Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var afar vonsvikinn með dómgæsluna í Rúmeníu í gær. vísir/andri marinó Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“ Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. Snemma leiks lýstu íslenskir handboltaáhugamenn óánægju sinni með frammistöðu tékkneska dómaraparsins á samfélagsmiðlum. Eftir leik kom í ljós að Valsmenn deildu þeirri skoðun og Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Fréttablaðið að leiknum loknum. „Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir svona leik. Þetta er skrýtin tilfining sem maður hefur aldrei upplifað áður. Ég er mjög sár,“ sagði Óskar Bjarni. Hann segir að það sé augljóst mál, að tékknesku dómararnir voru keyptir til að dæma rúmenska liðinu í hag og tryggja að liðið færi áfram í úrslitaleik keppninnar. „Það er pottþétt að dómararnir voru keyptir. Það eru stór orð en ég stend við þau,“ sagði Óskar Bjarni enn fremur. Hann viðurkennir fúslega að Valsmenn hefðu getað gert margt betur í leiknum. „Við nýttum færin illa í fyrri hálfleik sem við gerðum betur í síðari hálfleik. En vörn og markvarsla hefðu mátt vera betri. Að því sögðu er ég algerlega sannfærður um að það er sama hvernig þessi leikur hefði þróast – dómgæslan var slík að niðurstaðan hefði alltaf átt að fara á þennan veg.“ Hann segir að eftirlitsdómari leiksins hefði ekki brugðist við athugasemdum Vals um að áhorfendur væru með hljóðnema og flautu í stúkunni. „Það var ekkert hlustað á okkur og ekki hægt að ná sambandi við dómarana. Þetta er sorglegt fyrir handboltann, að svona lagað sé að gerast árið 2017. Við höfum talað við lögfræðing og erum að íhuga að kæra. En úrslitin munu eflaust standa, sama hvað gerist núna. Nú munum við bara einbeita okkur að úrslitakeppninni heima.“
Handbolti Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39