Loftslagsvísindamenn segja upp New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 10:30 New York Times liggur undir gagnrýni vegna ráðningar á þekktum loftslagsafneitara. Vísir/EPA Bandaríska dagblaðið New York Times hefur misst áskrifendur eftir að stjórnendur þess ákváðu að ráða þekktan afneitara loftslagsvísinda til að skrifa skoðanapistla í blaðið. Vísindamenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu blaðsins. Times réði nýlega íhaldssama álitsgjafann Bret Stephens sem áður skrifaði pistla í Wall Street Journal. Hann er einn fjölda íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum og orsökum þeirra. Ráðningin vakti strax hörð viðbrögð, meðal annars þekktra loftslagsvísindamanna. Viðkvæði þeirra var að sjálfsagt væri að blaðið birti ólíkar skoðanir á síðum sínum en að það sem Stephens hefði fram að færa væru hreinar rangfærslur um loftslagsmál. Ekki bætti úr skák þegar einn ritstjóra blaðsins varði ráðninguna, meðal annars með þeim orðum að hún hefði vakið reiði „vinstrisinnaðra gagnrýnenda“. Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eins og Michael Mann og Stefan Rahmstorf sögðu áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið. The @NYTimes hiring of climate denier didn't lead me to cancel subscription. Public editor's offensive response did: https://t.co/BRnmwKIBmX pic.twitter.com/En14mZVYoD— Michael E. Mann (@MichaelEMann) April 25, 2017 Aðrir, eins og tölfræðispekingurinn Nate Silver sem rekur síðuna FiveThirtyEight, bentu á kaldhæðni ráðningar Stephens í ljósi þess að slagorð New York Times eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur verið „Sannleikurinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr“.The Truth Is More Important Now Than Ever, Except If You're Reading Our Op-Ed Page pic.twitter.com/1bWM9IPM1k— Nate Silver (@NateSilver538) April 28, 2017 Þó að New York Times hafi sent lesendum sínum sérstaka tilkynningu þegar fyrsti pistill Stephens birtist virtust ekki allir starfsmenn blaðsins sáttir við ráðninguna. Útibússtjóri blaðsins í Kaíró deildi til dæmis á Stephens á Twitter vegna umdeildra ummæla hans um að Arabar þjáist af „sjúkdómi hugans“. Loftslagsblaðamenn New York Times vöktu einnig athygli á umfjöllun blaðsins um loftslagsmál á samfélagsmiðlum sama dag og pistill Stephens birtist. Þar mátti til dæmis nálgast upplýsingar sem hröktu fullyrðingar Stephens í pistlinum.Where to find NYT reporting on climate change: https://t.co/Q9izvisJSo pic.twitter.com/NsLw4S7heF— NYT Climate (@nytclimate) April 28, 2017 Stephens hefur ekki aðeins verið umdeildur vegna skrifa sinna um loftslagsmál. Í pistlum sínum í gegnum tíðina hefur hann meðal annars hamast gegn hreyfingunni Svört líf skipta máli í Bandaríkjunum og lýst vaxandi tíðni nauðgana í bandarískum háskólum sem „ímynduðum óvini“.CNN fékk loftslagsafneitara í viðtal á degi jarðarNew York Times er ekki eini fjölmiðillinn sem sætir gagnrýni fyrir hvernig hann hefur nálgast loftslagsmál undanfarið. Þannig vakti það athygli að CNN fékk annan þekktan loftslagsafneitara, William Happer, til að rökræða við „vísindagaurinn“ Bill Nye daginn sem fjölmenn vísindaganga var gengin víða um heim á degi jarðar um síðustu helgi. Lýsti Nye vonbrigðum sínum með að CNN hefði fengið Happer að borðinu. Happer, sem meðal annars hefur verið orðaður við stöðu aðalvísindaráðgjafa Donalds Trump, hefur meðal annars sagt að verið sé að „skrímslavæða“ koltvísýring á sama hátt og nasistar gerðu við gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Bandaríska dagblaðið New York Times hefur misst áskrifendur eftir að stjórnendur þess ákváðu að ráða þekktan afneitara loftslagsvísinda til að skrifa skoðanapistla í blaðið. Vísindamenn hafa lýst vonbrigðum sínum með afstöðu blaðsins. Times réði nýlega íhaldssama álitsgjafann Bret Stephens sem áður skrifaði pistla í Wall Street Journal. Hann er einn fjölda íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum og orsökum þeirra. Ráðningin vakti strax hörð viðbrögð, meðal annars þekktra loftslagsvísindamanna. Viðkvæði þeirra var að sjálfsagt væri að blaðið birti ólíkar skoðanir á síðum sínum en að það sem Stephens hefði fram að færa væru hreinar rangfærslur um loftslagsmál. Ekki bætti úr skák þegar einn ritstjóra blaðsins varði ráðninguna, meðal annars með þeim orðum að hún hefði vakið reiði „vinstrisinnaðra gagnrýnenda“. Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eins og Michael Mann og Stefan Rahmstorf sögðu áskrift sinni að blaðinu upp í kjölfarið. The @NYTimes hiring of climate denier didn't lead me to cancel subscription. Public editor's offensive response did: https://t.co/BRnmwKIBmX pic.twitter.com/En14mZVYoD— Michael E. Mann (@MichaelEMann) April 25, 2017 Aðrir, eins og tölfræðispekingurinn Nate Silver sem rekur síðuna FiveThirtyEight, bentu á kaldhæðni ráðningar Stephens í ljósi þess að slagorð New York Times eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur verið „Sannleikurinn er mikilvægari en nokkru sinni fyrr“.The Truth Is More Important Now Than Ever, Except If You're Reading Our Op-Ed Page pic.twitter.com/1bWM9IPM1k— Nate Silver (@NateSilver538) April 28, 2017 Þó að New York Times hafi sent lesendum sínum sérstaka tilkynningu þegar fyrsti pistill Stephens birtist virtust ekki allir starfsmenn blaðsins sáttir við ráðninguna. Útibússtjóri blaðsins í Kaíró deildi til dæmis á Stephens á Twitter vegna umdeildra ummæla hans um að Arabar þjáist af „sjúkdómi hugans“. Loftslagsblaðamenn New York Times vöktu einnig athygli á umfjöllun blaðsins um loftslagsmál á samfélagsmiðlum sama dag og pistill Stephens birtist. Þar mátti til dæmis nálgast upplýsingar sem hröktu fullyrðingar Stephens í pistlinum.Where to find NYT reporting on climate change: https://t.co/Q9izvisJSo pic.twitter.com/NsLw4S7heF— NYT Climate (@nytclimate) April 28, 2017 Stephens hefur ekki aðeins verið umdeildur vegna skrifa sinna um loftslagsmál. Í pistlum sínum í gegnum tíðina hefur hann meðal annars hamast gegn hreyfingunni Svört líf skipta máli í Bandaríkjunum og lýst vaxandi tíðni nauðgana í bandarískum háskólum sem „ímynduðum óvini“.CNN fékk loftslagsafneitara í viðtal á degi jarðarNew York Times er ekki eini fjölmiðillinn sem sætir gagnrýni fyrir hvernig hann hefur nálgast loftslagsmál undanfarið. Þannig vakti það athygli að CNN fékk annan þekktan loftslagsafneitara, William Happer, til að rökræða við „vísindagaurinn“ Bill Nye daginn sem fjölmenn vísindaganga var gengin víða um heim á degi jarðar um síðustu helgi. Lýsti Nye vonbrigðum sínum með að CNN hefði fengið Happer að borðinu. Happer, sem meðal annars hefur verið orðaður við stöðu aðalvísindaráðgjafa Donalds Trump, hefur meðal annars sagt að verið sé að „skrímslavæða“ koltvísýring á sama hátt og nasistar gerðu við gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira