Lífið

Tíu ára dóttir Pattison skráði hana til leiks og mamman skildi salinn eftir agndofa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Æðislegur flutningur.
Æðislegur flutningur.
Sian Pattison mætti logandi hrædd í Britains Got Talent á dögunum en tíu ára dóttir hennar hafði skráð hana til leiks.

Þessi 31 árs kona steig á sviðið og heillaði dómarana með sinni fallegu söngrödd. Til að byrja með tók Pattison lag sem Simon Cowell var ekki sáttur við og stöðvaði dómarinn flutninginn. Cowell bað hana um að taka annað lag og mætti þá allt önnur söngkona á sviðið.

Hún gjörsamlega negldi lagið og voru dómararnir og áhorfendur í sal virkilega hrifnir. Hér að neðan má sjá þennan tilfinningaþrungna flutning.

Britains Got Talent er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×