Óvissan er jákvæð 11. maí 2017 14:00 Rauði liturinn er sóttur til afa sem gekk stundum í rauðum alfatnið. MYND/ANTON BRINK Árleg tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands (LHÍ) fór fram í Hörpu í síðustu viku. Þar sýndu tíu nemendur verk sín við góðar undirtektir gesta en sýningin var hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar skólans. Einn þeirra nemenda sem sýndu verk sín var Bergur Guðnason sem segir undirbúning sýningarinnar hafa verið mjög langt og krefjandi ferli. „Við byrjuðum rannsóknarvinnuna í lok nóvember á síðasta ári þar sem allir reyndu að finna einhvers konar þema fyrir línuna sína. Þessir 5-6 mánuðir voru líklega skemmtilegustu mánuðir lífs míns en jafnframt þeir erfiðustu. Útskriftarsýningin sjálf var afar vel sótt, ein sú mest sótta í sögu skólans, og við nemendur fengum alveg gríðarlega góð viðbrögð. Eini gallinn við að halda svona sýningu er að maður getur aldrei séð hana með berum augum því ég var alltaf baksviðs.“Afi töffari Þema verka Bergs byggðist á afa hans og alnafna sem lést fyrir níu árum. „Við vorum nánir vinir og hann var ein af fyrirmyndum mínum. Afi Bergur var mikill töffari sem keyrði um götur bæjarins á gylltum Jaguar með gullúr og stóran demantshring eins og maður myndi sjá í nútíma rappmyndbandi.“Ein af uppáhaldsflíkum Bergs úr eigin línu. Mokkaskinnið fékk hann frá Eggerti feldskera en hann segist aldrei hafa getað keypt eða fundið þennan rauða lit sjálfur.Afi hans var afreksmaður í íþróttum og í rannsóknarvinnu fyrir hönnun línunnar skoðaði Bergur margar myndir af honum til þess að veita sér innblástur. „Þetta tók mikið á tilfinningarnar í byrjun ferlisins því söknuðurinn er ennþá svo mikill. Hann var einnig lögfræðingur og á nokkrum stöðum í línunni notaðist ég við seinustu undirskriftina sem hann ritaði áður en hann lést. Rauður var ríkjandi hjá mér og er ástæðan sú að rauður var uppáhaldsliturinn hans enda var afi mikill Valsari. Meginmarkmið mitt var að reyna koma persónuleikanum og sjálfsörygginu hans afa í flíkurnar.“Jakki úr þykku hestaleðri en rauða feldinn fékk hann hjá Eggerti feldskera. „B“-ið á rennilásnum laser-skar Bergur úr stáli en bókstafinn B tók hann úr undirskrift afa síns.Bergur segist hafa verið heppinn að hafa fengið styrk frá Eggerti feldskera. „Eggert og fólkið hans, Harper og Anna Gulla, eru alveg ótrúlega hæfileikarík og það var mjög gaman að vinna með þeim. Annars vann ég mikið með klæðskera sem heitir Eva Lind en við náðum vel saman. Hún vinnur hratt en á sama tíma er hún nákvæm. Þessir tveir hlutir gera góða blöndu í ferli eins og þessu þegar maður er stöðugt að berjast við tímann.“Jákvæð óvissa Eftir útskrift er framhaldið óvissa en Bergur lítur jákvæðum augum á alla óvissu. „Planið er að fara út til Parísar eða London eftir jól. Fyrst þarf ég þó að safna öllum verkum mínum eftir námið og búa til portfolio. Svo er aldrei að vita nema maður stökkvi út ef það koma upp einhver spennandi tækifæri. Þessi bransi er erfiður og það eru hundruð útskriftarnema í fatahönnun um allan heim að sækja um hjá fyrirtækjum á sama tíma og ég. Annars snýst bransinn mikið um sambönd. Ég kynntist nokkrum aðilum í París þegar ég var þar í starfsnámi sem eru vel tengdir inn í bransann og mun klárlega nýta mér það.“ Bergur og bekkurinn hans opna sýningu á útskriftarverkum sínum í Listasafn Reykjavíkur næsta laugardag, 13. maí, og stendur hún yfir til 21. maí. Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Árleg tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands (LHÍ) fór fram í Hörpu í síðustu viku. Þar sýndu tíu nemendur verk sín við góðar undirtektir gesta en sýningin var hluti af viðamikilli dagskrá útskriftarhátíðar skólans. Einn þeirra nemenda sem sýndu verk sín var Bergur Guðnason sem segir undirbúning sýningarinnar hafa verið mjög langt og krefjandi ferli. „Við byrjuðum rannsóknarvinnuna í lok nóvember á síðasta ári þar sem allir reyndu að finna einhvers konar þema fyrir línuna sína. Þessir 5-6 mánuðir voru líklega skemmtilegustu mánuðir lífs míns en jafnframt þeir erfiðustu. Útskriftarsýningin sjálf var afar vel sótt, ein sú mest sótta í sögu skólans, og við nemendur fengum alveg gríðarlega góð viðbrögð. Eini gallinn við að halda svona sýningu er að maður getur aldrei séð hana með berum augum því ég var alltaf baksviðs.“Afi töffari Þema verka Bergs byggðist á afa hans og alnafna sem lést fyrir níu árum. „Við vorum nánir vinir og hann var ein af fyrirmyndum mínum. Afi Bergur var mikill töffari sem keyrði um götur bæjarins á gylltum Jaguar með gullúr og stóran demantshring eins og maður myndi sjá í nútíma rappmyndbandi.“Ein af uppáhaldsflíkum Bergs úr eigin línu. Mokkaskinnið fékk hann frá Eggerti feldskera en hann segist aldrei hafa getað keypt eða fundið þennan rauða lit sjálfur.Afi hans var afreksmaður í íþróttum og í rannsóknarvinnu fyrir hönnun línunnar skoðaði Bergur margar myndir af honum til þess að veita sér innblástur. „Þetta tók mikið á tilfinningarnar í byrjun ferlisins því söknuðurinn er ennþá svo mikill. Hann var einnig lögfræðingur og á nokkrum stöðum í línunni notaðist ég við seinustu undirskriftina sem hann ritaði áður en hann lést. Rauður var ríkjandi hjá mér og er ástæðan sú að rauður var uppáhaldsliturinn hans enda var afi mikill Valsari. Meginmarkmið mitt var að reyna koma persónuleikanum og sjálfsörygginu hans afa í flíkurnar.“Jakki úr þykku hestaleðri en rauða feldinn fékk hann hjá Eggerti feldskera. „B“-ið á rennilásnum laser-skar Bergur úr stáli en bókstafinn B tók hann úr undirskrift afa síns.Bergur segist hafa verið heppinn að hafa fengið styrk frá Eggerti feldskera. „Eggert og fólkið hans, Harper og Anna Gulla, eru alveg ótrúlega hæfileikarík og það var mjög gaman að vinna með þeim. Annars vann ég mikið með klæðskera sem heitir Eva Lind en við náðum vel saman. Hún vinnur hratt en á sama tíma er hún nákvæm. Þessir tveir hlutir gera góða blöndu í ferli eins og þessu þegar maður er stöðugt að berjast við tímann.“Jákvæð óvissa Eftir útskrift er framhaldið óvissa en Bergur lítur jákvæðum augum á alla óvissu. „Planið er að fara út til Parísar eða London eftir jól. Fyrst þarf ég þó að safna öllum verkum mínum eftir námið og búa til portfolio. Svo er aldrei að vita nema maður stökkvi út ef það koma upp einhver spennandi tækifæri. Þessi bransi er erfiður og það eru hundruð útskriftarnema í fatahönnun um allan heim að sækja um hjá fyrirtækjum á sama tíma og ég. Annars snýst bransinn mikið um sambönd. Ég kynntist nokkrum aðilum í París þegar ég var þar í starfsnámi sem eru vel tengdir inn í bransann og mun klárlega nýta mér það.“ Bergur og bekkurinn hans opna sýningu á útskriftarverkum sínum í Listasafn Reykjavíkur næsta laugardag, 13. maí, og stendur hún yfir til 21. maí.
Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira