Vilja eyða neikvæðni með jákvæðni Guðný Hrönn skrifar 2. maí 2017 07:00 Brynjar Oddgeirsson er höfðingi ættbálksins Regnboga stríðsmenn en slagorð hópsins má sjá á húfunni hans. Vísir/Ernir „Træbið varð til þegar ég horfði í kringum mig 24 ára gamall og tengdi ekkert við stjórnmálaflokkana svo ég vildi búa til mitt eigið hugtak eða hóp. Ég áttaði mig á því að sólin og regnið væru uppspretta lífs og að þegar þau sameinast á himnum myndast regnboginn svo mér fannst Regnbogastríðsmenn tilvalið nafn sérstaklega þar sem mér fannst einnig vanta smá liti í tilveruna,“ útskýrir Bryngjar Oddgeirsson, forsprakki hópsins eða „træbsins“ Rainbow Warriors. Spurður út í tilgang hópsins segir Brynjar m.a. aukna jákvæðni vera markmiðið. „Tilgangurinn fyrir okkur sem heild er að eyða neikvæðni með jákvæðni og nota alla liti regnbogans til þess að mála heiminn. Fyrir einstaklinginn er það að elta draumana sína því við trúum að það geri okkur sem hamingjusömust. Og þegar maður er hamingjusamur þá er maður betur í stakk búinn til að mála heiminn, sem er myndlíking fyrir að deila jákvæðni. Svo styðja allir innan hópsins hver við annan, ekki þannig að öllum er boðið í afmælið þitt heldur bara almenn virðing og stuðningur því við höfum það sameiginlega markmið að lifa drauminn okkar og gera heiminn fallegan,“ útskýrir Brynjar. Hann segir svo mikilvægt að meðlimir hjálpi öðrum eftir bestu getu. „Þetta snýst um samvinnu en ekki samkeppni og við hjálpum þeim sem eru skrefinu fyrir aftan okkur.“ Brynjar segir að um 30 manns séu þegar búnir að skrá sig í félagsskapinn síðan heimasíða hópsins fór í loftið en einnig eru nokkuð fleiri, eða um 50, búnir að kaupa vörur af Regnbogastríðsmönnunum. „Það eru mjög margir hópar út um allan heim að spretta upp sem hafa sama markmið og við. Fólk er að átta sig á því að breytingar eru nauðsynlegar og að við getum ekki lengur treyst á stjórnmálamenn heldur þurfum við sjálf að vera breytingin. Ég er í sambandi við nokkra leiðtoga (eða höfðingja eins og ég kalla mig) slíkra hópa í Bandaríkjunum og í grunninn ganga allir hóparnir út á það að styrkja meðlimina með þekkingu, gleði og innblæstri svo að þeir sjálfir geti orðið leiðtogar eða höfðingjar í sínu eigin lífi. Enda er raunverulegt hlutverk leiðtoga að búa til fleiri leiðtoga.“ Brynjar bendir á að ekki þurfi að líta langt til að finna mikla neikvæðni – en hann segir einu leiðina til að eyða henni vera með jákvæðni. „Allt sem við hugsum, segjum og gerum er annaðhvort neikvætt eða jákvætt. Neikvætt er t.d. að dæma, öfunda, baktala, stela, ljúga og blekkja en jákvætt er t.d. að styðja, hrósa, gleðja, hlusta, skapa, rækta og deila. Annaðhvort ertu að spila fyrir neikvæða eða jákvæða liðið og Regnbogastríðsmenn er jákvæða liðið. Ef þú heldur að það sé ekki þörf fyrir þetta horfðu þá á fréttir og kíktu inn í alþingissal og spurðu þig hvort sé meira um jákvæðni eða neikvæðni. Eina leiðin til þess að eyða neikvæðni er með jákvæðni.“ Heimasíðu hópsins má finna á slóðinni www.rwtribe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
„Træbið varð til þegar ég horfði í kringum mig 24 ára gamall og tengdi ekkert við stjórnmálaflokkana svo ég vildi búa til mitt eigið hugtak eða hóp. Ég áttaði mig á því að sólin og regnið væru uppspretta lífs og að þegar þau sameinast á himnum myndast regnboginn svo mér fannst Regnbogastríðsmenn tilvalið nafn sérstaklega þar sem mér fannst einnig vanta smá liti í tilveruna,“ útskýrir Bryngjar Oddgeirsson, forsprakki hópsins eða „træbsins“ Rainbow Warriors. Spurður út í tilgang hópsins segir Brynjar m.a. aukna jákvæðni vera markmiðið. „Tilgangurinn fyrir okkur sem heild er að eyða neikvæðni með jákvæðni og nota alla liti regnbogans til þess að mála heiminn. Fyrir einstaklinginn er það að elta draumana sína því við trúum að það geri okkur sem hamingjusömust. Og þegar maður er hamingjusamur þá er maður betur í stakk búinn til að mála heiminn, sem er myndlíking fyrir að deila jákvæðni. Svo styðja allir innan hópsins hver við annan, ekki þannig að öllum er boðið í afmælið þitt heldur bara almenn virðing og stuðningur því við höfum það sameiginlega markmið að lifa drauminn okkar og gera heiminn fallegan,“ útskýrir Brynjar. Hann segir svo mikilvægt að meðlimir hjálpi öðrum eftir bestu getu. „Þetta snýst um samvinnu en ekki samkeppni og við hjálpum þeim sem eru skrefinu fyrir aftan okkur.“ Brynjar segir að um 30 manns séu þegar búnir að skrá sig í félagsskapinn síðan heimasíða hópsins fór í loftið en einnig eru nokkuð fleiri, eða um 50, búnir að kaupa vörur af Regnbogastríðsmönnunum. „Það eru mjög margir hópar út um allan heim að spretta upp sem hafa sama markmið og við. Fólk er að átta sig á því að breytingar eru nauðsynlegar og að við getum ekki lengur treyst á stjórnmálamenn heldur þurfum við sjálf að vera breytingin. Ég er í sambandi við nokkra leiðtoga (eða höfðingja eins og ég kalla mig) slíkra hópa í Bandaríkjunum og í grunninn ganga allir hóparnir út á það að styrkja meðlimina með þekkingu, gleði og innblæstri svo að þeir sjálfir geti orðið leiðtogar eða höfðingjar í sínu eigin lífi. Enda er raunverulegt hlutverk leiðtoga að búa til fleiri leiðtoga.“ Brynjar bendir á að ekki þurfi að líta langt til að finna mikla neikvæðni – en hann segir einu leiðina til að eyða henni vera með jákvæðni. „Allt sem við hugsum, segjum og gerum er annaðhvort neikvætt eða jákvætt. Neikvætt er t.d. að dæma, öfunda, baktala, stela, ljúga og blekkja en jákvætt er t.d. að styðja, hrósa, gleðja, hlusta, skapa, rækta og deila. Annaðhvort ertu að spila fyrir neikvæða eða jákvæða liðið og Regnbogastríðsmenn er jákvæða liðið. Ef þú heldur að það sé ekki þörf fyrir þetta horfðu þá á fréttir og kíktu inn í alþingissal og spurðu þig hvort sé meira um jákvæðni eða neikvæðni. Eina leiðin til þess að eyða neikvæðni er með jákvæðni.“ Heimasíðu hópsins má finna á slóðinni www.rwtribe.com.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira