Hafa hreiðrað um sig í niðurníddu hjólhýsi í Ljósheimum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. maí 2017 07:00 Mennirnir hófu að gista í hjólhýsinu um helgina. vísir/gva Um síðustu helgi hófu menn að gista í hjólhýsi sem er í niðurníðslu á bílastæði við blokkarlengju í Ljósheimum. Íbúi í blokk þar segir ljóst að menn séu að nota þetta sem húsaskjól og sökum þess að þar sé ekki hreinlætisaðstaða hafi sést til þeirra að gera þarfir sínar á bak við runna við lóðina. Þetta valdi íbúum óþægindum. Íbúinn segir að hann gruni nágranna sinn um að eiga hjólhýsið, hann sé að minnsta kosti skráður fyrir trukknum sem lagt er upp við hjólhýsið. Annar nágranni hans segist hafa gengið á eigandann, en hann hafi hreytt í hann svörum; að vel gæti verið að menn hefðu athvarf í hjólhýsinu en hann væri búinn að selja það. Hjólhýsið hefur þó ekki verið fært, hafi það verið selt. Nágrannar eru uggandi yfir ástandinu. Mennirnir geri þarfir sínar á lóðinni, en ekki síst vegna þess að bak við hjólhýsið er leikvöllur og börn leiki sér þar. Íbúinn segist í samtali við Fréttablaðið hafa talað við lögregluna vegna málsins sem hafi sagt honum að svona búseta væri á gráu svæði. Fyrst og fremst væri þetta málefni heilbrigðisnefndar borgarinnar. Íbúinn hefur hingað til ekki náð sambandi við nefndina. Hann segir bíl hafa komið með mennina og sótt að minnsta kosti einn þeirra að því er virðist vera til vinnu. Því veltir hann fyrir sér hvort um verkamenn sé að ræða sem hafi ekki annað úrræði. Hann segir þetta óþægilegt fyrir íbúa. Menn séu farnir að ímynda sér að mennirnir gætu verið þjófar eða að þarna sé verið að selja fíkniefni. Hjólhýsið hefur áður valdið nágrönnum óþægindum. Það fauk á hvolf í vetur og var á hvolfi þar til lögreglan rak á eftir eigandanum að reisa það við og hurðin brotnaði af. Hún er enn þá brotin og hefur tréspjaldi verið komið fyrir en ekki er hægt að læsa eða loka hjólhýsinu. Ítrekað var reynt að ná sambandi við manninn sem talinn er enn eiga hjólhýsið við vinnslu fréttarinnar, án árangurs. Því er ekki ljóst hvort um er að ræða hústökumenn, leigjendur eða nýja eigendur hjólhýsisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Um síðustu helgi hófu menn að gista í hjólhýsi sem er í niðurníðslu á bílastæði við blokkarlengju í Ljósheimum. Íbúi í blokk þar segir ljóst að menn séu að nota þetta sem húsaskjól og sökum þess að þar sé ekki hreinlætisaðstaða hafi sést til þeirra að gera þarfir sínar á bak við runna við lóðina. Þetta valdi íbúum óþægindum. Íbúinn segir að hann gruni nágranna sinn um að eiga hjólhýsið, hann sé að minnsta kosti skráður fyrir trukknum sem lagt er upp við hjólhýsið. Annar nágranni hans segist hafa gengið á eigandann, en hann hafi hreytt í hann svörum; að vel gæti verið að menn hefðu athvarf í hjólhýsinu en hann væri búinn að selja það. Hjólhýsið hefur þó ekki verið fært, hafi það verið selt. Nágrannar eru uggandi yfir ástandinu. Mennirnir geri þarfir sínar á lóðinni, en ekki síst vegna þess að bak við hjólhýsið er leikvöllur og börn leiki sér þar. Íbúinn segist í samtali við Fréttablaðið hafa talað við lögregluna vegna málsins sem hafi sagt honum að svona búseta væri á gráu svæði. Fyrst og fremst væri þetta málefni heilbrigðisnefndar borgarinnar. Íbúinn hefur hingað til ekki náð sambandi við nefndina. Hann segir bíl hafa komið með mennina og sótt að minnsta kosti einn þeirra að því er virðist vera til vinnu. Því veltir hann fyrir sér hvort um verkamenn sé að ræða sem hafi ekki annað úrræði. Hann segir þetta óþægilegt fyrir íbúa. Menn séu farnir að ímynda sér að mennirnir gætu verið þjófar eða að þarna sé verið að selja fíkniefni. Hjólhýsið hefur áður valdið nágrönnum óþægindum. Það fauk á hvolf í vetur og var á hvolfi þar til lögreglan rak á eftir eigandanum að reisa það við og hurðin brotnaði af. Hún er enn þá brotin og hefur tréspjaldi verið komið fyrir en ekki er hægt að læsa eða loka hjólhýsinu. Ítrekað var reynt að ná sambandi við manninn sem talinn er enn eiga hjólhýsið við vinnslu fréttarinnar, án árangurs. Því er ekki ljóst hvort um er að ræða hústökumenn, leigjendur eða nýja eigendur hjólhýsisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira