Lífið

Þessi tilraun til að fara út með ruslið mistókst herfilega

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tókst ekki alveg.
Tókst ekki alveg. Vísir
Háskólalífið og öll sú ábyrgð sem fylgir því getur reynst sumum erfið. Eitt af því sem háskólanemendur komast að þegar þeir flytja að heiman er að það fer enginn út með ruslið fyrir þig, nema þú sú sjálfur.

Þetta er sá veggur sem breski háskólanemandinn Natalie Smith virðist hafa rekið sig á á dögunum þegar hún fór út með ruslið. Dró hún þungan pokann á eftir sér og ætlaði hún sér að kasta pokanum í ruslagáminn með fremur afleitum árangri.

Sjá má kastið misheppnaða í myndbandinu hér að neðan. Smith hefur öðlast heimsfrægð en tísti með myndbandinu hefur verið deilt um 100 þúsund sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×