Eltir ekki tískuna en safnar kjólum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. maí 2017 15:15 Á Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu setur Thelma inn myndir og fróðleik um kjólana. Rauða kjólinn kallar Thelma Kaffibaunakjólinn út frá munstrinu. Líklega er hann frá árinu 1960 en hún keypti hann í Rauðakrossbúðinni. mynd/stefán Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“ Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira