Úr Djúpinu á diskinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2017 09:15 Saxaðri steinseljunni er sáldrað hressilega yfir réttinn og dass af góðri extra virgin ólífuolíu og sítrónubátur eru borin fram með. Vísir/Ernir Mér fannst liggja vel við að bjóða upp á þennan rétt, hann er einfaldur að gerð en rosalega góður matur. Bláskelin er ein þeirra flottu íslensku afurða sem stóðu okkur til boða núna og við gripum tækifærið,“ segir Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari á Essensia, Hverfisgötu 4-6 í Reykjavík. Hákon Már kveðst hafa fengið kræklinginn vestan úr Ísafjarðardjúpi, þar sem hann sé ræktaður á köðlum. „Þegar maður framreiðir kræklinginn með pasta verður úr honum meiri máltíð en ella og pastað hefur þann eiginleika að grípa í sig allt bragð úr því sem maður eldar með því. Hvítvínið, laukurinn og hvítlaukurinn verður allt að góðu soði sem pastað grípur, síðan gerir smjörið þetta extra ljúffengt. Kræklingapasta er ekta réttur núna þegar vorið og sumarið er að koma. Með því verður til máltíð án mikillar fyrirhafnar og tilvalin með hvítvíni.“ Hákon Már hefur verið viðloðandi íslensk veiðihús síðustu átta ár og er enn að reka veiðihúsið við Norðurá. Nýlega opnaði hann veitingastaðinn Essensia við Hverfisgötuna, beint á móti Ingólfi Arnarsyni, og segir hann fara mjög vel af stað. Þar er hann með ítalskt þema. En hefur hann verið með bláskel áður á matseðlinum? „Ég hef eldað krækling í áraraðir, líka erlendis, bjó í Lúxemborg í þrjú ár og hef verið svolítið í Frakklandi, þar er mjög mikið um þessa vöru. Við eldum dálítið pasta hér á Essensia og bláskelin finnst mér falla mjög vel að því.“ Íslensk bláskel og pasta linguini Fyrir fjóra 800 g fersk bláskel 400 g gott linguini-pasta, ferskt eða þurrkað 4 skalottlaukar saxaðir 4 hvítlauksrif í þunnum sneiðum 1 búnt söxuð steinselja Örlítið af þurrkuðum chili-flögum eftir smekk Um 300 ml hvítvín 100 g smjör í bitum 1 sítróna, skorin í sex báta Ólífuolía Salt eftir smekkHákon Már kveðst vanur að elda krækling og finnst hann falla vel að ítalska þemanu á Essensía.Skolið og undirbúið kræklinginn. Verið viss um að skeljar séu lokaðar og tínið burt þær sem eru opnar. Setjið linguini-pasta yfir til suðu í miklu vatni eftir leiðbeiningum á umbúðum en sjóðið það einni til tveimur mínútum skemur en segir á pakkningunni. Svitið laukinn, hvítlaukinn, chili-flögurnar og 2 sítrónubáta í ólífuolíu á miðlungshita. Best er að gera þennan rétt í pönnu fyrir hvern og einn (einnig er hægt að skipta þessari uppskrift í tvennt og laga í 2 pönnum.) Bætið við kræklingnum og hækkið aðeins hitann. Eftir skamma stund þegar góður hiti hefur myndast í pönnunni er hvítvíni skellt saman við og lok sett á pönnuna. Kræklingurinn er látinn krauma í pönnu með loki þar til hann opnast og nær eldun í gegn, um það bil tvær mínútur (fer aðeins eftir magni og hita). Sigtið pastað úr suðuvatninu og setjið í kræklingapönnuna. Bætið smjörinu saman við og ögn af salti. Sveiflið pastanu og kræklingnum saman í pönnunni í um það bil hálfa mínútu, þá drekkur pastað í sig gott hvítvíns-kræklingasoðið og smjörið samlagast til að mynda flotta og ljúffenga áferð á pastanu. Skiptið jafnt upp í fjórar skálar og soðinu einnig. Sáldrið saxaðri steinseljunni hressilega yfir réttinn. Dass af góðri extra virgin ólífuolíu og sítrónubátur eru borin fram með réttinum. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Mér fannst liggja vel við að bjóða upp á þennan rétt, hann er einfaldur að gerð en rosalega góður matur. Bláskelin er ein þeirra flottu íslensku afurða sem stóðu okkur til boða núna og við gripum tækifærið,“ segir Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari á Essensia, Hverfisgötu 4-6 í Reykjavík. Hákon Már kveðst hafa fengið kræklinginn vestan úr Ísafjarðardjúpi, þar sem hann sé ræktaður á köðlum. „Þegar maður framreiðir kræklinginn með pasta verður úr honum meiri máltíð en ella og pastað hefur þann eiginleika að grípa í sig allt bragð úr því sem maður eldar með því. Hvítvínið, laukurinn og hvítlaukurinn verður allt að góðu soði sem pastað grípur, síðan gerir smjörið þetta extra ljúffengt. Kræklingapasta er ekta réttur núna þegar vorið og sumarið er að koma. Með því verður til máltíð án mikillar fyrirhafnar og tilvalin með hvítvíni.“ Hákon Már hefur verið viðloðandi íslensk veiðihús síðustu átta ár og er enn að reka veiðihúsið við Norðurá. Nýlega opnaði hann veitingastaðinn Essensia við Hverfisgötuna, beint á móti Ingólfi Arnarsyni, og segir hann fara mjög vel af stað. Þar er hann með ítalskt þema. En hefur hann verið með bláskel áður á matseðlinum? „Ég hef eldað krækling í áraraðir, líka erlendis, bjó í Lúxemborg í þrjú ár og hef verið svolítið í Frakklandi, þar er mjög mikið um þessa vöru. Við eldum dálítið pasta hér á Essensia og bláskelin finnst mér falla mjög vel að því.“ Íslensk bláskel og pasta linguini Fyrir fjóra 800 g fersk bláskel 400 g gott linguini-pasta, ferskt eða þurrkað 4 skalottlaukar saxaðir 4 hvítlauksrif í þunnum sneiðum 1 búnt söxuð steinselja Örlítið af þurrkuðum chili-flögum eftir smekk Um 300 ml hvítvín 100 g smjör í bitum 1 sítróna, skorin í sex báta Ólífuolía Salt eftir smekkHákon Már kveðst vanur að elda krækling og finnst hann falla vel að ítalska þemanu á Essensía.Skolið og undirbúið kræklinginn. Verið viss um að skeljar séu lokaðar og tínið burt þær sem eru opnar. Setjið linguini-pasta yfir til suðu í miklu vatni eftir leiðbeiningum á umbúðum en sjóðið það einni til tveimur mínútum skemur en segir á pakkningunni. Svitið laukinn, hvítlaukinn, chili-flögurnar og 2 sítrónubáta í ólífuolíu á miðlungshita. Best er að gera þennan rétt í pönnu fyrir hvern og einn (einnig er hægt að skipta þessari uppskrift í tvennt og laga í 2 pönnum.) Bætið við kræklingnum og hækkið aðeins hitann. Eftir skamma stund þegar góður hiti hefur myndast í pönnunni er hvítvíni skellt saman við og lok sett á pönnuna. Kræklingurinn er látinn krauma í pönnu með loki þar til hann opnast og nær eldun í gegn, um það bil tvær mínútur (fer aðeins eftir magni og hita). Sigtið pastað úr suðuvatninu og setjið í kræklingapönnuna. Bætið smjörinu saman við og ögn af salti. Sveiflið pastanu og kræklingnum saman í pönnunni í um það bil hálfa mínútu, þá drekkur pastað í sig gott hvítvíns-kræklingasoðið og smjörið samlagast til að mynda flotta og ljúffenga áferð á pastanu. Skiptið jafnt upp í fjórar skálar og soðinu einnig. Sáldrið saxaðri steinseljunni hressilega yfir réttinn. Dass af góðri extra virgin ólífuolíu og sítrónubátur eru borin fram með réttinum.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira