Lykilvitni í hnífsstungumáli farin úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2017 15:53 Maðurinn játaði verknaðinn. Vísir/getty Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu héraðssaksóknara um að vitni í hnífsstungumáli þar sem karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fái að gefa skýrslu í gegnum síma eða annað fjarskiptatæki. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfunni.Eins og Vísir fjallaði um í febrúar er karlmaður um þrítugt ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í höfuðborginni laugardaginn 5. nóvember. Hnífsstunga eftir rifrildi Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í nóvember en í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfu um gæsluvarðhald segir að ákærði hafi stungið manninn í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Mennirnir tveir voru ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum. Varð ákærði ósáttur við ávirðingarnar, fór inn í eldhús og sótti sér hníf. Lýsingar mannanna eru á þá leið að ákærði hafi verið æstur og ógnandi þar sem hann hélt á hnífnum. Aðalmeðferð í málinu hófst þann 15. mars síðastliðinn en saksóknari greindi frá því að ekki hefði tekist að fá tvö vitni til að koma til landsins og gefa skýrslu. Þau væru búsett í Litháen. Þá hefði ekki tekist að hafa uppi á þriðja vitninu. Var farið þess á leit að vitnin tvö fengju að gefa skýrslu í gegnum tíma og sömuleiðis þriðja vitninu tækist að hafa uppi á því. Verjandi málsins mótmælti þessu enda væri vitnisburðurinn „augljóslega mikilsverður“ og bryti það gegn mannréttindum ákærða ef vitnin þyrftu ekki að gefa skýrslu fyrir dómi.Lykilvitni mega ekki gefa skýrslu í gegnum síma Í sakamálalögum segir að sé vitni statt fjarri þingstað eða það hafi annars sérstak óhagræði af því að koma fyrir dóm þá geti dómari leyft skýrslutöku í gegnum síma eða annað fjarskiptatæki. Það megi þó ekki ef úrslit málsins gætu ráðist af vitnisburðinum. „Mikilvægi vitnisburðar vitnanna sem um ræðir er augljóst og mjög líklegt að úrslit málsins geti ráðist af vitnisburði þeirra,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Var því kröfu ákæruvaldsins hafnað og kærði héraðssaksóknari úrskurðinn til Hæstaréttar.Hæstiréttur vísaði hins vegar málinu frá þar sem héraðssaksóknari hefði ekki heimild til að kæra úrskurðinn eftir að aðalmeðferð væri hafin. Tengdar fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfinu Mennirnir deildu um bjór. 6. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu héraðssaksóknara um að vitni í hnífsstungumáli þar sem karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fái að gefa skýrslu í gegnum síma eða annað fjarskiptatæki. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfunni.Eins og Vísir fjallaði um í febrúar er karlmaður um þrítugt ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið kunningja sinn með hnífi í heimahúsi í Seljahverfinu í Breiðholti í höfuðborginni laugardaginn 5. nóvember. Hnífsstunga eftir rifrildi Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í nóvember en í greinargerð lögreglu sem fylgdi kröfu um gæsluvarðhald segir að ákærði hafi stungið manninn í kjölfar rifrildis þeirra og þriðja manns. Mennirnir tveir voru ósáttir við að ákærði væri að fela fyrir þeim bjór sem þeir töldu sig eiga inni hjá honum. Varð ákærði ósáttur við ávirðingarnar, fór inn í eldhús og sótti sér hníf. Lýsingar mannanna eru á þá leið að ákærði hafi verið æstur og ógnandi þar sem hann hélt á hnífnum. Aðalmeðferð í málinu hófst þann 15. mars síðastliðinn en saksóknari greindi frá því að ekki hefði tekist að fá tvö vitni til að koma til landsins og gefa skýrslu. Þau væru búsett í Litháen. Þá hefði ekki tekist að hafa uppi á þriðja vitninu. Var farið þess á leit að vitnin tvö fengju að gefa skýrslu í gegnum tíma og sömuleiðis þriðja vitninu tækist að hafa uppi á því. Verjandi málsins mótmælti þessu enda væri vitnisburðurinn „augljóslega mikilsverður“ og bryti það gegn mannréttindum ákærða ef vitnin þyrftu ekki að gefa skýrslu fyrir dómi.Lykilvitni mega ekki gefa skýrslu í gegnum síma Í sakamálalögum segir að sé vitni statt fjarri þingstað eða það hafi annars sérstak óhagræði af því að koma fyrir dóm þá geti dómari leyft skýrslutöku í gegnum síma eða annað fjarskiptatæki. Það megi þó ekki ef úrslit málsins gætu ráðist af vitnisburðinum. „Mikilvægi vitnisburðar vitnanna sem um ræðir er augljóst og mjög líklegt að úrslit málsins geti ráðist af vitnisburði þeirra,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Var því kröfu ákæruvaldsins hafnað og kærði héraðssaksóknari úrskurðinn til Hæstaréttar.Hæstiréttur vísaði hins vegar málinu frá þar sem héraðssaksóknari hefði ekki heimild til að kæra úrskurðinn eftir að aðalmeðferð væri hafin.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Seljahverfinu Mennirnir deildu um bjór. 6. febrúar 2017 11:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira