Vilja gefa öllum tækifæri til að eignast barn Guðný Hrönn skrifar 22. maí 2017 09:45 Ásta Sól og sonur hennar Nói Hrafn, ásamt Berghildi Erlu Bernharðsdóttur sem er meðeigandi Ástu Sólar að framleiðslufyrirtækinu Bergsól sem hefur unnið að herferð Tilveru. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Samtökin Tilvera eru að hrinda af stað söfnunarátaki sem verður til þess að hægt verður að veita fleiri félagsmönnum samtakanna peningastyrk vegna baráttu þeirra við ófrjósemi. Verkefnið snýst um að gefa fleiri pörum og einstaklingum tækifæri til að eignast barn. Við erum byrjuð að selja lyklakippu sem hönnuðurinn Hlín Reykdal hefur hannað. Hún hefur unnið mjög óeigingjarnt starf og hannað táknræna kippu. Kippan táknar einn af sex, alveg eins og átakið sem við stöndum fyrir og höfum verið að gera í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Bergsól,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, varaformaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Ágóðinn sem safnast af lyklakippunni sem um ræðir verður notaður til að styrkja fólk sem er að ganga í gegnum glasa- eða smásjárfrjóvgunarmeðferð. „Við viljum hjálpa pörum og einstæðum konum sem eru að glíma við ófrjósemi. Við ætlum sem sagt að styrkja þá sem eru að fara í sína fyrstu glasa- eða smásjárfrjóvgunarmeðferð. Sú fyrsta er nefnilega ekki niðurgreidd. Fólk þarf því að borga það algjörlega úr eigin vasa, þetta eru 455.000 krónur, bara meðferðin, svo kemur ofan á það lyfjakostnaður og jafnvel ferðakostnaður ef fólk býr úti á landi,“ útskýrir Ásta Sól.„Þetta er gjarnan hálf milljón sem fólk þarf að leggja út, og það er bara stór biti fyrir margt fólk. Sérstaklega fólk sem er kannski búið að fara í ýmsar rannsóknir og jafnvel nokkrar tæknisæðingar áður, þær eru ekki niðurgreiddar.“ Ásta Sól segir félagsmenn hjá Tilveru geta sótt um styrk hjá félaginu. „Við ætlum bara að draga af handahófi úr umsóknum. Við treystum okkur ekki til að velja úr hópnum eða reyna að meta fjárhag fólks.“ Ekki algengt að par verði ólétt í fyrstu meðferðKippan sem Hlín hannaði fyrir Tilveru er gerð úr fimm silfurlituðum kúlum og einni fjólublárri kúlu. Fjólubláa kúlan táknar 1 af 6 eða þau pör og einstaklinga sem glíma við ófrjósemi.En styrkir Tilveru ná ekki aðeins til fólks sem er að fara í sína fyrstu meðferð. „Eftir fyrstu meðferðina eru næstu þrjár meðferðir sem fólk fer í niðurgreiddar af ríkinu. Styrkir okkar ná ekki til þeirra para. En um leið og fólk fer í sína fimmtu meðferð niðurgreiðir ríkið ekkert. Þau pör geta þá sótt um styrk hjá okkur, allir sem eru að fara í fimmtu plús meðferðina.“ Ásta Sól segir algengt að fólk þurfi að fara í um fjórar meðferðir áður en barn kemur undir. „Það er ekki algengt að par verði ólétt í fyrstu meðferð. Ástæður fyrir ófrjósemi geta verið margvíslegar en ef ófrjósemin er tiltölulega „einföld“ þá eru um 40% líkur á þungun og 30-35% líkur á að fá barn. Fólk þarf sem sagt oftast að fara í nokkrar meðferðir, ég veit alveg um pör sem hafa þurft að fara í 12 meðferðir. Þannig að kostnaðurinn getur orðið mikill. Svo hættir ríkið að niðurgreiða um leið og par hefur eignast eitt barn. En flest fólk vill eignast fleira en eitt barn og styrkirnir okkar munu líka ná til þeirra para, sem vilja eignast fleiri börn. Það á að sjálfsögðu að gefa fólki tækifæri á að eignast fleira en eitt barn.“ Sjálf hefur Ásta Sól gengið í gegnum fjórar tæknisæðingar og þrjár glasafrjóvganir sem allar misheppnuðust, það var áður en ríkið hætti að niðurgreiða fyrstu meðferð fyrir fólk. „Ég fer í mínar meðferðir áður en þessu er breytt. Og ég verð að segja alveg eins og er, ég veit ekki alveg hvort við hefðum „meikað“ þetta, ef fyrirkomulagið hefði verið eins og það er í dag, því miklar fjárhagsáhyggjur ofan á álagið sem misheppnaðar meðferðir og fósturlát hafa bæði á líkama og sál, geta gert út af við sambönd,“ útskýrir Ásta Sól sem á tvö börn og eitt stjúpbarn.„Margt fólk hefur þurft að fresta því að fara í nám eða sumarfrí til dæmis, til að safna fyrir meðferð. Ég var ekki ein af þeim en mér fannst þetta samt alveg stór biti.“ Ásta Sól mælir eindregið með að allir sem glíma við ófrjósemi leiti sér sálfræðiaðstoðar. „Það kostar líka sitt en er alveg nauðsynlegt að mínu mati. Það er ekki gott að bera þessa byrði einn. Það eru um 300 félagar í Tilveru núna, en við viljum fá fleiri því við vitum að það eru miklu fleiri að glíma við þetta vandamál. Við viljum líka hvetja fólk til að rjúfa þögnina,“ segir Ásta Sól að lokum. Hún tekur fram að lyklakippan eftir Hlín Reykdal verði brátt fáanleg á vef Tilveru en stefnt sé að því að opna nýja heimasíðu í dag. Þar verður einnig hægt að finna myndbönd sem félagið sendi frá sér nýverið. „Í þessum myndböndum kemur fólk fram og segir sínar reynslusögur.“ Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Samtökin Tilvera eru að hrinda af stað söfnunarátaki sem verður til þess að hægt verður að veita fleiri félagsmönnum samtakanna peningastyrk vegna baráttu þeirra við ófrjósemi. Verkefnið snýst um að gefa fleiri pörum og einstaklingum tækifæri til að eignast barn. Við erum byrjuð að selja lyklakippu sem hönnuðurinn Hlín Reykdal hefur hannað. Hún hefur unnið mjög óeigingjarnt starf og hannað táknræna kippu. Kippan táknar einn af sex, alveg eins og átakið sem við stöndum fyrir og höfum verið að gera í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Bergsól,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, varaformaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Ágóðinn sem safnast af lyklakippunni sem um ræðir verður notaður til að styrkja fólk sem er að ganga í gegnum glasa- eða smásjárfrjóvgunarmeðferð. „Við viljum hjálpa pörum og einstæðum konum sem eru að glíma við ófrjósemi. Við ætlum sem sagt að styrkja þá sem eru að fara í sína fyrstu glasa- eða smásjárfrjóvgunarmeðferð. Sú fyrsta er nefnilega ekki niðurgreidd. Fólk þarf því að borga það algjörlega úr eigin vasa, þetta eru 455.000 krónur, bara meðferðin, svo kemur ofan á það lyfjakostnaður og jafnvel ferðakostnaður ef fólk býr úti á landi,“ útskýrir Ásta Sól.„Þetta er gjarnan hálf milljón sem fólk þarf að leggja út, og það er bara stór biti fyrir margt fólk. Sérstaklega fólk sem er kannski búið að fara í ýmsar rannsóknir og jafnvel nokkrar tæknisæðingar áður, þær eru ekki niðurgreiddar.“ Ásta Sól segir félagsmenn hjá Tilveru geta sótt um styrk hjá félaginu. „Við ætlum bara að draga af handahófi úr umsóknum. Við treystum okkur ekki til að velja úr hópnum eða reyna að meta fjárhag fólks.“ Ekki algengt að par verði ólétt í fyrstu meðferðKippan sem Hlín hannaði fyrir Tilveru er gerð úr fimm silfurlituðum kúlum og einni fjólublárri kúlu. Fjólubláa kúlan táknar 1 af 6 eða þau pör og einstaklinga sem glíma við ófrjósemi.En styrkir Tilveru ná ekki aðeins til fólks sem er að fara í sína fyrstu meðferð. „Eftir fyrstu meðferðina eru næstu þrjár meðferðir sem fólk fer í niðurgreiddar af ríkinu. Styrkir okkar ná ekki til þeirra para. En um leið og fólk fer í sína fimmtu meðferð niðurgreiðir ríkið ekkert. Þau pör geta þá sótt um styrk hjá okkur, allir sem eru að fara í fimmtu plús meðferðina.“ Ásta Sól segir algengt að fólk þurfi að fara í um fjórar meðferðir áður en barn kemur undir. „Það er ekki algengt að par verði ólétt í fyrstu meðferð. Ástæður fyrir ófrjósemi geta verið margvíslegar en ef ófrjósemin er tiltölulega „einföld“ þá eru um 40% líkur á þungun og 30-35% líkur á að fá barn. Fólk þarf sem sagt oftast að fara í nokkrar meðferðir, ég veit alveg um pör sem hafa þurft að fara í 12 meðferðir. Þannig að kostnaðurinn getur orðið mikill. Svo hættir ríkið að niðurgreiða um leið og par hefur eignast eitt barn. En flest fólk vill eignast fleira en eitt barn og styrkirnir okkar munu líka ná til þeirra para, sem vilja eignast fleiri börn. Það á að sjálfsögðu að gefa fólki tækifæri á að eignast fleira en eitt barn.“ Sjálf hefur Ásta Sól gengið í gegnum fjórar tæknisæðingar og þrjár glasafrjóvganir sem allar misheppnuðust, það var áður en ríkið hætti að niðurgreiða fyrstu meðferð fyrir fólk. „Ég fer í mínar meðferðir áður en þessu er breytt. Og ég verð að segja alveg eins og er, ég veit ekki alveg hvort við hefðum „meikað“ þetta, ef fyrirkomulagið hefði verið eins og það er í dag, því miklar fjárhagsáhyggjur ofan á álagið sem misheppnaðar meðferðir og fósturlát hafa bæði á líkama og sál, geta gert út af við sambönd,“ útskýrir Ásta Sól sem á tvö börn og eitt stjúpbarn.„Margt fólk hefur þurft að fresta því að fara í nám eða sumarfrí til dæmis, til að safna fyrir meðferð. Ég var ekki ein af þeim en mér fannst þetta samt alveg stór biti.“ Ásta Sól mælir eindregið með að allir sem glíma við ófrjósemi leiti sér sálfræðiaðstoðar. „Það kostar líka sitt en er alveg nauðsynlegt að mínu mati. Það er ekki gott að bera þessa byrði einn. Það eru um 300 félagar í Tilveru núna, en við viljum fá fleiri því við vitum að það eru miklu fleiri að glíma við þetta vandamál. Við viljum líka hvetja fólk til að rjúfa þögnina,“ segir Ásta Sól að lokum. Hún tekur fram að lyklakippan eftir Hlín Reykdal verði brátt fáanleg á vef Tilveru en stefnt sé að því að opna nýja heimasíðu í dag. Þar verður einnig hægt að finna myndbönd sem félagið sendi frá sér nýverið. „Í þessum myndböndum kemur fólk fram og segir sínar reynslusögur.“
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira