Lífið

Michael Fassbender reyndist vera hörku breikdansari

Birgir Olgeirsson skrifar
Írinn Michael Fassbender hefur getið sér gott orð fyrir leik í kvikmyndum en hann býr yfir einum leyndum hæfileika. Í spjallþætti Graham Norton uppljóstraði hann að hann hefði farið í gegnum breikdans-tímabil á níunda áratug síðustu aldar.

Fassbender er á ferð á flugi um heiminn að kynna nýjustu myndina sem hann leikur í, Alien: Covenant. Um er að ræða framhald Prometheus þar sem Fassbender leikur aftur vélmennið David.

Hann sagði frá því í þættinum að hann vildi láta David dansa við kredit-lista Prometheus en sagði leikstjórann Ridley Scott ekki hafa verið hrifinn af þeirri hugmynd.

Hann var því beðinn um að sýna nokkra takta í spjallþætti David Norton og kom á óvart með svanadýfu og orminum sem sjá má hér fyrir neðan: 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×