Stúlka stungin af og skilin ein eftir á mannlausu hóteli Anton Egilsson skrifar 20. apríl 2017 22:19 Dóttir Berglindar Elíasdóttur var skilin ein eftir á hóteli í Varmahlíð. Vísir/Aðsent/Ernir Sextán ára unglingsstúlka sem var farþegi í strætó sem varð veðurtepptur í Varmahlíð yfir nótt vegna ófærðar var skilin þar ein eftir. Fékk hún þau fyrirheit að verða skutlað til Akureyrar morguninn eftir en ekkert varð af því þar sem strætóinn var á bak og burt. Stúlkan var á leið frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöldi en í Varmahlíð komst strætóinn ekki lengra vegna ófærðar. Var ákveðið að stúlkan og strætóbílstjórinn, sem voru tvö eftir í strætónum, myndu gista á hóteli í Varmahlíð yfir nótt. Hafi þau skipst á símanúmerum fyrir svefninn og sagðist strætóbílstjórinn ætla að hafa samband við hana áður en lagt yrði af stað um morguninn. Stúlkan hitti bílstjórann svo fyrir í morgunmatnum á hótelinu morguninn eftir en síðan ekki söguna meir að sögn móður hennar.Skilin eftir í tvígangSkömmu fyrir hádegi fékk stúlkan svo símtal sem hún hélt að væri frá strætóbílstjóranum en það reyndist vera frá stjórnstöð Strætó. Í símtalinu var henni tjáð að strætóinn sem átti að skutla henni til Akureyrar væri nú lagður af stað til Reykjavíkur og hún spurð hvort það væri ekki í lagi að hún færi bara með næsta vagni norður. Raunin varð hins vegar sú að þegar næsti strætó norður var mættur í Varmahlíð var hún ekki látin vita af því. Fór vagninn því áleiðis til Akureyrar án hennar. Stóð hún í þeirri trú að hún yrði látin vita þegar vagninn væri kominn.Ekkert haft samband við móðurina„Þetta er vítavert á svo margan hátt,” segir Berglind Elíasdóttir, móðir stúlkunnar, í samtali við Vísi en hún er afskaplega ósátt við vinnubrögð Strætó. Telur hún að ákvörðunin um að senda fyrri vagninn aftur til Reykjavíkur hafi verið tekin af öðrum starfsmönnum Strætó en strætóbílstjóranum. Henni finnst með ólíkindum að ekki hafi verið haft samband við sig og henni greint frá stöðu mála enda dóttir hennar enn ólögráða og hún því forráðamaður barnsins. Hún hafi þurft að hafa samband við Strætó að fyrra bragði og að þeir starfsmenn sem hún ræddi við hafi ekki verið af neinum vilja gerðir til að hjálpa henni að koma dóttur hennar heim sem fyrst. Fékk hún einungis þau skilaboð að dóttir hennar yrði að dúsa á hótelinu þar til að næsti strætó kæmi en það væri klukkan ellefu um kvöldið, í kvöld.Ein á mannlausu hóteliEftir ítrekaðar tilraunir gat Berglind ekki setið á sér lengur og lagði af stað til að sækja dóttur sína. Þegar hún mætti í Varmahlíð kom svo í ljós að stúlkan var ein á hótelinu. Hún segir að það verði að vera hægt að treysta aðilum sem þessum til þess að ganga úr skugga um að allt sé í lagi með börnin manns. „Þegar ég kem og sæki hana þá kemst ég að því að hún er ein á hótelinu. Það er bara mannlaust, þannig að barnið mitt er bara yfirgefin af starfsmönnum Strætó og starfsmönnum hótelsins alein. Þetta er náttúrulega bara fáranlegt,” segir Berglind.Jóhannes Rúnarsson.Farþegar beri eigin ábyrgðJóhannes Rúnarsson, framkvæmdarstjóri Strætó, sagðist í samtali við Vísi hafa heyrt söguna öðruvísi. Samkvæmt hans skilningi hefði stúlkan hreinlega misst af strætóferðinni norður á Akureyri. Hvort sem að viðskiptavinir séu ólögráða eða ekki beri þeir eigin ábyrgð á því að ná strætó á réttum tíma. „Við höldum ekki í höndina á viðskiptavinum okkar,” sagði Jóhannes og bætti við: „Strætó fylgir ákveðinni tímaáætlun og viðskiptavinir bera svo ábyrgð á því að vera mættir í vagninn á réttum tíma.” Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Sjá meira
Sextán ára unglingsstúlka sem var farþegi í strætó sem varð veðurtepptur í Varmahlíð yfir nótt vegna ófærðar var skilin þar ein eftir. Fékk hún þau fyrirheit að verða skutlað til Akureyrar morguninn eftir en ekkert varð af því þar sem strætóinn var á bak og burt. Stúlkan var á leið frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöldi en í Varmahlíð komst strætóinn ekki lengra vegna ófærðar. Var ákveðið að stúlkan og strætóbílstjórinn, sem voru tvö eftir í strætónum, myndu gista á hóteli í Varmahlíð yfir nótt. Hafi þau skipst á símanúmerum fyrir svefninn og sagðist strætóbílstjórinn ætla að hafa samband við hana áður en lagt yrði af stað um morguninn. Stúlkan hitti bílstjórann svo fyrir í morgunmatnum á hótelinu morguninn eftir en síðan ekki söguna meir að sögn móður hennar.Skilin eftir í tvígangSkömmu fyrir hádegi fékk stúlkan svo símtal sem hún hélt að væri frá strætóbílstjóranum en það reyndist vera frá stjórnstöð Strætó. Í símtalinu var henni tjáð að strætóinn sem átti að skutla henni til Akureyrar væri nú lagður af stað til Reykjavíkur og hún spurð hvort það væri ekki í lagi að hún færi bara með næsta vagni norður. Raunin varð hins vegar sú að þegar næsti strætó norður var mættur í Varmahlíð var hún ekki látin vita af því. Fór vagninn því áleiðis til Akureyrar án hennar. Stóð hún í þeirri trú að hún yrði látin vita þegar vagninn væri kominn.Ekkert haft samband við móðurina„Þetta er vítavert á svo margan hátt,” segir Berglind Elíasdóttir, móðir stúlkunnar, í samtali við Vísi en hún er afskaplega ósátt við vinnubrögð Strætó. Telur hún að ákvörðunin um að senda fyrri vagninn aftur til Reykjavíkur hafi verið tekin af öðrum starfsmönnum Strætó en strætóbílstjóranum. Henni finnst með ólíkindum að ekki hafi verið haft samband við sig og henni greint frá stöðu mála enda dóttir hennar enn ólögráða og hún því forráðamaður barnsins. Hún hafi þurft að hafa samband við Strætó að fyrra bragði og að þeir starfsmenn sem hún ræddi við hafi ekki verið af neinum vilja gerðir til að hjálpa henni að koma dóttur hennar heim sem fyrst. Fékk hún einungis þau skilaboð að dóttir hennar yrði að dúsa á hótelinu þar til að næsti strætó kæmi en það væri klukkan ellefu um kvöldið, í kvöld.Ein á mannlausu hóteliEftir ítrekaðar tilraunir gat Berglind ekki setið á sér lengur og lagði af stað til að sækja dóttur sína. Þegar hún mætti í Varmahlíð kom svo í ljós að stúlkan var ein á hótelinu. Hún segir að það verði að vera hægt að treysta aðilum sem þessum til þess að ganga úr skugga um að allt sé í lagi með börnin manns. „Þegar ég kem og sæki hana þá kemst ég að því að hún er ein á hótelinu. Það er bara mannlaust, þannig að barnið mitt er bara yfirgefin af starfsmönnum Strætó og starfsmönnum hótelsins alein. Þetta er náttúrulega bara fáranlegt,” segir Berglind.Jóhannes Rúnarsson.Farþegar beri eigin ábyrgðJóhannes Rúnarsson, framkvæmdarstjóri Strætó, sagðist í samtali við Vísi hafa heyrt söguna öðruvísi. Samkvæmt hans skilningi hefði stúlkan hreinlega misst af strætóferðinni norður á Akureyri. Hvort sem að viðskiptavinir séu ólögráða eða ekki beri þeir eigin ábyrgð á því að ná strætó á réttum tíma. „Við höldum ekki í höndina á viðskiptavinum okkar,” sagði Jóhannes og bætti við: „Strætó fylgir ákveðinni tímaáætlun og viðskiptavinir bera svo ábyrgð á því að vera mættir í vagninn á réttum tíma.”
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Sjá meira