Lífið

„Leit við og þá stóð Justin Timberlake þar bara sultuslakur“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Justin Timberlake hefur notið sín á landinu síðustu daga.
Justin Timberlake hefur notið sín á landinu síðustu daga. Vísir/Getty
„Var að afgreiða einkaþotu í vinnunni áðan þegar einhver sagði "good morning". Leit við og þá stóð Justin Timberlake þar bara sultuslakur,“ skrifar Aron Elvar Finnsson, starfsmaður Akureyrarflugvallar, á Twitter síðu sinni.

Aron Elvar segir þar frá því að poppgoðið hafi flogið frá Akureyri í morgun, en hann hefur dvalið hér á landi undanfarna daga ásamt eiginkonu sinni, Jessicu Biel.

Timberlake birti mynd á Instagram síðu sinni fyrr í dag þar sem hann segist vera að æfa golf sveifluna og virðist hann vera staddur upp á jökli, eða að minnsta kosti er hann kappklæddur.

When you're heli-boarding but you need to get some reps in on your golf swing...

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×