Segja skipulag ráðherra alvarlega aðför að sjálfstjórn sveitarfélaga 28. apríl 2017 07:00 Austfjarðaþokan liðast inn með fjöllunum við Reyðarfjörð. Undir yfirlýsinguna rituðu meðal annars allir bæjar- og sveitarstjórar á Austurlandi. vísir/gva „Við verðum að geta verið við það borð sem tekur ákvarðanir sem varða samfélögin okkur,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en hann og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafa verið í forsvari fyrir hóp bæjar- og sveitarstjóra á Austurlandi og Vestfjörðum sem mótmæla harðlega frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, að nýju haf- og strandsvæðaskipulagi. Segja bæjarstjórarnir að um alvarlega aðför að sjálfstjórn sveitarfélaga sé að ræða og forræði þeirra í skipulagsmálum. Ekki er fyrir hendi löggjöf um skipulag á starfsemi á haf- og strandsvæðum og vaxandi eftirspurn er nú eftir athafnasvæðum, meðal annars vegna fiskeldis. Það sé því þörf að skipuleggja slík svæði og í frumvarpinu er lögð áhersla á fjölbreytta nýtingu á haf- og strandsvæðum.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Mynd/AðsendÍ sameiginlegri yfirlýsingu frá bæjarstjórum er ráðherra bent á að skipulagsmál séu eitt mikilvægasta stjórntæki sveitarstjórna. Páll bendir á að lífæð sveitarfélaga fyrir austan séu siglingaleiðirnar um firðina, ásamt því að skipulagsáætlanir í landi verði að fylgja skipulagi á fjörðum. Þess vegna verði þetta að fylgjast að í skipulagi. Þá bendir hann á að ráðherraskipaðir embættismenn hafi neitunarvald samkvæmt frumvarpinu. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að ekki sé verið að taka skipulagsvaldið af einum né neinum. „Þvert á móti er verið að gefa þeim vald eða aðkomu að skipulagi sem sveitarfélögin höfðu ekki áður. Eins og staðan er núna hafa þau ekkert haft að gera með neitt utan netlaga, en nú leggjum við til að gefa þessum sveitarfélögum aðkomu að þessum ákvörðunum nú þegar við förum í að skipuleggja haf- og strandsvæði sem liggja, eins og staðan er í dag, utan þeirra skipulagsvalds.“ Páll segir að frumvarpið sé þeim nokkur vonbrigði eins og það líti út núna. „Ég er búinn að ræða þetta mál við ráðherra en á okkar rök hefur ekki verið hlustað. Það er búið að ræða þetta mál við þingmenn en það virðist eins og það eigi að fara með þetta óbreytt í gegnum þingið, sem við yrðum mjög ósátt við.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Við verðum að geta verið við það borð sem tekur ákvarðanir sem varða samfélögin okkur,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en hann og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafa verið í forsvari fyrir hóp bæjar- og sveitarstjóra á Austurlandi og Vestfjörðum sem mótmæla harðlega frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, að nýju haf- og strandsvæðaskipulagi. Segja bæjarstjórarnir að um alvarlega aðför að sjálfstjórn sveitarfélaga sé að ræða og forræði þeirra í skipulagsmálum. Ekki er fyrir hendi löggjöf um skipulag á starfsemi á haf- og strandsvæðum og vaxandi eftirspurn er nú eftir athafnasvæðum, meðal annars vegna fiskeldis. Það sé því þörf að skipuleggja slík svæði og í frumvarpinu er lögð áhersla á fjölbreytta nýtingu á haf- og strandsvæðum.Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Mynd/AðsendÍ sameiginlegri yfirlýsingu frá bæjarstjórum er ráðherra bent á að skipulagsmál séu eitt mikilvægasta stjórntæki sveitarstjórna. Páll bendir á að lífæð sveitarfélaga fyrir austan séu siglingaleiðirnar um firðina, ásamt því að skipulagsáætlanir í landi verði að fylgja skipulagi á fjörðum. Þess vegna verði þetta að fylgjast að í skipulagi. Þá bendir hann á að ráðherraskipaðir embættismenn hafi neitunarvald samkvæmt frumvarpinu. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir að ekki sé verið að taka skipulagsvaldið af einum né neinum. „Þvert á móti er verið að gefa þeim vald eða aðkomu að skipulagi sem sveitarfélögin höfðu ekki áður. Eins og staðan er núna hafa þau ekkert haft að gera með neitt utan netlaga, en nú leggjum við til að gefa þessum sveitarfélögum aðkomu að þessum ákvörðunum nú þegar við förum í að skipuleggja haf- og strandsvæði sem liggja, eins og staðan er í dag, utan þeirra skipulagsvalds.“ Páll segir að frumvarpið sé þeim nokkur vonbrigði eins og það líti út núna. „Ég er búinn að ræða þetta mál við ráðherra en á okkar rök hefur ekki verið hlustað. Það er búið að ræða þetta mál við þingmenn en það virðist eins og það eigi að fara með þetta óbreytt í gegnum þingið, sem við yrðum mjög ósátt við.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira