

Greinar eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).
Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því.
Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“
Þegar lögum er breytt sem hafa mikil áhrif á afkomu þúsunda landsmanna má ætla það sanngjarna kröfu í lýðræðisþjóðfélagi að reynt sé að vega og meta áhrif breytinganna. Ekki eftir á heldur fyrir fram.
Mikil umræða hefur verið um breytingar á veiðigjaldi á undanförnum dögum. Því hefur ítrekað verið haldið fram, ranglega, að greitt veiðigjald nægi ekki fyrir þeim kostnaði sem því var ætlað að mæta. Slíkar fullyrðingar eru einfaldlega rangar.
Ein er sú stofnun á vegum ríkisins sem notar mikið af olíu. Það er Landhelgisgæslan sem gerir út sín varðskip og siglir þeim öðru hvoru til Færeyja til þess að taka olíu.
Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar.
Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að takast á um það sem betur má fara í samfélaginu. Sú umræða endar aldrei og ný vandamál skjóta upp kollinum um leið og ráðið er bót á öðrum.
Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga beindi ASÍ sjónum sérstaklega að auðlindagjaldtöku. Almennt má taka því fagnandi þegar hagaðilar láta sig svo mikilvæg mál varða og taka þátt í umræðu um þau. Sjónarmið öflugra samtaka launafólks hafa sannanlega mikla vigt í þessari umræðu. Það vakti hins vegar furðu að í áherslum ASÍ var farið vísvitandi með ósannindi. Rétt er að fara stuttlega yfir þau alvarlegustu.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að rætt sé um gjaldtöku af hinum ýmsu auðlindum frá einum tíma til annars og undan því eiga atvinnugreinar sem í hlut eiga ekki að kveinka sér. Öll erum við hagaðilar þegar kemur að nýtingu auðlinda hér á landi og höfum af því ríka hagsmuni að rétt sé gefið. Upplýst umræða er því mikilvæg.
Öllum að óvörum hafa sjálfbærar veiðar á langreyðum orðið að ítrekuðu umfjöllunar- og átakaefni í þjóðmálaumræðu í því ríkisstjórnarsamstarfi sem nú hefur verið slitið. Eins og vonlegt er sýnist sitt hverjum um þessar veiðar. Það er ekki nýtt.
Íslenskur sjávarútvegur er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Til þess að ná árangri í þeirri samkeppni er nauðsynlegt að fyrirtækin geti haldið áfram að fjárfesta í nýjum og betri skipum og búnaði. Fjárfesting er þannig forsenda áframhaldandi verðmætasköpunar og jákvæðrar þróunar í loftslagsmálum.
Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram.
Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga.
Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda um langa hríð að nýta beri sjávarauðlindir við Ísland – sett hefur verið skýr löggjöf sem tryggir að veiðarnar séu sjálfbærar, byggðar á vísindalegum grunni, lúti eftirliti og séu í samræmi við alþjóðalög.
Nú er farinn í hönd sá tími árs þar sem Landssamband smábátaeigenda og fleiri skora á matvælaráðherra að auka strandveiðar, þar sem úthlutaður kvóti er búinn. Það virðist orðinn árviss viðburður að strandveiðimenn og velunnarar þeirra rísi upp á afturlappirnar og heimti meiri kvóta, gjarnan á þeim forsendum að nóg sé til og veiði hafi gengið vel.
„Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi.
Í gær afhenti matvælaráðuneytið loks gögn í máli tengdu ákvörðun hennar um að stöðva veiðar fyrirvaralaust á langreyðum þetta sumarið. Voru þá liðnir 15 dagar frá því SFS óskuðu eftir umræddum gögnum.
Þegar matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, tók fyrirvaralaust ákvörðun um stöðvun veiða á langreyðum við Ísland 20. júní sl. óskuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) samstundis eftir afriti af lögfræðilegri ráðgjöf og öðrum gögnum að baki þeirri ákvörðun ráðherra frá matvælaráðuneytinu.
Það er fátt sem við í sjávarútvegi fögnum meira en að fólk hafi áhuga á greininni. Við höfum haft áhyggjur af því að almenningur, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafi minni snertiflöt við greinina en á árum áður. Þær áhyggjur okkar eru staðfestar í nýlegri könnun þar sem meirihluti fólks viðurkennir að hafa litla þekkingu og enn minni snertingu við þessa grundvallar atvinnugrein.
Sjávarútvegur hefur verið samofinn lífskjarabaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Hvað sem því líður telur einungis fjórðungur þjóðarinnar sig búa yfir einhverri þekkingu á sjávarútvegsmálum.
Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning.
Í umræðu liðinna daga hefur nokkuð verið rætt um gjaldtöku af fiskeldi. Tilefnið er fyrst og fremst boðuð áform núverandi ríkisstjórnar um nærri tvöföldun á auðlindagjaldi vegna fiskeldis, sem innheimt er af þeim sem hafa leyfi til sjókvíaeldis við Ísland.
Fyrir nokkru ritaði ég grein í Fréttablaðið þar sem vikið var að þeirri staðreynd að stefna Viðreisnar í sjávarútvegsmálum muni ýta undir enn meiri samþjöppun í atvinnugreininni.
Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hugi lítt að verðmætasköpun í framtíð þegar kemur að sjávarútvegi hefur atvinnugreinin sjálf staðið sína plikt. Fjárfest hefur verið í vélum, tækjum, skipum og búnaði fyrir tugi milljarða króna á hverju ári, undanfarin ár. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ætla ekki að bíða eftir því hvað framtíðin færir þeim.