Félag framhaldsskólakennara harmar „yfirtöku Tækniskólans á Fjölbrautaskólanum við Ármúla“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2017 12:49 Tækniskólinn. Vísir/Pjetur Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla að því er segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna frétta um að sameining skólanna sé á döfinni. Í yfirlýsingunni segir að að rekstarform skólanna sé ólíkt, Tækniskólinn sé einkarekinn skóli en Fjölbrautaskólinn við Ármúla ríkisskóli. Segir þar jafnframt að aðgerðin beri með sér að þarna sé verið að reyna að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Á Íslandi hefur stefnan verið sú að allir hafi jöfn tækifæri til náms og að menntun sé hluti af velferðarkerfinu en ekki vettvangur markaðsvæðingar. Það er verulegt áhyggjuefni ef ætlunin er að einkavæða menntakerfið einn skóla í einu, eins og þessi aðgerð ber með sér,“ segir í yfirlýsingunni. Harmar félagið þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í málinu og segir félagið að kalla megi sameiningaráformin „yfirtöku Tækniskólans á Fjölbrautaskólanum við Ármúla“. „Stór hópur nemenda og fjöldi starfsfólks bíður nú í óvissu um framtíð sína. Það þolir enga bið að kalla þennan hóp saman og upplýsa ítarlega um framhald málsins,“ segir í yfirlýsinginnu þar sem einnig er kallað eftir skýrri aðgerðaráætlun og rökstuðningi fyrir ákvörðun um sameiningu með tilliti til rekstarlegra og faglegra sjónarmiða.Yfirlýsing Félags framhaldsskólakennara í heild sinni„Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Rekstrarform þeirra og áherslur eru ólíkar. Tækniskólinn er einkarekinn skóli með framlagi frá ríkinu í eigu nokkurra félagasamtaka og hefur starfað frá 2008 en Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkisskóli, stofnaður 1981.Á Íslandi hefur stefnan verið sú að allir hafi jöfn tækifæri til náms og að menntun sé hluti af velferðarkerfinu en ekki vettvangur markaðsvæðingar. Það er verulegt áhyggjuefni ef ætlunin er að einkavæða menntakerfið einn skóla í einu, eins og þessi aðgerð ber með sér.Ástæða þess að framhaldsskólar eru opinberar stofnanir er sú að hlutverk þeirra er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hætt er við að þessar hugmyndir fari forgörðum ef þær eru að fullu settar í hendur einkaaðila.Félag framhaldsskólakennara harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið um að það sem kalla má yfirtöku Tækniskólans á Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stór hópur nemenda og fjöldi starfsfólks bíður nú í óvissu um framtíð sína. Það þolir enga bið að kalla þennan hóp saman og upplýsa ítarlega um framhald málsins.“ Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Stjórnarandstaðan segir hneyksli að færa FÁ undir einkarekinn Tækniskóla án samráðs við Alþingi Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag að til standi að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir Tækniskóla Íslands sem er einkarekinn skóli. 4. maí 2017 11:52 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla að því er segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna frétta um að sameining skólanna sé á döfinni. Í yfirlýsingunni segir að að rekstarform skólanna sé ólíkt, Tækniskólinn sé einkarekinn skóli en Fjölbrautaskólinn við Ármúla ríkisskóli. Segir þar jafnframt að aðgerðin beri með sér að þarna sé verið að reyna að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Á Íslandi hefur stefnan verið sú að allir hafi jöfn tækifæri til náms og að menntun sé hluti af velferðarkerfinu en ekki vettvangur markaðsvæðingar. Það er verulegt áhyggjuefni ef ætlunin er að einkavæða menntakerfið einn skóla í einu, eins og þessi aðgerð ber með sér,“ segir í yfirlýsingunni. Harmar félagið þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í málinu og segir félagið að kalla megi sameiningaráformin „yfirtöku Tækniskólans á Fjölbrautaskólanum við Ármúla“. „Stór hópur nemenda og fjöldi starfsfólks bíður nú í óvissu um framtíð sína. Það þolir enga bið að kalla þennan hóp saman og upplýsa ítarlega um framhald málsins,“ segir í yfirlýsinginnu þar sem einnig er kallað eftir skýrri aðgerðaráætlun og rökstuðningi fyrir ákvörðun um sameiningu með tilliti til rekstarlegra og faglegra sjónarmiða.Yfirlýsing Félags framhaldsskólakennara í heild sinni„Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Rekstrarform þeirra og áherslur eru ólíkar. Tækniskólinn er einkarekinn skóli með framlagi frá ríkinu í eigu nokkurra félagasamtaka og hefur starfað frá 2008 en Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ríkisskóli, stofnaður 1981.Á Íslandi hefur stefnan verið sú að allir hafi jöfn tækifæri til náms og að menntun sé hluti af velferðarkerfinu en ekki vettvangur markaðsvæðingar. Það er verulegt áhyggjuefni ef ætlunin er að einkavæða menntakerfið einn skóla í einu, eins og þessi aðgerð ber með sér.Ástæða þess að framhaldsskólar eru opinberar stofnanir er sú að hlutverk þeirra er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hætt er við að þessar hugmyndir fari forgörðum ef þær eru að fullu settar í hendur einkaaðila.Félag framhaldsskólakennara harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið um að það sem kalla má yfirtöku Tækniskólans á Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stór hópur nemenda og fjöldi starfsfólks bíður nú í óvissu um framtíð sína. Það þolir enga bið að kalla þennan hóp saman og upplýsa ítarlega um framhald málsins.“
Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Stjórnarandstaðan segir hneyksli að færa FÁ undir einkarekinn Tækniskóla án samráðs við Alþingi Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag að til standi að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir Tækniskóla Íslands sem er einkarekinn skóli. 4. maí 2017 11:52 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Stjórnarandstaðan segir hneyksli að færa FÁ undir einkarekinn Tækniskóla án samráðs við Alþingi Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag að til standi að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir Tækniskóla Íslands sem er einkarekinn skóli. 4. maí 2017 11:52
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels