Sakaður um að stela hugmyndinni að vegglistaverki af Michelle Obama Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2017 13:07 Vegglistaverkið umdeilda í Chicago. mynd/chris devins Nýtt vegglistaverk í Chicago af fyrrverandi forsetafrúnni Michelle Obama hefur valdið nokkrum deilum síðan það listamaðurinn lauk við það síðastliðinn föstudag. Ástæðan er sú að listamaðurinn, Chris Devins, er sakaður um að hafa stolið hugmyndinni að verkinu frá Gelila Mesfin sem er nemandi í listum frá Rhode Island. Devins er hins vegar vel þekktur listamaður í Chicago og hefur gert fjölda vegglistaverka í borginni.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Mesfin hafi deilt sinni mynd, sínu verki, af Obama á Instagram-síðu sinni í nóvember. Vegglistaverk Devins er nánast alveg eins og mynd Mesfin en hún tjáði sig um málið á Instagram um helgina: „Hvernig geturðu bara stolið listaverki einhvers og vinnu einhvers og látið eins og það sé þitt?“ Í athugasemdum við færsluna hneykslast margir á Devins en í viðtali við CNN í gær kvaðst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann sagðist ekki hafa vitað af mynd Mesfin fyrr en að honum var bent Instagram-færslu hennar. „Ég skrifaði hana líka fyrir myndinni um leið. Það hefur mikið mætt á mér vegna þessa máls og það er í góðu lagi mín vegna að það haldi áfram svo lengi sem krakkarnir hafa vegglistaverk sem þeir geta litið upp til,“ sagði Devins. Hann bætti við að hann hefði fengið hugmyndina að listaverkinu þegar hann sá mynd af Obama á Pinterest þar sem hún var sýnd sem egypsk drottning. Devins sagði að hann hefði ekki hugmynd um hvaðan sú mynd hefði komið. Listaverkið er staðsett í hverfinu South Side í Chicago og er á vegg beint á móti grunnskóla sem Michelle Obama var í sem barn. Devins sagði að hann hefði viljað gera listaverk sem gæti verið innblástur fyrir ungar konur í hverfinu og í heiminum öllum. Síðan ásakanir um stuldinn komu upp hefur Devins gætt þess að láta Mesfin getið í öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum en hann fjármagnaði verkið í gegnum síðuna GoFundMe og safnaði alls 12 þúsund dölum. Hann sagðist ekki hafa talað sjálfur beint við Mesfin en að lögfræðingur væri nú að ræða við hana um greiðslu til hennar.Hér má sjá myndina eftir Mesfin. Alternative color scheme @michelleobama Original photo - Collier Schorr . . #nubian #blackart #digitaldrawing #phontart #supportblackart #art #illustration #drawing #draw #TagsForLikes #picture #artist #sketch #artsy #instaart #beautiful #instagood #gallery #masterpiece #creative #photooftheday #instaartist #graphic #graphics #artoftheday #phoneart #supportblackart #melanin #African #blackartist #dopeblackart A post shared by G (@thick_east_african_girl) on Nov 4, 2016 at 1:34pm PDT Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Nýtt vegglistaverk í Chicago af fyrrverandi forsetafrúnni Michelle Obama hefur valdið nokkrum deilum síðan það listamaðurinn lauk við það síðastliðinn föstudag. Ástæðan er sú að listamaðurinn, Chris Devins, er sakaður um að hafa stolið hugmyndinni að verkinu frá Gelila Mesfin sem er nemandi í listum frá Rhode Island. Devins er hins vegar vel þekktur listamaður í Chicago og hefur gert fjölda vegglistaverka í borginni.Fjallað er um málið á vef CNN. Þar kemur fram að Mesfin hafi deilt sinni mynd, sínu verki, af Obama á Instagram-síðu sinni í nóvember. Vegglistaverk Devins er nánast alveg eins og mynd Mesfin en hún tjáði sig um málið á Instagram um helgina: „Hvernig geturðu bara stolið listaverki einhvers og vinnu einhvers og látið eins og það sé þitt?“ Í athugasemdum við færsluna hneykslast margir á Devins en í viðtali við CNN í gær kvaðst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann sagðist ekki hafa vitað af mynd Mesfin fyrr en að honum var bent Instagram-færslu hennar. „Ég skrifaði hana líka fyrir myndinni um leið. Það hefur mikið mætt á mér vegna þessa máls og það er í góðu lagi mín vegna að það haldi áfram svo lengi sem krakkarnir hafa vegglistaverk sem þeir geta litið upp til,“ sagði Devins. Hann bætti við að hann hefði fengið hugmyndina að listaverkinu þegar hann sá mynd af Obama á Pinterest þar sem hún var sýnd sem egypsk drottning. Devins sagði að hann hefði ekki hugmynd um hvaðan sú mynd hefði komið. Listaverkið er staðsett í hverfinu South Side í Chicago og er á vegg beint á móti grunnskóla sem Michelle Obama var í sem barn. Devins sagði að hann hefði viljað gera listaverk sem gæti verið innblástur fyrir ungar konur í hverfinu og í heiminum öllum. Síðan ásakanir um stuldinn komu upp hefur Devins gætt þess að láta Mesfin getið í öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum en hann fjármagnaði verkið í gegnum síðuna GoFundMe og safnaði alls 12 þúsund dölum. Hann sagðist ekki hafa talað sjálfur beint við Mesfin en að lögfræðingur væri nú að ræða við hana um greiðslu til hennar.Hér má sjá myndina eftir Mesfin. Alternative color scheme @michelleobama Original photo - Collier Schorr . . #nubian #blackart #digitaldrawing #phontart #supportblackart #art #illustration #drawing #draw #TagsForLikes #picture #artist #sketch #artsy #instaart #beautiful #instagood #gallery #masterpiece #creative #photooftheday #instaartist #graphic #graphics #artoftheday #phoneart #supportblackart #melanin #African #blackartist #dopeblackart A post shared by G (@thick_east_african_girl) on Nov 4, 2016 at 1:34pm PDT
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira