Vilja svipta hulunni af íslenskri jaðartónlist Guðný Hrönn skrifar 10. apríl 2017 08:30 Kinnat Sóley og Sólveig Matthildur eru að gefa út tímaritið MYRKFÆLNI. Þær Kinnat Sóley Lydon og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir eru stofnendur nýs íslensks tímarits um íslenska jaðartónlist en þær eru sammála um að jaðartónlistarsenan á Íslandi fái ekki verðskuldaða athygli. Fyrsta tölublaðið er enn- þá í vinnslu en við erum núna að einbeita okkur að söfnuninni og kynningu á tímaritinu. Það skemmtilegasta er hvað fólk er jákvætt og tilbúið að vinna með okkur! Það erfiðasta er að ná að skipuleggja tímann sinn rétt, en við erum búnar að vera í fullri vinnu/skóla seinustu mánuði,“ segir grafíski hönnuðurinn Kinnat Sóley Lydon um tímaritið MYRKFÆLNI sem hún er að gefa út ásamt tónlistarkonunni Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Kinnat og Sólveig eru báðar búsettar í Berlín. Spurðar út í hvort það sé ekkert erfitt að fjalla um íslenska tónlistarsenu þegar þær eru búsettar erlendis svara þær neitandi. „Sólveig hefur verið að skipuleggja tónleika og hátíðir á Íslandi síðan við fluttum til Berlínar, ásamt því að ferðast til Íslands til að koma fram en hún er í hljómsveitinni Kælunni Miklu. Svo er mikið á netinu um nýjar útgáfur og viðburði þannig að maður kemst ekki hjá því að vita hvað er í gangi. Okkur finnst það vera mikill kostur að vera búsettar í Berlín með þetta verkefni, bæði auðveldar það okkur að fá íslenskar hljómsveitir til að koma út og spila, ásamt því að vera betur tengdar við jaðarsenurnar í Evrópu, það er ekkert mál að taka bara 20 evru flug á hátíðir. Svo er prentið líka ódýrt,“ segir Kinnat. En þó að prentið sé tiltölulega ódýrt í Berlín kostar útgáfan samt sitt. „Til þess að safna pening fyrir prent- og dreifingarkostnaði á fyrstu útgáfu ákváðum við að stofna söfnun á Karolinafund þar sem fólk getur styrkt okkur með kaupum á fyrsta tölublaði tímaritsins, ásamt því að kaupa auglýsingar í blaðinu,“ segir Kinnat og bendir fólki á að kynna sér söfnunina á Karolina Fund-síðunni sem þær hafa sett upp. Það krefst vissulega mikillar vinnu að gefa út tímarit en þær segja þá staðreynd að þær séu vinnualkar koma sér vel.„Það mætti segja að við séum stundum svokallaðar „workaholics“. En það er bæði mjög krefjandi og skemmtilegt að taka að sér svona verkefni. Það er auðvitað mikill kostnaður fólginn í því að gefa út tímarit en við höldum í „do it yourself“ hugsunarháttinn og fáum mikla hjálp frá öðrum. Við erum búnar að fá marga til að skrifa og ljósmynda fyrir tímaritið.“ Spurð út í innihald tímaritsins segir Kinnat: „Megin áherslan verður á umfjöllun um íslensku jaðarútgáfufyrirtækin í samstarfi við okkur. Í tímaritinu verða svo m.a. viðtöl við listamenn, sögur frá tónlistarmönnum á tónleikaferðalögum, umsagnir og almennar vangaveltur um tónlist. Með hverju tölublaði verður gerð safnplata með nýrri íslenskri jaðartónlist sem tengist efni tölublaðsins.“Dreifa tímaritinu um allan heim „Fyrsta tölublað MYRKFÆLNI kemur út í 1000 eintökum en af þeim verður 250 eintökum dreift til 50 borga um allan heim. Einnig verður tímaritið til sölu á Bandcamp-síðu MYRKFÆLNI og á tónleikum og tónlistarhátíðum víðs vegar um heiminn,“ segir Kinnat sem ætlar að gera sitt besta til að brúa bilið á milli jaðarsenunnar á Íslandi og jaðarsenunnar út í heimi. Kinnat hefur orðið vör við að fólk sé sammála þeim Sólveigu um að það sé skortur á umfjöllun um íslenska jaðartónlist. „Við erum búnar að fá ótrúlega jákvæð viðbrögð við verkefninu.“ Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Þær Kinnat Sóley Lydon og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir eru stofnendur nýs íslensks tímarits um íslenska jaðartónlist en þær eru sammála um að jaðartónlistarsenan á Íslandi fái ekki verðskuldaða athygli. Fyrsta tölublaðið er enn- þá í vinnslu en við erum núna að einbeita okkur að söfnuninni og kynningu á tímaritinu. Það skemmtilegasta er hvað fólk er jákvætt og tilbúið að vinna með okkur! Það erfiðasta er að ná að skipuleggja tímann sinn rétt, en við erum búnar að vera í fullri vinnu/skóla seinustu mánuði,“ segir grafíski hönnuðurinn Kinnat Sóley Lydon um tímaritið MYRKFÆLNI sem hún er að gefa út ásamt tónlistarkonunni Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Kinnat og Sólveig eru báðar búsettar í Berlín. Spurðar út í hvort það sé ekkert erfitt að fjalla um íslenska tónlistarsenu þegar þær eru búsettar erlendis svara þær neitandi. „Sólveig hefur verið að skipuleggja tónleika og hátíðir á Íslandi síðan við fluttum til Berlínar, ásamt því að ferðast til Íslands til að koma fram en hún er í hljómsveitinni Kælunni Miklu. Svo er mikið á netinu um nýjar útgáfur og viðburði þannig að maður kemst ekki hjá því að vita hvað er í gangi. Okkur finnst það vera mikill kostur að vera búsettar í Berlín með þetta verkefni, bæði auðveldar það okkur að fá íslenskar hljómsveitir til að koma út og spila, ásamt því að vera betur tengdar við jaðarsenurnar í Evrópu, það er ekkert mál að taka bara 20 evru flug á hátíðir. Svo er prentið líka ódýrt,“ segir Kinnat. En þó að prentið sé tiltölulega ódýrt í Berlín kostar útgáfan samt sitt. „Til þess að safna pening fyrir prent- og dreifingarkostnaði á fyrstu útgáfu ákváðum við að stofna söfnun á Karolinafund þar sem fólk getur styrkt okkur með kaupum á fyrsta tölublaði tímaritsins, ásamt því að kaupa auglýsingar í blaðinu,“ segir Kinnat og bendir fólki á að kynna sér söfnunina á Karolina Fund-síðunni sem þær hafa sett upp. Það krefst vissulega mikillar vinnu að gefa út tímarit en þær segja þá staðreynd að þær séu vinnualkar koma sér vel.„Það mætti segja að við séum stundum svokallaðar „workaholics“. En það er bæði mjög krefjandi og skemmtilegt að taka að sér svona verkefni. Það er auðvitað mikill kostnaður fólginn í því að gefa út tímarit en við höldum í „do it yourself“ hugsunarháttinn og fáum mikla hjálp frá öðrum. Við erum búnar að fá marga til að skrifa og ljósmynda fyrir tímaritið.“ Spurð út í innihald tímaritsins segir Kinnat: „Megin áherslan verður á umfjöllun um íslensku jaðarútgáfufyrirtækin í samstarfi við okkur. Í tímaritinu verða svo m.a. viðtöl við listamenn, sögur frá tónlistarmönnum á tónleikaferðalögum, umsagnir og almennar vangaveltur um tónlist. Með hverju tölublaði verður gerð safnplata með nýrri íslenskri jaðartónlist sem tengist efni tölublaðsins.“Dreifa tímaritinu um allan heim „Fyrsta tölublað MYRKFÆLNI kemur út í 1000 eintökum en af þeim verður 250 eintökum dreift til 50 borga um allan heim. Einnig verður tímaritið til sölu á Bandcamp-síðu MYRKFÆLNI og á tónleikum og tónlistarhátíðum víðs vegar um heiminn,“ segir Kinnat sem ætlar að gera sitt besta til að brúa bilið á milli jaðarsenunnar á Íslandi og jaðarsenunnar út í heimi. Kinnat hefur orðið vör við að fólk sé sammála þeim Sólveigu um að það sé skortur á umfjöllun um íslenska jaðartónlist. „Við erum búnar að fá ótrúlega jákvæð viðbrögð við verkefninu.“
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira