Finnur enga löngun til að flytja aftur til baka í bráð Guðný Hrönn skrifar 23. maí 2017 18:30 Ryan Feldman er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum en hefur undanfarið búið á Englandi og starfað fyrir Burberry. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bandaríkjamaðurinn Ryan Feldman tók hálfgerða u-beygju þegar hann ákvað að flytja frá London til Reykjavíkur í upphafi árs til að vinna sem framkvæmdastjóri vörustýringar hjá 66°Norður. Áður vann hann hjá tískuhúsi Burberry í London og þar áður hjá fyrirtækjum á borð við Nike, Gap og Banana Republic. Ryan heimsótti Ísland árið 2007 og man eftir að hafa tekið eftir 66°Norður þá. „Ég hugsaði með mér: Hvaða fatamerki er þetta, af hverju eru allir í því og af hverju hef ég ekki heyrt um það? Svo þróuðust hlutirnir og núna er ég byrjaður að vinna fyrir merkið,“ segir Ryan glaður í bragði. Ryan er himinlifandi með ákvörðun sína um að flytja til Íslands. „Ég var ekki með fyrirfram mótaða hugmynd um hvað ég yrði lengi á Íslandi þegar ég kom fyrst en ég hef enga löngun til að snúa til baka aftur í bráð. Svo er líka orðið svo auðvelt að ferðast til og frá Íslandi þannig að landfræðilega staðsetningin truflar mig ekki.“ „Það var mikið ævintýri að koma til Íslands og fólk er oft hissa þegar ég segi því að ég sé að koma frá London, úr vinnu hjá Burberry. Ég þarf stundum að útskýra fyrir fólki hversu merkilegt 66°Norður er. Hér er unnið af mikilli ástríðu,“ segir Ryan sem sér mikla möguleika í merkinu sem 66°Norður er. „Það á sér magnaða sögu, og ég meina, Burberry byrjaði að hanna síðfrakka fyrir herinn og 66°Norður byrjaði á að hanna sjóklæði fyrir sjómenn, þannig að merkin eiga ýmislegt sameiginlegt.“ Mikil áhersla lögð á fjölskyldulífið„Annars geta stórborgir líka orðið þreytandi, ég skil vel að þær hljómi spennandi í eyrum fólks en íslenski lífsstíllinn er afar heillandi fyrir mér. Hér nær maður að sinna áhugamálunum vel og það snýst ekki allt um starfsframann.“ Ryan finnur mikinn mun á því að vinna fyrir stór fyrirtæki á borð við Burberry og Nike annars vegar og lítið fyrirtæki eins og 66°Norður hins vegar. „Munurinn er mikill. Burberry og Nike eru bæði frábær merki með áhugaverða sögu, eins og 66°Norður. En aðalmunurinn er sá að 66°Norður hefur svo mikla möguleika núna og ferðalagið að því að koma merkinu á alþjóðlegan markað er rétt að byrja.“ Inntur eftir því hver helsti munurinn á milli þess að vinna á Íslandi og í London almennt séð nefnir Ryan að hér á landi leggi fólk mikla áherslu á að sinna fjölskyldu- og einkalífinu vel. Eftir að Ryan flutti hingað tók hann fljótt eftir að hér er tekið mikið tillit til fjölskyldulífsins og fólk fær rými til að sinna börnunum og fjölskyldunni. „Sjálfur á ég ekki börn eða fjölskyldu en það er samt gaman að sjá þetta. Á Íslandi er þetta allt öðruvísi en annars staðar sem ég hef unnið. Hér er fólk ekkert litið hornauga ef það þarf að fara snemma úr vinnunni til að sækja börnin eða fara með þau til læknis. Og hérna er fólk ekki mikið í því að bóka fundi klukkan 16.00, þá er það meira að undirbúa sig fyrir lok dags,“ útskýrir Ryan sem finnst þessi vinnustaðamenning kærkomin tilbreyting.„Þetta mun gera mér kleift að finna betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, það er mér mikilvægt.“ Ryan hefur áhuga á útivist og hreyfingu og hefur tekist að sinna áhugamálum sínum töluvert síðan hann flutti til Íslands. „Hér á landi er dagurinn langur, maður vinnur ekki eins lengi og er ekki eins lengi að ferðast á milli staða eins og gerist gjarnan í stórborgum. Það fylgir því mikið frelsi að búa á Íslandi, þú getur verið kominn á nýjan áfangastað á tiltölulega stuttum tíma.“Lengri dagar heilla Löngu dagarnir sem eru að byrja að gera vart við sig núna heilla Ryan líka. „Þetta er ótrúlegt. Dagurinn er svo langur og maður getur gert ýmislegt eftir vinnu. Maður getur farið að spila golf um miðnætti!“ Ryan er greinilega ánægður á Íslandi og hefur tekist að aðlagast vel. „Ég er samt ekki farinn að læra íslensku, aðallega vegna þess að þið talið svo góða ensku,“ segir hann og hlær. „Fólk byrjar alltaf bara að tala góða ensku við mig, en þetta er líka erfitt tungumál?– en við sjáum hvað gerist.“ Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ryan Feldman tók hálfgerða u-beygju þegar hann ákvað að flytja frá London til Reykjavíkur í upphafi árs til að vinna sem framkvæmdastjóri vörustýringar hjá 66°Norður. Áður vann hann hjá tískuhúsi Burberry í London og þar áður hjá fyrirtækjum á borð við Nike, Gap og Banana Republic. Ryan heimsótti Ísland árið 2007 og man eftir að hafa tekið eftir 66°Norður þá. „Ég hugsaði með mér: Hvaða fatamerki er þetta, af hverju eru allir í því og af hverju hef ég ekki heyrt um það? Svo þróuðust hlutirnir og núna er ég byrjaður að vinna fyrir merkið,“ segir Ryan glaður í bragði. Ryan er himinlifandi með ákvörðun sína um að flytja til Íslands. „Ég var ekki með fyrirfram mótaða hugmynd um hvað ég yrði lengi á Íslandi þegar ég kom fyrst en ég hef enga löngun til að snúa til baka aftur í bráð. Svo er líka orðið svo auðvelt að ferðast til og frá Íslandi þannig að landfræðilega staðsetningin truflar mig ekki.“ „Það var mikið ævintýri að koma til Íslands og fólk er oft hissa þegar ég segi því að ég sé að koma frá London, úr vinnu hjá Burberry. Ég þarf stundum að útskýra fyrir fólki hversu merkilegt 66°Norður er. Hér er unnið af mikilli ástríðu,“ segir Ryan sem sér mikla möguleika í merkinu sem 66°Norður er. „Það á sér magnaða sögu, og ég meina, Burberry byrjaði að hanna síðfrakka fyrir herinn og 66°Norður byrjaði á að hanna sjóklæði fyrir sjómenn, þannig að merkin eiga ýmislegt sameiginlegt.“ Mikil áhersla lögð á fjölskyldulífið„Annars geta stórborgir líka orðið þreytandi, ég skil vel að þær hljómi spennandi í eyrum fólks en íslenski lífsstíllinn er afar heillandi fyrir mér. Hér nær maður að sinna áhugamálunum vel og það snýst ekki allt um starfsframann.“ Ryan finnur mikinn mun á því að vinna fyrir stór fyrirtæki á borð við Burberry og Nike annars vegar og lítið fyrirtæki eins og 66°Norður hins vegar. „Munurinn er mikill. Burberry og Nike eru bæði frábær merki með áhugaverða sögu, eins og 66°Norður. En aðalmunurinn er sá að 66°Norður hefur svo mikla möguleika núna og ferðalagið að því að koma merkinu á alþjóðlegan markað er rétt að byrja.“ Inntur eftir því hver helsti munurinn á milli þess að vinna á Íslandi og í London almennt séð nefnir Ryan að hér á landi leggi fólk mikla áherslu á að sinna fjölskyldu- og einkalífinu vel. Eftir að Ryan flutti hingað tók hann fljótt eftir að hér er tekið mikið tillit til fjölskyldulífsins og fólk fær rými til að sinna börnunum og fjölskyldunni. „Sjálfur á ég ekki börn eða fjölskyldu en það er samt gaman að sjá þetta. Á Íslandi er þetta allt öðruvísi en annars staðar sem ég hef unnið. Hér er fólk ekkert litið hornauga ef það þarf að fara snemma úr vinnunni til að sækja börnin eða fara með þau til læknis. Og hérna er fólk ekki mikið í því að bóka fundi klukkan 16.00, þá er það meira að undirbúa sig fyrir lok dags,“ útskýrir Ryan sem finnst þessi vinnustaðamenning kærkomin tilbreyting.„Þetta mun gera mér kleift að finna betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, það er mér mikilvægt.“ Ryan hefur áhuga á útivist og hreyfingu og hefur tekist að sinna áhugamálum sínum töluvert síðan hann flutti til Íslands. „Hér á landi er dagurinn langur, maður vinnur ekki eins lengi og er ekki eins lengi að ferðast á milli staða eins og gerist gjarnan í stórborgum. Það fylgir því mikið frelsi að búa á Íslandi, þú getur verið kominn á nýjan áfangastað á tiltölulega stuttum tíma.“Lengri dagar heilla Löngu dagarnir sem eru að byrja að gera vart við sig núna heilla Ryan líka. „Þetta er ótrúlegt. Dagurinn er svo langur og maður getur gert ýmislegt eftir vinnu. Maður getur farið að spila golf um miðnætti!“ Ryan er greinilega ánægður á Íslandi og hefur tekist að aðlagast vel. „Ég er samt ekki farinn að læra íslensku, aðallega vegna þess að þið talið svo góða ensku,“ segir hann og hlær. „Fólk byrjar alltaf bara að tala góða ensku við mig, en þetta er líka erfitt tungumál?– en við sjáum hvað gerist.“
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira