Lífið

Nicki Minaj ætlar að borga skólagjöld aðdáenda sinna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nicki Minaj
Nicki Minaj Vísir/Getty
Rapparinn Nicki Minaj segist ætla að borga skólagjöld aðdáenda sinna í háskóla ef þeir geti sannað að þeir séu fyrirmyndarnemendur.

Hún birti færslu þess efnis á Twitter síðu sinni fyrr í dag og sagðist vera dauðans alvara.

Beiðnum um styrk fór svo að rigna inn. Flestar beiðnirnar voru um upphæð undir 1000 dollurum eða um 106 þúsund krónum. Einn aðdáandi bað þó um 6000 dollara, eða 635 þúsund krónur. Minaj sættist á að borga upphæðina ef viðkomandi gæti sannað fyrir henni í hvað peningarnir færu.

Auðævi Minaj eru þó ekki ótæmanleg og gantaðist hún með að ef hún gæfi öllum pening yrði hún allslaus. Að lokum voru 30 aðdáendur valdir sem fá rausnarlegan námsstyrk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×