Leggja Skálholtskirkju lið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2017 08:45 Karlakór Grafarvogs hefur orð fyrir frjálslega framkomu. Það er gaman að geta hnýtt saman söng og góðar hugmyndir. Gestir á tónleikunum okkar geta síðar horft á gluggana í Skálholtskirkju í fullvissu um að þeir hafi lagt sitt af mörkum til viðgerða á þeim.“ Þetta segir Hans Unnþór Ólason, formaður Karlakórs Grafarvogs sem syngur í Skálholtskirkju í dag, 13. maí, klukkan 15 til ágóða fyrir Verndarsjóð kirkjunnar. „Við höfum verið í kórbúðum í Skálholti undanfarin ár í góðu yfirlæti, skemmt okkur vel og tekið miklum framförum þannig að Skálholt á sérstakan sess í okkar hjörtum. Nú fáum við tækifæri til að sýna þakklæti okkar.“ Hans segir lagavalið létt og fjölbreytt. „Við höfum gert dálítið að því að láta útsetja fyrir kórinn, Íris Erlingsdóttir, stjórnandinn okkar, gerir það meðal annarra. Erum að syngja eftir Leonard Cohen, lag sem Johnny Cash gerði ódauðlegt, Hryssuna bláu og fleira skemmtilegt. Einnig eru lög tileinkuð íslensku sveitinni, perlur eins og Þú komst í hlaðið og Undir dalanna sól, svo nokkuð sé nefnt. Svo erum við með hörku hljóðfæraleikara með okkur.“ Karlakór Grafarvogs hefur sungið í Skálholtskirkju áður, að sögn Hans. „Einu sinni var kirkjan full af ferðamönnum, leiðsögumaðurinn bað okkur að syngja og við gerðum það að sjálfsögðu þó það væri óundirbúið. Ein konan fór að gráta þegar við sungum Kvöldið er fagurt, hún var þá nýbúin að missa pabba sinn og fannst lagið svo angurvært.“ Aðgangseyrir að tónleikunum í dag er 2.500 krónur. Hans kveðst vona að sem flestir njóti þeirra og leggi brýnu málefni lið í leiðinni. Einn af gluggum Skálholtskirkju.Um glugga Gerðar Helgadóttur Þó smíði Skálholtskirkju lyki árið 1963 voru gluggarnir komnir í hana 1959. Gefendur þeirra voru Ludwig Storr, stórkaupmaður í Reykjavík, bróðir hans Edward Storr, Svend Lois Foght í Kaupmannahöfn og fjölskyldur þeirra. Eftir stóru jarðskjálftana 2000 og 2008 komu í ljós skemmdir í gluggunum. Nú hefur verið ákveðið að þeir verði allir teknir niður og sendir til Þýskalands. Heildarkostnaður vegna viðgerðanna verður á bilinu 50 til 70 miljónir. Skálholtsfélag hið nýja beitti sér fyrir stofnun Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju, sem safnar frjálsum framlögum til viðgerðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Það er gaman að geta hnýtt saman söng og góðar hugmyndir. Gestir á tónleikunum okkar geta síðar horft á gluggana í Skálholtskirkju í fullvissu um að þeir hafi lagt sitt af mörkum til viðgerða á þeim.“ Þetta segir Hans Unnþór Ólason, formaður Karlakórs Grafarvogs sem syngur í Skálholtskirkju í dag, 13. maí, klukkan 15 til ágóða fyrir Verndarsjóð kirkjunnar. „Við höfum verið í kórbúðum í Skálholti undanfarin ár í góðu yfirlæti, skemmt okkur vel og tekið miklum framförum þannig að Skálholt á sérstakan sess í okkar hjörtum. Nú fáum við tækifæri til að sýna þakklæti okkar.“ Hans segir lagavalið létt og fjölbreytt. „Við höfum gert dálítið að því að láta útsetja fyrir kórinn, Íris Erlingsdóttir, stjórnandinn okkar, gerir það meðal annarra. Erum að syngja eftir Leonard Cohen, lag sem Johnny Cash gerði ódauðlegt, Hryssuna bláu og fleira skemmtilegt. Einnig eru lög tileinkuð íslensku sveitinni, perlur eins og Þú komst í hlaðið og Undir dalanna sól, svo nokkuð sé nefnt. Svo erum við með hörku hljóðfæraleikara með okkur.“ Karlakór Grafarvogs hefur sungið í Skálholtskirkju áður, að sögn Hans. „Einu sinni var kirkjan full af ferðamönnum, leiðsögumaðurinn bað okkur að syngja og við gerðum það að sjálfsögðu þó það væri óundirbúið. Ein konan fór að gráta þegar við sungum Kvöldið er fagurt, hún var þá nýbúin að missa pabba sinn og fannst lagið svo angurvært.“ Aðgangseyrir að tónleikunum í dag er 2.500 krónur. Hans kveðst vona að sem flestir njóti þeirra og leggi brýnu málefni lið í leiðinni. Einn af gluggum Skálholtskirkju.Um glugga Gerðar Helgadóttur Þó smíði Skálholtskirkju lyki árið 1963 voru gluggarnir komnir í hana 1959. Gefendur þeirra voru Ludwig Storr, stórkaupmaður í Reykjavík, bróðir hans Edward Storr, Svend Lois Foght í Kaupmannahöfn og fjölskyldur þeirra. Eftir stóru jarðskjálftana 2000 og 2008 komu í ljós skemmdir í gluggunum. Nú hefur verið ákveðið að þeir verði allir teknir niður og sendir til Þýskalands. Heildarkostnaður vegna viðgerðanna verður á bilinu 50 til 70 miljónir. Skálholtsfélag hið nýja beitti sér fyrir stofnun Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju, sem safnar frjálsum framlögum til viðgerðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira