Eltir ekki tískuna en safnar kjólum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. maí 2017 15:15 Á Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu setur Thelma inn myndir og fróðleik um kjólana. Rauða kjólinn kallar Thelma Kaffibaunakjólinn út frá munstrinu. Líklega er hann frá árinu 1960 en hún keypti hann í Rauðakrossbúðinni. mynd/stefán Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira