Lífið

Svala: „Þegar það er showtime, þá fer maður alla leið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir og íslenski Eurovision hópurinn stígur á svið í Eurovision þorpinu ásamt hinum keppendum Eurovision frá Norðurlöndunum. Þá verður haldið skandinavíupartý. 

„Þetta er búið að vera svo skemmtilegt og maður er búin að kynnast svo mikið af fólki,“ segir Svala Björgvinsdóttir á Hilton Hótelinu í Kænugarði í dag.

„Það eru rosalega mikið að tækifærum að skapast fyrir mig og vináttan á milli keppanda er rosalega mikil. Ég er búin að kynnast rosalega mikið af öðrum keppendum og það er búið að ganga svo vel og ég er bara að njóta.“

Svala segist ekki vera stressuð heldur meira ofsalega spennt.

„Þetta er bara mikill spenningur. Ég keppni í dómararennslinu á mánudaginn sem hefur fimmtíu prósent vægi á móti símakosningunni og það er bara mjög mikilvægt. Ég er hreinlega að keppa þá, á mánudaginn og síðan á þriðjudag í beinni útsendingu. Dómararennslið er alveg jafn mikilvægt og þriðjudagskvöldið. Auðvitað verða fiðrildi og allt þegar að þessu kemur, og svona smá stress en það er bara gott.“

Svala ætlar að flytja lagið 250 prósent á mánudagskvöldið og einnig á þriðjudagskvöldið.

„Núna er ég meira að gera þetta svona áttatíu prósent, því ég er að spara orkuna og röddina. Svo þegar það er showtime, þá fer maður alla leið með flutninginn og orkuna líka.“

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu LífsinsFacebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.