Eltir ekki tískuna en safnar kjólum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. maí 2017 15:15 Á Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu setur Thelma inn myndir og fróðleik um kjólana. Rauða kjólinn kallar Thelma Kaffibaunakjólinn út frá munstrinu. Líklega er hann frá árinu 1960 en hún keypti hann í Rauðakrossbúðinni. mynd/stefán Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira