Það gerir mig glaða að skauta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 09:15 Ísold Fönn var sigursæl á skautamóti í ítölsku Ölpunum. Mynd/Elísabet Kristjánsdóttir Ísold Fönn er 10 ára og skarar fram úr í listhlaupi á skautum á evrópskan mælikvarða. Hún var mikið erlendis í vetur. Hvenær skyldi hún hafa byrjað að æfa? Ég byrjaði fimm ára í hokký og fljótlega síðan í listskautum. Hún á heima á Mörðudal á Fjöllum. Eru einhver vötn þar sem hún getur rennt sér á? Það er fullt af vötnum heima hjá mér á Möðrudal en ekki alltaf hægt að nota þau því þau eru ekki alltaf frosin eða slétt. Hvað finnst þér best við skautaíþróttina? Það gerir mig glaða að skauta og ég nýt lífsins þar. Hvað hefur þú aðallega lært? Að halda jafnvægi í alls kyns æfingum, spinna og stökkva. Svo lærir maður líka að dansa og hlusta á tónlistina í takt við sporin. Hvar hefur þú keppt erlendis og hvernig hefur gengið? Ég hef keppt í Ríga í Lettlandi, Búdapest í Ungverjalandi, Bratislava í Slóvakíu, Celje í Slóveníu, Genf í Sviss, Canazei á Ítalíu, Innsbruck í Austurríki, Sofíu í Búlgaríu og Belgrad í Serbíu. Það hefur bara gengið fínt að keppa, hef oftast verið að lenda í topp 4 sætunum.Svífandi um svellið!Ætlar þú að halda áfram að vera úti í löndum á veturna? Ég ætla mér að halda áfram að keppa í útlöndum en ég er að æfa með Skautafélagi Akureyrar. Lærir þú eitthvað af grunnskólafögum úti? Ég tek alltaf skólabækur með mér og læri bara það sem krakkarnir í bekknum mínum eru að læra. Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Á stórmótum að keppa á skautum og ferðast um heiminn. Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? Fara á Þjóðhátíð og ferðast hringinn í kringum landið og njóta lífsins í sveitinni okkar. En þess á milli verð ég í skemmtilegum æfingabúðum á skautum með fullt af öðrum krökkum. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Ísold Fönn er 10 ára og skarar fram úr í listhlaupi á skautum á evrópskan mælikvarða. Hún var mikið erlendis í vetur. Hvenær skyldi hún hafa byrjað að æfa? Ég byrjaði fimm ára í hokký og fljótlega síðan í listskautum. Hún á heima á Mörðudal á Fjöllum. Eru einhver vötn þar sem hún getur rennt sér á? Það er fullt af vötnum heima hjá mér á Möðrudal en ekki alltaf hægt að nota þau því þau eru ekki alltaf frosin eða slétt. Hvað finnst þér best við skautaíþróttina? Það gerir mig glaða að skauta og ég nýt lífsins þar. Hvað hefur þú aðallega lært? Að halda jafnvægi í alls kyns æfingum, spinna og stökkva. Svo lærir maður líka að dansa og hlusta á tónlistina í takt við sporin. Hvar hefur þú keppt erlendis og hvernig hefur gengið? Ég hef keppt í Ríga í Lettlandi, Búdapest í Ungverjalandi, Bratislava í Slóvakíu, Celje í Slóveníu, Genf í Sviss, Canazei á Ítalíu, Innsbruck í Austurríki, Sofíu í Búlgaríu og Belgrad í Serbíu. Það hefur bara gengið fínt að keppa, hef oftast verið að lenda í topp 4 sætunum.Svífandi um svellið!Ætlar þú að halda áfram að vera úti í löndum á veturna? Ég ætla mér að halda áfram að keppa í útlöndum en ég er að æfa með Skautafélagi Akureyrar. Lærir þú eitthvað af grunnskólafögum úti? Ég tek alltaf skólabækur með mér og læri bara það sem krakkarnir í bekknum mínum eru að læra. Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Á stórmótum að keppa á skautum og ferðast um heiminn. Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? Fara á Þjóðhátíð og ferðast hringinn í kringum landið og njóta lífsins í sveitinni okkar. En þess á milli verð ég í skemmtilegum æfingabúðum á skautum með fullt af öðrum krökkum.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira