Eltir ekki tískuna en safnar kjólum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. maí 2017 15:15 Á Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu setur Thelma inn myndir og fróðleik um kjólana. Rauða kjólinn kallar Thelma Kaffibaunakjólinn út frá munstrinu. Líklega er hann frá árinu 1960 en hún keypti hann í Rauðakrossbúðinni. mynd/stefán Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“ Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Sjá meira
Thelma Jónsdóttir safnar vintage kjólum og hefur notað þá alla. Hún leitar uppi fróðleik um kjólana og heldur utan um safnið á Facebook. Frá því ég var unglingur hef ég ekki farið hefðbundnar leiðir í fatavali og áhuginn á vintage fötum vaknaði snemma. Í fyrstu keypti ég bara einn og einn kjól þar til kjólarnir tóku alfarið yfir. Undanfarin tíu ár hef ég nær eingöngu gengið í gömlum kjólum og því hefur kjólasafnið stækkað ansi hratt,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Í kjólasafni Thelmu eru um 120 kjólar í dag sem hún hefur keypt á flóamörkuðum og í vintagebúðum víða um heim, flesta í Berlín þar sem hún bjó í nokkur ár. Marga þeirra hefur hún átt í meira en tuttugu ár og notar reglulega.„Ég er lítið fyrir að fylgja tískustraumum og er hrifnust af kjólum frá tímabilinu 1955 til 1975. Efnin og gæðin á saumaskapnum á þessum tíma voru miklu meiri en nú og oft voru kjólarnir sérsaumaðir. Þeir eru því margir einstakir og það heillar mig,“ segir Thelma. „Smám saman hafa kjólarnir orðið að áhugamáli hjá mér. Ef það er ferðalag til útlanda framundan leggst ég í rannsóknarvinnu áður og leita uppi spennandi búðir eða markaði til að kaupa kjóla. Meðan aðrir fara á söfn fer ég í vintagebúðir,“ segir Thelma.„Það er þó ákveðinn munur á second hand búðum og vintage. Auðvitað geta leynst dýrindis vintage flíkur inni á milli í verslunum sem selja notaðar fíkur. Ég er reyndar orðin ansi lunkin í að finna þær innan um annað. Ég veit að hverju ég er að leita.“Safnið á Facebook Eftir tiltekt í fataskápnum um páskana stofnaði Thelma Facebook-síðuna Kjólasafn Thelmu. Þangað setur hún inn ljósmyndir af kjólum og fylgihlutum eins og handtöskum og skóm, ásamt upplýsingum.„Mig langaði til þess að halda betur til haga upplýsingum um kjólana, til dæmis hvar þeir voru keyptir. Eins hef ég reynt að aldursgreina kjólana og get fylgt eftir ýmsum vísbendingum til þess, svo sem hvort rennilásinn er úr málmi, frágangi sauma og hvort þvottaleiðbeiningar eru í orðum eða táknum. Ef nafn framleiðanda kemur fram á miða er hægt að fylgja því eftir. Ég á til dæmis nokkra kjóla frá þýska merkinu Trevira sem framleiðir meðal annars efni í íþróttafatnað í dag. Ég sendi línu á fyrirtækið ásamt mynd af kjól og spurðist fyrir. Ég fékk svar um hæl og upplýsingar um kjólinn og meira að segja nokkrar gamlar auglýsingar frá fyrirtækinu á þessum tíma.Facebook-síðan átti í fyrstu bara að vera fyrir mig og mína nánustu en nú hafa mörg hundruð manns líkað við síðuna. Vinsældirnar komu mér skemmtilega á óvart. Það væri auðvitað algjör draumur að komast í samband við einhvern sérfræðing í að aldursgreina föt sem gæti skoðað safnið mitt með mér.“
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“