Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var afar vonsvikinn með dómgæsluna í Rúmeníu í gær. vísir/andri marinó Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“ Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“
Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39