Nám í tölvuleikjagerð fær ekki hljómgrunn Sæunn Gísladóttir skrifar 9. maí 2017 15:30 Tölvuleikjamarkaðurinn veltir stjarnfræðilegum upphæðum. vísir/afp Ljóst er að nám á tölvuleikjabraut hjá Keili mun ekki hefjast næstkomandi haust líkt og stefnt hefur verið að undanfarna mánuði. Um fjörutíu nemendur höfðu lýst yfir áhuga að hefja námið í haust en menntamálaráðuneytið hefur ekki samþykkt námið. „Þetta er svo undarlegt. Við erum búin að vera að undirbúa þetta í þrjú ár, fyrst var svar menntamálaráðuneytisins að við vorum ekki með leyfi til að bjóða upp á nám til stúdentspróf. Svo fengum við það leyfi fyrir einu og hálfu ári, þá var svarið að það væri ekki til fjármagn. Þá fórum við í vikunni á fund í ráðuneytinu og sögðumst vera búin að finna fjármagn úr okkar eigin fjármagnsleiðum, við ætluðum bara að færa til úr einum lið yfir í annan. En þá kom svarið frá ráðuneytinu að lögfræðingur teldi að það væri ekki hægt," segir Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis. „Kerfið er að segja nei á meðan atvinnulífið bíður eftir lausnum. Það var eins og væri sama hvað lausn við værum að finna, það er einhver kergja að sé bætt við þetta námsframboð." Fréttablaðið greindi frá því í byrjun mars að Keilir væri að vinna að námsbrautarinnar og inntöku 60 nemenda á hana. Keilir hafði í samstarfi við CCP og aðra tölvuleikjaframleiðendur á Íslandi, ásamt Samtökum leikjaframleiðenda og alþjóðlegum skólum í tölvuleikjagerð, unnið að þriggja ára námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð.Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis.Námið var meðal annars þróað til að bregðast við bæði þörfum atvinnulífsins og óskum fyrirtækja um að eiga aðgang að vel menntuðu fólki til starfa innan greinarinnar. „Það er alltaf verið að segja að við þurfum að bregðast við ákalli atvinnulífsins en svo þegar skólar ætla að bregðast við þá stoppar þetta einhvers staðar og þetta er ekki í fyrsta skiptið. Það er erfitt þegar þú ert með atvinnulíf sem hreyfist rosalega hratt. Ef skólakerfið á ekki að geta aðlagað sig hratt að kröfum atvinnulífsins þá verða nemendur alltaf á eftir," segir Arnbjörn. Hann segir að forsvarsmenn Keilis muni halda áfram að berjast fyrir náminu. „Við ætlum að halda áfram að berjast við að fá að bæta við námsflóruna sem er hérna." Tengdar fréttir Tölvuleikjagerð kennd á nýrri námsbraut Keilir á Ásbrú vinnur að því að stofna nýja námsbraut í tölvuleikjagerð. Samþykkis menntamálaráðuneytisins er beðið og stendur ekki á neinu öðru. Áætlað að taka inn 60 nemendur í haust. Samstarf við erlenda háskóla í farvatni 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Ljóst er að nám á tölvuleikjabraut hjá Keili mun ekki hefjast næstkomandi haust líkt og stefnt hefur verið að undanfarna mánuði. Um fjörutíu nemendur höfðu lýst yfir áhuga að hefja námið í haust en menntamálaráðuneytið hefur ekki samþykkt námið. „Þetta er svo undarlegt. Við erum búin að vera að undirbúa þetta í þrjú ár, fyrst var svar menntamálaráðuneytisins að við vorum ekki með leyfi til að bjóða upp á nám til stúdentspróf. Svo fengum við það leyfi fyrir einu og hálfu ári, þá var svarið að það væri ekki til fjármagn. Þá fórum við í vikunni á fund í ráðuneytinu og sögðumst vera búin að finna fjármagn úr okkar eigin fjármagnsleiðum, við ætluðum bara að færa til úr einum lið yfir í annan. En þá kom svarið frá ráðuneytinu að lögfræðingur teldi að það væri ekki hægt," segir Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis. „Kerfið er að segja nei á meðan atvinnulífið bíður eftir lausnum. Það var eins og væri sama hvað lausn við værum að finna, það er einhver kergja að sé bætt við þetta námsframboð." Fréttablaðið greindi frá því í byrjun mars að Keilir væri að vinna að námsbrautarinnar og inntöku 60 nemenda á hana. Keilir hafði í samstarfi við CCP og aðra tölvuleikjaframleiðendur á Íslandi, ásamt Samtökum leikjaframleiðenda og alþjóðlegum skólum í tölvuleikjagerð, unnið að þriggja ára námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð.Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis.Námið var meðal annars þróað til að bregðast við bæði þörfum atvinnulífsins og óskum fyrirtækja um að eiga aðgang að vel menntuðu fólki til starfa innan greinarinnar. „Það er alltaf verið að segja að við þurfum að bregðast við ákalli atvinnulífsins en svo þegar skólar ætla að bregðast við þá stoppar þetta einhvers staðar og þetta er ekki í fyrsta skiptið. Það er erfitt þegar þú ert með atvinnulíf sem hreyfist rosalega hratt. Ef skólakerfið á ekki að geta aðlagað sig hratt að kröfum atvinnulífsins þá verða nemendur alltaf á eftir," segir Arnbjörn. Hann segir að forsvarsmenn Keilis muni halda áfram að berjast fyrir náminu. „Við ætlum að halda áfram að berjast við að fá að bæta við námsflóruna sem er hérna."
Tengdar fréttir Tölvuleikjagerð kennd á nýrri námsbraut Keilir á Ásbrú vinnur að því að stofna nýja námsbraut í tölvuleikjagerð. Samþykkis menntamálaráðuneytisins er beðið og stendur ekki á neinu öðru. Áætlað að taka inn 60 nemendur í haust. Samstarf við erlenda háskóla í farvatni 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Tölvuleikjagerð kennd á nýrri námsbraut Keilir á Ásbrú vinnur að því að stofna nýja námsbraut í tölvuleikjagerð. Samþykkis menntamálaráðuneytisins er beðið og stendur ekki á neinu öðru. Áætlað að taka inn 60 nemendur í haust. Samstarf við erlenda háskóla í farvatni 1. mars 2017 07:00