Stýrir stórri tónlistarhátíð í Berlín Guðný Hrönn skrifar 26. apríl 2017 17:00 Berlin Midsommar Festival-hátíðin sem Anna Jóna stýrir er haldin á stóru útisvæði í Friedrichshain-hverfinu í miðborg Berlínar seint í júní. mynd/úr einkasafni Anna Jóna Dungal, 26 ára námsmaður í Berlín, fékk merkilegt verkefni á dögunum sem snýst um að stýra stórri tónlistarhátíð í Berlín. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og undanfarin ár hafa um 4.500 gestir sótt hátíðina. Anna Jóna Dungal hefur búið í Berlín frá árinu 2014 og hefur á skömmum tíma skapað sér mögnuð tækifæri. „Ég flutti hingað í lok sumars 2014. Ég eyddi fyrstu árunum í að taka að mér alls konar verkefni í kringum tónlistarbransann hérna úti en var alltaf að leita mér að háskólanámi sem myndi henta. Það var svo fyrir rúmu ári sem ég heyrði að BIMM Institute væri búið að opna háskóla í Berlín með svokallaðri „music business“-braut,“ útskýrir Anna Jóna sem heillaðist og sótti um. Hún segir námið vera fjölbreytt en aðallega einblína á hvernig skal taka hvers konar listræna hugmynd og þróa hana í viðskiptamódel. Þó að Anna Jóna sé nýlega byrjuð í náminu er boltinn strax farinn að rúlla og nú stýrir hún Berlin Midsommar Festival-tónlistarhátíðinni. „Eftir að hafa tekið að mér minni verkefni fyrir Nordic By Nature, sem er fyrirtækið sem rekur hátíðina, þá bauðst mér þetta magnaða tækifæri snemma á árinu. Þó svo að það sé nóg að gera hjá mér í skólanum og öðrum verkefnum þá stóðst ég ekki mátið. Að fá svona tækifæri sem nemandi á fyrsta ári var líka eiginlega alveg ótrúlegt.“ Hátíðin í ár er sú sjötta sem haldin er og Anna Jóna segir verkefnið fara vel af stað en búist er við um 4.500 gestum. „Hingað til hefur gengið mjög vel. Við erum gott teymi en fyrir tilviljun erum við eingöngu konur að vinna fyrir Nordic By Nature þetta árið. Hátíðin verður algjörlega vegan í árSpurð nánar út í hátíðina og helstu áherslur segir Anna Jóna: „Hingað til hefur áherslan verið á að kynna skandinavíska menningu fyrir Berlínarbúum. Hátíðin stendur yfir frá eftirmiðdegi langt fram á morgun en við bjóðum upp á leiki, alls konar mat, dans í kringum maístöng, blómakrans-vinnustofu, tónleika með skandinavískum hljómsveitum og svo plötusnúða fram eftir nóttu. Áherslan hefur alltaf verið á að kynna kvenkynstónlistarmenn en í ár var sú ákvörðun tekin að Berlin Midsommar Festival yrði fyrsta algjörlega vegan tónlistarhátíðin í Þýskalandi.“ Í ár er PETA ZWEI styrktaraðili og þá var ákvörðunin um að gera hátíðina vegan tekin.„Aðaláskorunin akkúrat núna er að finna upp á vegan útgáfum af síld og jarðarberjarjómaköku!“ Spurð hvað sé á döfinni kveðst Anna Jóna fíla sig vel í Berlín og hún er því ekkert að flýta sér aftur til Íslands. „Ég á enn þá rúm tvö ár eftir af skólanum og líður mjög vel í Berlín. Fyrir utan Midsommar hefur fókusinn verið á tónleikaröð sem ég stofnaði með þremur samnemendum mínum, Basement Bash, þar sem við sköpum vettvang fyrir hljómsveitir úr skólanum til að spila með meira „established“ hljómsveitum í Berlín. Þó mér finnist alltaf yndislegt að koma í heimsókn til Íslands þá get ég ekki sagt að ég stefni á að flytja heim, tækifærin eru bara svo mörg og fjölbreytt hérna úti. En, ég meina, aldrei segja aldrei.“ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Anna Jóna Dungal, 26 ára námsmaður í Berlín, fékk merkilegt verkefni á dögunum sem snýst um að stýra stórri tónlistarhátíð í Berlín. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og undanfarin ár hafa um 4.500 gestir sótt hátíðina. Anna Jóna Dungal hefur búið í Berlín frá árinu 2014 og hefur á skömmum tíma skapað sér mögnuð tækifæri. „Ég flutti hingað í lok sumars 2014. Ég eyddi fyrstu árunum í að taka að mér alls konar verkefni í kringum tónlistarbransann hérna úti en var alltaf að leita mér að háskólanámi sem myndi henta. Það var svo fyrir rúmu ári sem ég heyrði að BIMM Institute væri búið að opna háskóla í Berlín með svokallaðri „music business“-braut,“ útskýrir Anna Jóna sem heillaðist og sótti um. Hún segir námið vera fjölbreytt en aðallega einblína á hvernig skal taka hvers konar listræna hugmynd og þróa hana í viðskiptamódel. Þó að Anna Jóna sé nýlega byrjuð í náminu er boltinn strax farinn að rúlla og nú stýrir hún Berlin Midsommar Festival-tónlistarhátíðinni. „Eftir að hafa tekið að mér minni verkefni fyrir Nordic By Nature, sem er fyrirtækið sem rekur hátíðina, þá bauðst mér þetta magnaða tækifæri snemma á árinu. Þó svo að það sé nóg að gera hjá mér í skólanum og öðrum verkefnum þá stóðst ég ekki mátið. Að fá svona tækifæri sem nemandi á fyrsta ári var líka eiginlega alveg ótrúlegt.“ Hátíðin í ár er sú sjötta sem haldin er og Anna Jóna segir verkefnið fara vel af stað en búist er við um 4.500 gestum. „Hingað til hefur gengið mjög vel. Við erum gott teymi en fyrir tilviljun erum við eingöngu konur að vinna fyrir Nordic By Nature þetta árið. Hátíðin verður algjörlega vegan í árSpurð nánar út í hátíðina og helstu áherslur segir Anna Jóna: „Hingað til hefur áherslan verið á að kynna skandinavíska menningu fyrir Berlínarbúum. Hátíðin stendur yfir frá eftirmiðdegi langt fram á morgun en við bjóðum upp á leiki, alls konar mat, dans í kringum maístöng, blómakrans-vinnustofu, tónleika með skandinavískum hljómsveitum og svo plötusnúða fram eftir nóttu. Áherslan hefur alltaf verið á að kynna kvenkynstónlistarmenn en í ár var sú ákvörðun tekin að Berlin Midsommar Festival yrði fyrsta algjörlega vegan tónlistarhátíðin í Þýskalandi.“ Í ár er PETA ZWEI styrktaraðili og þá var ákvörðunin um að gera hátíðina vegan tekin.„Aðaláskorunin akkúrat núna er að finna upp á vegan útgáfum af síld og jarðarberjarjómaköku!“ Spurð hvað sé á döfinni kveðst Anna Jóna fíla sig vel í Berlín og hún er því ekkert að flýta sér aftur til Íslands. „Ég á enn þá rúm tvö ár eftir af skólanum og líður mjög vel í Berlín. Fyrir utan Midsommar hefur fókusinn verið á tónleikaröð sem ég stofnaði með þremur samnemendum mínum, Basement Bash, þar sem við sköpum vettvang fyrir hljómsveitir úr skólanum til að spila með meira „established“ hljómsveitum í Berlín. Þó mér finnist alltaf yndislegt að koma í heimsókn til Íslands þá get ég ekki sagt að ég stefni á að flytja heim, tækifærin eru bara svo mörg og fjölbreytt hérna úti. En, ég meina, aldrei segja aldrei.“
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira