Lífið

Gummi Ben rifjar upp meiðslasöguna: „Fifty-fifty“ hvort það ætti að taka fótinn við hné

Atli Ísleifsson skrifar
„Árið 1996, þegar ég slít í fimmta sinn, þá kom það alveg upp í hugann: „Er þetta ekki orðið fínt, Gummi?“ Það hjálpaði ekki að ég fékk sýkingu í kjölfarið og var mér tilkynnt á Borgarspítalanum að það væri„fifty-fifty“ hvort það ætti að taka fótinn við hné,“ segir Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, þegar hann rifjar upp meiðslasögu sína í fótboltanum í þættinum Um víðan völl í umsjón Loga Bergmann sem sýndur verður í kvöld.

Gummi segir að orð læknanna hafi vissulega slegið hann, en ekki nægilega fast til að hann setti skóna á hilluna. „Og ég spilaði í tólf, þrettán ár eftir það,“ segir Gummi.

Hann segir að ef hann hefði ekki verið á mála hjá belgísku liði á þessum tíma hefði hann líklegast hætt í boltanum. „Ef ég hefði verið hérna heima þá hefði maður bara gefist upp. Þetta var vinnan mín og það snerist allt um að ná sér aftur inn á völlinn eins fljótt og möguleiki væri á,“ segir Gummi.

Gummi Ben er fyrsti gestur Loga Bergmann í þáttunum Um víðan völl sem verða á dagskrá Stöðvar 2 næstu sex þriðjudagskvöld klukkan 19:55.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×