Lífið

Kasparov ánægður með „skákklúbbinn B5“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
B5 er svo sannarlega enginn skákklúbbur.
B5 er svo sannarlega enginn skákklúbbur. Vísir/Pjetur
Skáksnillingurinn og stjórnmálamaðurinn Garry Kasparov virðist afar ánægður með skákáhuga Íslendinga og þá sem fjölmenna á „skákklúbbinn“ B5 í Bankastræti 5 ef marka má tíst Rússans.

Svaraði hann nokkrum tístum frá rithöfundinum Degi Hjartarssyni sem virðist hafa ákveðið að grínast örlítið í Kasparov. Birti dagur mynd af skemmtistaðnum B5 og sendi honum kveðjur frá „öllum okkar á skákklúbbnum B5 í miðbæ Reykjavíkur, Íslandi.“

Tilefnið var afmæli Kasparov sem varð 54 ára í gær. Í dag birti Dagur svo mynd af röð fyrir utan B5 með skilaboðum til Kasparov um að metmæting hafi verið á afmælismót honum til heiðurs.

Þetta virðist Kasparov hafa verið ánægður með og svaraði til baka.

„Lítur vel út. Takk fyrir og góðar kveðjur til allra.“

Samskipti Dags og Kasparov má sjá hér að neðan


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×