Framandi framtíðarstörf Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2017 07:00 Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Hin aukna sjálfvirkni felst þá í aukinni nýtingu vélmenna og gervigreindar til að leysa verkefni sem manneskjan hefur til þessa haft með höndum. Talið er að 38% starfa í Bandaríkjunum og 35% starfa í Þýskalandi verði fyrir sambærilegum áhrifum á þessu sama tímabili. Þær atvinnugreinar sem taldar eru að verði fyrir mestum áhrifum tækniframfara eru flutningar, framleiðsla, heildsala og smásala. Hefðbundin karlastörf eru líklegri til að verða fyrir áhrifum en kvennastörf og störf sem krefjast aukinnar menntunar eru ólíklegri til að verða fyrir áhrifum sjálfvirkni heldur en störf sem krefjast lítillar menntunar. Þess skal getið að háskólamenntun er ekki trygging fyrir því að störf þess fólks verði ónæm fyrir aukinni tækni. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir í Bandaríkjunum að lögmenn gætu orðið næsta starfsstétt þar sem tölvur leystu fólk af hólmi. Nú er meðal annars unnt að nýta gervigreind til að gefa rökstudda niðurstöðu lögfræðilegra álitamála, þar sem vísað er til lagaákvæða, dómafordæma og fræða. Þessa þróun sáu fáir fyrir. Um 205.000 manns eru á íslenskum vinnumarkaði. Verði þróunin hér á landi sambærileg þeirri sem er fyrirséð í Bretlandi og víðar, má áætla að um 60.000 störf verði fyrir verulegum áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Þetta er ótrúlega hröð þróun á skömmum tíma og mikilvægt er að vera undir hana búin. Atvinnurekendur verða að huga að endurmenntun og aðlögun þeirra starfsmanna sem verða fyrir áhrifum sjálfvirkni og á stjórnvöldum hvílir að mennta komandi kynslóðir í skapandi og gagnrýninni hugsun. Þó enginn geti með nákvæmni sagt hvert verði eðli starfa í framtíð, þá er í öllu falli ljóst að sú tæknibylting sem þegar er komin á fleygiferð kallar á víðtæka tækni- og iðnmenntun. Boltinn er því hjá menntakerfinu og nú ríður á að glutra ekki úr höndum okkar einstöku sóknarfæri.Höfundur er framkvæmdastjóri SFS og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Markaðir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Hin aukna sjálfvirkni felst þá í aukinni nýtingu vélmenna og gervigreindar til að leysa verkefni sem manneskjan hefur til þessa haft með höndum. Talið er að 38% starfa í Bandaríkjunum og 35% starfa í Þýskalandi verði fyrir sambærilegum áhrifum á þessu sama tímabili. Þær atvinnugreinar sem taldar eru að verði fyrir mestum áhrifum tækniframfara eru flutningar, framleiðsla, heildsala og smásala. Hefðbundin karlastörf eru líklegri til að verða fyrir áhrifum en kvennastörf og störf sem krefjast aukinnar menntunar eru ólíklegri til að verða fyrir áhrifum sjálfvirkni heldur en störf sem krefjast lítillar menntunar. Þess skal getið að háskólamenntun er ekki trygging fyrir því að störf þess fólks verði ónæm fyrir aukinni tækni. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir í Bandaríkjunum að lögmenn gætu orðið næsta starfsstétt þar sem tölvur leystu fólk af hólmi. Nú er meðal annars unnt að nýta gervigreind til að gefa rökstudda niðurstöðu lögfræðilegra álitamála, þar sem vísað er til lagaákvæða, dómafordæma og fræða. Þessa þróun sáu fáir fyrir. Um 205.000 manns eru á íslenskum vinnumarkaði. Verði þróunin hér á landi sambærileg þeirri sem er fyrirséð í Bretlandi og víðar, má áætla að um 60.000 störf verði fyrir verulegum áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum. Þetta er ótrúlega hröð þróun á skömmum tíma og mikilvægt er að vera undir hana búin. Atvinnurekendur verða að huga að endurmenntun og aðlögun þeirra starfsmanna sem verða fyrir áhrifum sjálfvirkni og á stjórnvöldum hvílir að mennta komandi kynslóðir í skapandi og gagnrýninni hugsun. Þó enginn geti með nákvæmni sagt hvert verði eðli starfa í framtíð, þá er í öllu falli ljóst að sú tæknibylting sem þegar er komin á fleygiferð kallar á víðtæka tækni- og iðnmenntun. Boltinn er því hjá menntakerfinu og nú ríður á að glutra ekki úr höndum okkar einstöku sóknarfæri.Höfundur er framkvæmdastjóri SFS og FKA-félagskona.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun