Fann aftur ánægjuna við að semja tónlist og halda tónleika Guðný Hrönn skrifar 6. maí 2017 13:15 Sóley Stefánsdóttir heldur uppi stuðinu í Mengi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sóley Stefánsdóttir mun koma fram á tónleikum í kvöld í Mengi en tilefnið er nýjasta plata Sóleyjar sem ber heitið Endless Summer. Sóley segir nýju plötuna vera glaðværari en fyrri plötur og hún naut þess í botn að semja hana. Endless Summer, þriðja breiðskífa Sóleyjar Stefánsdóttur, kom út í gær en sú plata mun vera frábrugðin fyrri plötum hennar. „Ég gaf út plötuna Ask the Deep fyrir tveimur árum og hún var frekar þung, bæði í smíðum og flutningi. Eftir árs tónleikaferðalag fékk ég alveg nóg af því að spila hana, það er ótrúlegt hvað svona plata getur haft áhrif á andlega líðan. Ég kom heim, keypti mér flygil, málaði stúdíóið mitt gult og fjólublátt, settist niður og byrjaði að semja Endless Summer. Þarna var ég komin aftur á byrjunarreit. Ég og píanóið,“ útskýrir Sóley sem fékk mikla útrás við gerð plötunnar. „Mig langaði til að finna löngunina í að semja aftur, hún var nánast horfin og sömuleiðis ánægjan við tónleikahald. Endless Summer kom á fjórum mánuðum. Ég nánast ældi lögunum upp úr mér. Ég naut þess mikið að semja hana. Ég naut þess líka að vera heima í rútínu og með dóttur minni. Þessi tónleikaferðalög rífa mann svolítið í tætlur. Svo það fyndna við þetta allt saman að á þessari plötu hélt ég að ég hefði masterað þetta svokallaða gleðipopp af því að ég skellti inn nokkrum dúr-hljómum hér og þar en svo þegar ég leyfði fólki að hlusta þá var það víst ekki raunin! Sorgleg og falleg voru viðbrögðin. Endless Summer fjallar um von, fegurð og þrá.“ Spurð nánar út í titil plötunnar, Endless Summer, sem þýðist sem eilíft sumar, segir hún skammdegið í raun hafa veitt henni innblástur. „Titillinn kom áður en ég byrjaði að semja plötuna. Platan var samin í janúar/febrúarmyrkrinu. Ég er með glugga á stúdíóinu mínu svo ég verð vör við allar veðurbreytingar, ólíkt gluggalausum stúdíóum þá held ég að þessi gluggi hafi mikil áhrif á mig, að sjá dýnamíkina í veðrinu. Enda er þetta ekki beint sumarplata. Það er sumarþráin sem við finnum svo sterkt fyrir í skammdeginu. Það er líka þráin í þetta góða og bjarta. Fjarlægðin gerir fjöllin blá.“ „En íslenska sumarið er eins og draumur. Kemur og fer áður en þú áttar þig á því. Dagur verður að nótt sem verður að öðrum degi. Það er svolítið magnað og virðist svolítið endalaust þar til þér er kippt aftur inn í raunveruleikann.“ Hélt hún myndi aldrei semja mömmutónlistAðspurð um uppáhaldslag af plötunni segir Sóley: „Það breytist svo sem dag frá degi en núna er það fyrsta lag plötunnar, sem heitir Úa. Dóttir mín heitir Úlfhildur og ég samdi þetta lag til hennar. Ég, sem aldrei ætlaði að semja mömmutónlist. Þið vitið hvernig það er að eignast barn. Ég hélt það væri ekki hægt að elska svona mikið. Lagið er kannski aðeins sorglegt en það fjallar um að ég sé alltaf að fara frá henni. Það eina sem ég get sagt við hana er að ég komi alltaf aftur. Það tekur á fyrir okkur báðar. Svo er titillag plötunnar, Endless Summer, líka í miklu uppáhaldi. Það er svona sorglega fallegt sumarnæturlag.“ Sóley mun koma fram ásamt hljómsveit í kvöld klukkan 20.30 í Mengi og leyfa fólki að kynnast nýju plötunni. Hún lofar góðri stemningu.„Við ætlum að spila lög af plötunni, flest lögin allavega. Svo gömul lög í bland. Eftir tónleikana verður útgáfuhóf og þar getur fólk staldrað við, keypt sér eintak, kannski fengið sér smá í glas og spjallað. En þetta eru samt ekki útgáfutónleikar, ég ætla að halda útgáfutónleika í sumar með stærri hljómsveit.“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Sóley Stefánsdóttir mun koma fram á tónleikum í kvöld í Mengi en tilefnið er nýjasta plata Sóleyjar sem ber heitið Endless Summer. Sóley segir nýju plötuna vera glaðværari en fyrri plötur og hún naut þess í botn að semja hana. Endless Summer, þriðja breiðskífa Sóleyjar Stefánsdóttur, kom út í gær en sú plata mun vera frábrugðin fyrri plötum hennar. „Ég gaf út plötuna Ask the Deep fyrir tveimur árum og hún var frekar þung, bæði í smíðum og flutningi. Eftir árs tónleikaferðalag fékk ég alveg nóg af því að spila hana, það er ótrúlegt hvað svona plata getur haft áhrif á andlega líðan. Ég kom heim, keypti mér flygil, málaði stúdíóið mitt gult og fjólublátt, settist niður og byrjaði að semja Endless Summer. Þarna var ég komin aftur á byrjunarreit. Ég og píanóið,“ útskýrir Sóley sem fékk mikla útrás við gerð plötunnar. „Mig langaði til að finna löngunina í að semja aftur, hún var nánast horfin og sömuleiðis ánægjan við tónleikahald. Endless Summer kom á fjórum mánuðum. Ég nánast ældi lögunum upp úr mér. Ég naut þess mikið að semja hana. Ég naut þess líka að vera heima í rútínu og með dóttur minni. Þessi tónleikaferðalög rífa mann svolítið í tætlur. Svo það fyndna við þetta allt saman að á þessari plötu hélt ég að ég hefði masterað þetta svokallaða gleðipopp af því að ég skellti inn nokkrum dúr-hljómum hér og þar en svo þegar ég leyfði fólki að hlusta þá var það víst ekki raunin! Sorgleg og falleg voru viðbrögðin. Endless Summer fjallar um von, fegurð og þrá.“ Spurð nánar út í titil plötunnar, Endless Summer, sem þýðist sem eilíft sumar, segir hún skammdegið í raun hafa veitt henni innblástur. „Titillinn kom áður en ég byrjaði að semja plötuna. Platan var samin í janúar/febrúarmyrkrinu. Ég er með glugga á stúdíóinu mínu svo ég verð vör við allar veðurbreytingar, ólíkt gluggalausum stúdíóum þá held ég að þessi gluggi hafi mikil áhrif á mig, að sjá dýnamíkina í veðrinu. Enda er þetta ekki beint sumarplata. Það er sumarþráin sem við finnum svo sterkt fyrir í skammdeginu. Það er líka þráin í þetta góða og bjarta. Fjarlægðin gerir fjöllin blá.“ „En íslenska sumarið er eins og draumur. Kemur og fer áður en þú áttar þig á því. Dagur verður að nótt sem verður að öðrum degi. Það er svolítið magnað og virðist svolítið endalaust þar til þér er kippt aftur inn í raunveruleikann.“ Hélt hún myndi aldrei semja mömmutónlistAðspurð um uppáhaldslag af plötunni segir Sóley: „Það breytist svo sem dag frá degi en núna er það fyrsta lag plötunnar, sem heitir Úa. Dóttir mín heitir Úlfhildur og ég samdi þetta lag til hennar. Ég, sem aldrei ætlaði að semja mömmutónlist. Þið vitið hvernig það er að eignast barn. Ég hélt það væri ekki hægt að elska svona mikið. Lagið er kannski aðeins sorglegt en það fjallar um að ég sé alltaf að fara frá henni. Það eina sem ég get sagt við hana er að ég komi alltaf aftur. Það tekur á fyrir okkur báðar. Svo er titillag plötunnar, Endless Summer, líka í miklu uppáhaldi. Það er svona sorglega fallegt sumarnæturlag.“ Sóley mun koma fram ásamt hljómsveit í kvöld klukkan 20.30 í Mengi og leyfa fólki að kynnast nýju plötunni. Hún lofar góðri stemningu.„Við ætlum að spila lög af plötunni, flest lögin allavega. Svo gömul lög í bland. Eftir tónleikana verður útgáfuhóf og þar getur fólk staldrað við, keypt sér eintak, kannski fengið sér smá í glas og spjallað. En þetta eru samt ekki útgáfutónleikar, ég ætla að halda útgáfutónleika í sumar með stærri hljómsveit.“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira