinu hér á landi með ósk um að taka við skipulagningu litahlaupsins í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Færeyjum.“ Davíð segir að þau hafi haldið eitt hlaup í Kaupmannahöfn í maí og eru að skoða með hlaup á fleiri stöðum á næstunni.Fimm kílómetra skemmtun „Það hefur verið leitað til okkar frá Færeyjum varðandi að koma með hlaupið þangað. Við erum mjög spenntir fyrir því og hver veit nema að það verði litahlaup þar áður en langt um líður.” The Color Run er 5 km löng skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri eftir hvern kílómetra og við endamarkið verður síðan mikil fjölskylduskemmtun með tilheyrandi litadýrð. Aðeins nokkur hundruð miðar eru eftir í litahlaupið og stefnir allt í að uppselt verði þriðja árið í röð. „Það er frábært að sjá áhuga landans að taka þátt í skemmtun sem felur í sér þessa hreyfingu sem hlaupið er, hvort sem fólk hleypur, skokkar eða labbar þessa fimm kílómetra. Við vitum fyrir víst að meirihluti þeirra sem hafa tekið þátt á undanförnum árum eru að taka þátt í skipulögðu hlaupi í fyrsta sinn á ævinni og ennþá betra að heyra þegar þátttakan í The Color Run hefur orðið til þess að fólk hefur bætt skokkinu í sitt daglega líf,” segir Davíð. Á mánudag opnaði The Color Run búðin í verslun Under Armour í Kringlunni og eru þátttakendur hvattir til að sækja hlaupagögn sín fyrr heldur en síðar. Búðin opnar daglega klukkan 10 og er opin til 18.30 á miðvikudag og til kl. 22 á fimmtudag og föstudag. Auk hlaupagagna má versla ýmiskonar litahlaupsvarning í búðinni til að gera upplifun af hlaupinu enn ánægjulegri. Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Vance á von á barni Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Næstkomandi laugardag fer litahlaupið fram í miðbæ Reykjavíkur og er gert ráð fyrir að rúmlega 10.000 manns taki þátt í skemmtuninni. „Þessi mikla aðsókn Íslendinga í litahlaupið á svo sem ekkert að koma okkur á óvart. Hefðbundinn fjöldi þátttakenda í hlaupum í stórborgum víðsvegar um heiminn er á bilinu fimm til sex þúsund manns, það telst vera góð þátttaka,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri The Color Run á Íslandi. „Við setjum hins vegar met í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og það að ná meira en 10.000 manns á litla Íslandi hefur vakið athygli á meðal erlendra aðila og hefur The Color Run fyrirtækið leitað til okkar sem stöndum að hlaupinu hér á landi með ósk um að taka við skipulagningu litahlaupsins í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Færeyjum.“ Davíð segir að þau hafi haldið eitt hlaup í Kaupmannahöfn í maí og eru að skoða með hlaup á fleiri stöðum á næstunni.Fimm kílómetra skemmtun „Það hefur verið leitað til okkar frá Færeyjum varðandi að koma með hlaupið þangað. Við erum mjög spenntir fyrir því og hver veit nema að það verði litahlaup þar áður en langt um líður.” The Color Run er 5 km löng skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri eftir hvern kílómetra og við endamarkið verður síðan mikil fjölskylduskemmtun með tilheyrandi litadýrð. Aðeins nokkur hundruð miðar eru eftir í litahlaupið og stefnir allt í að uppselt verði þriðja árið í röð. „Það er frábært að sjá áhuga landans að taka þátt í skemmtun sem felur í sér þessa hreyfingu sem hlaupið er, hvort sem fólk hleypur, skokkar eða labbar þessa fimm kílómetra. Við vitum fyrir víst að meirihluti þeirra sem hafa tekið þátt á undanförnum árum eru að taka þátt í skipulögðu hlaupi í fyrsta sinn á ævinni og ennþá betra að heyra þegar þátttakan í The Color Run hefur orðið til þess að fólk hefur bætt skokkinu í sitt daglega líf,” segir Davíð. Á mánudag opnaði The Color Run búðin í verslun Under Armour í Kringlunni og eru þátttakendur hvattir til að sækja hlaupagögn sín fyrr heldur en síðar. Búðin opnar daglega klukkan 10 og er opin til 18.30 á miðvikudag og til kl. 22 á fimmtudag og föstudag. Auk hlaupagagna má versla ýmiskonar litahlaupsvarning í búðinni til að gera upplifun af hlaupinu enn ánægjulegri.
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Vance á von á barni Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira