Ganga fyrir vísindi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. apríl 2017 08:45 Kalina Karpalova vísindamaður við Líffræðideild HÍ, Anna Heiða Ólafsdóttir, í stjórn Samtaka kvenna í vísindum, Bryndís Marteinsdóttir, formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags, Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga, Sigrún Ólafsdóttir, félagsfræðingur og prófessor við HÍ, og Henning Úlfarsson, stærðfræðingur og lektor við HR. Visir/GVA Hugmyndin að vísindagöngu á Degi jarðar kviknaði í Bandaríkjunum í tilefni af ákvörðunum Donalds Trump um að virða vísindi á sviði loftslagsmála að vettugi. Úr henni varð alþjóðahreyfing svo í dag verður gengið víða um lönd í þágu vísindanna. Í Reykjavík verður lagt upp frá Skólavörðuholti klukkan 13. Erna Magnúsdóttir er forseti Vísindafélags Íslendinga. Hún segir niðurskurð fjármagns til vísindaiðkana í Bandaríkjunum hafa víðtæk áhrif og takmarka möguleika fólks til að stunda rannsóknir og miðla þekkingu sinni. „Ef Bandaríkjastjórn ætlar í alvörunni að afneita loftslagsvísindum þá snertir það alla á jörðinni, meðal annars okkur Íslendinga,“ segir hún og heldur áfram: „Bandaríkjamenn setja tóninn í stóru samhengi, bæði menga þeir þjóða mest en hafa líka verið leiðandi á flestum sviðum vísinda lengi, þannig að ef þeir draga úr stuðningi við rannsóknir og uppgötvanir þá hefur það áhrif um allan heim.“ Erna segir háskólana hér á landi búa við viðvarandi niðurskurð sem einnig hafi áhrif á rannsóknir. „Búið er að gefa okkur loforð í meira en áratug um að við ætlum að ná meðaltali OECD-landanna í fjárframlögum til vísinda en það er alltaf svikið. Ný ríkisstjórnaráætlun sýnir svart á hvítu að ekki eigi að standa við þau nú. Það telst ekki metnaðarfull stefna því mörg OECD-landanna eru mun fátækari en Ísland.“ Annað sem gangan stendur fyrir er krafa um að teknar séu upplýstar ákvarðanir sem byggja á staðreyndum, meðal annars á Alþingi að sögn Ernu. „Það er ekki nóg að hlusta á fræðafólk þegar það hentar og tala það svo niður þegar rannsóknir þess passa ekki eigin skoðunum. Skemmst er að minnast umræðunnar á þingi um nýlegt áfengisfrumvarp. Þar var gert lítið úr faraldsfræðilegum niðurstöðum rannsókna á sölu áfengis í matvöruverslunum. Við viljum koma vísindum á dagskrá því við notum vísindi í lífinu, sama hvað okkur finnst.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Hugmyndin að vísindagöngu á Degi jarðar kviknaði í Bandaríkjunum í tilefni af ákvörðunum Donalds Trump um að virða vísindi á sviði loftslagsmála að vettugi. Úr henni varð alþjóðahreyfing svo í dag verður gengið víða um lönd í þágu vísindanna. Í Reykjavík verður lagt upp frá Skólavörðuholti klukkan 13. Erna Magnúsdóttir er forseti Vísindafélags Íslendinga. Hún segir niðurskurð fjármagns til vísindaiðkana í Bandaríkjunum hafa víðtæk áhrif og takmarka möguleika fólks til að stunda rannsóknir og miðla þekkingu sinni. „Ef Bandaríkjastjórn ætlar í alvörunni að afneita loftslagsvísindum þá snertir það alla á jörðinni, meðal annars okkur Íslendinga,“ segir hún og heldur áfram: „Bandaríkjamenn setja tóninn í stóru samhengi, bæði menga þeir þjóða mest en hafa líka verið leiðandi á flestum sviðum vísinda lengi, þannig að ef þeir draga úr stuðningi við rannsóknir og uppgötvanir þá hefur það áhrif um allan heim.“ Erna segir háskólana hér á landi búa við viðvarandi niðurskurð sem einnig hafi áhrif á rannsóknir. „Búið er að gefa okkur loforð í meira en áratug um að við ætlum að ná meðaltali OECD-landanna í fjárframlögum til vísinda en það er alltaf svikið. Ný ríkisstjórnaráætlun sýnir svart á hvítu að ekki eigi að standa við þau nú. Það telst ekki metnaðarfull stefna því mörg OECD-landanna eru mun fátækari en Ísland.“ Annað sem gangan stendur fyrir er krafa um að teknar séu upplýstar ákvarðanir sem byggja á staðreyndum, meðal annars á Alþingi að sögn Ernu. „Það er ekki nóg að hlusta á fræðafólk þegar það hentar og tala það svo niður þegar rannsóknir þess passa ekki eigin skoðunum. Skemmst er að minnast umræðunnar á þingi um nýlegt áfengisfrumvarp. Þar var gert lítið úr faraldsfræðilegum niðurstöðum rannsókna á sölu áfengis í matvöruverslunum. Við viljum koma vísindum á dagskrá því við notum vísindi í lífinu, sama hvað okkur finnst.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira