Harry Bretaprins opnar sig um móðurmissinn og erfiðleikana sem fylgdu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. apríl 2017 10:36 Harry Bretaprins hefur nú opnað sig um sorgina sem fylgdi dauða móður hans, Díönu prinsessu. Vísir/Getty Harry Bretaprins hefur nú opnað sig um sorgina sem fylgdi dauða móður hans, Díönu prinsessu. Hann segir að hann hafi í 20 ár reynt að hugsa ekki um dauða móður sinnar en hafi leitað aðstoðar sérfræðings á þrítugsaldri til að greiða úr tilfinningum sínum. Harry, sem er 32 ára var aðeins 12 ára gamall þegar móðir hans lést árið 1997. Í viðtali við Daily Telegraph segir Harry að hann hafi verið að nálgast þrítugt þegar hann leitaði sér aðstoðar eftir tvö ár af „algerri ringulreið“ og að hann hafi verið nálægt því að brotna niður. Hann segist vilja ræða um sína fortíð í von um að brjóta upp skömmina sem oft fylgir geðrænum vandamálum.Harry ásamt móður sinni, Díönu prinesssu.Vísir/Getty„Það er óhætt að segja að fráfall mömmu minnar þegar ég var 12 ára, og afneitun á öllum tilfinningum mínum síðustu 20 ár, hefur haft alvarleg áhrif á mig, bæði einkalíf mitt og vinnu,“ segir prinsinn í samtali við Telegraph. „Ég hef líklega verið nálægt því að brotna niður nokkrum sinnum þegar sorg, lygar og misskilningur hafa sótt á mig úr öllum áttum.“ Hann segist hafa stungið höfðinu í sandinn og neitað að hugsa um móður sína. „Ég hugsaði að það myndi aðeins gera mig leiðan, hún mun ekki koma aftur. Þannig að ég opnaði ekki á neinar tilfinningar.“ Hann segist hafa verið venjulegur maður á þrítugsaldri sem héldi að lífið væri allt í lagi.Harry ásamt William bróður sínum og Catherine mágkonu sinni.Vísir/Epa„Síðan í kjölfar nokkurra samtala helltist yfir mig öll þessi sorg sem ég hef aldrei meðtekið og ég áttaði mig á að það var mikið sem ég þurfti að takast á við.“ Hann sagðist hafa leitað sér hjálpar eftir ráð frá bróður sínum, William hertoga af Cambridge, sem sagði litla bróður sínum að hann þyrfti að takast á við sorgina. Harry fer, ásamt bróður sínum og mágkonu sinni Catherine, fyrir herferðinni „Heads Together,“ sem ætlað er að vekja athygli á geðheilbrigði og er aðal styrktarefni Londonmaraþonsins í ár. Prinsinn segir að box hafi hjálpað honum að fá útrás og ráðleggur fólki jafnframt að ræða við sérfræðing, það hjálpi að ræða við einhvern sem maður þekkir ekki. „Oft er best og auðveldast að tala við sálfræðing eða einhvern sem maður hefur aldrei hitt.“ Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Harry Bretaprins hefur nú opnað sig um sorgina sem fylgdi dauða móður hans, Díönu prinsessu. Hann segir að hann hafi í 20 ár reynt að hugsa ekki um dauða móður sinnar en hafi leitað aðstoðar sérfræðings á þrítugsaldri til að greiða úr tilfinningum sínum. Harry, sem er 32 ára var aðeins 12 ára gamall þegar móðir hans lést árið 1997. Í viðtali við Daily Telegraph segir Harry að hann hafi verið að nálgast þrítugt þegar hann leitaði sér aðstoðar eftir tvö ár af „algerri ringulreið“ og að hann hafi verið nálægt því að brotna niður. Hann segist vilja ræða um sína fortíð í von um að brjóta upp skömmina sem oft fylgir geðrænum vandamálum.Harry ásamt móður sinni, Díönu prinesssu.Vísir/Getty„Það er óhætt að segja að fráfall mömmu minnar þegar ég var 12 ára, og afneitun á öllum tilfinningum mínum síðustu 20 ár, hefur haft alvarleg áhrif á mig, bæði einkalíf mitt og vinnu,“ segir prinsinn í samtali við Telegraph. „Ég hef líklega verið nálægt því að brotna niður nokkrum sinnum þegar sorg, lygar og misskilningur hafa sótt á mig úr öllum áttum.“ Hann segist hafa stungið höfðinu í sandinn og neitað að hugsa um móður sína. „Ég hugsaði að það myndi aðeins gera mig leiðan, hún mun ekki koma aftur. Þannig að ég opnaði ekki á neinar tilfinningar.“ Hann segist hafa verið venjulegur maður á þrítugsaldri sem héldi að lífið væri allt í lagi.Harry ásamt William bróður sínum og Catherine mágkonu sinni.Vísir/Epa„Síðan í kjölfar nokkurra samtala helltist yfir mig öll þessi sorg sem ég hef aldrei meðtekið og ég áttaði mig á að það var mikið sem ég þurfti að takast á við.“ Hann sagðist hafa leitað sér hjálpar eftir ráð frá bróður sínum, William hertoga af Cambridge, sem sagði litla bróður sínum að hann þyrfti að takast á við sorgina. Harry fer, ásamt bróður sínum og mágkonu sinni Catherine, fyrir herferðinni „Heads Together,“ sem ætlað er að vekja athygli á geðheilbrigði og er aðal styrktarefni Londonmaraþonsins í ár. Prinsinn segir að box hafi hjálpað honum að fá útrás og ráðleggur fólki jafnframt að ræða við sérfræðing, það hjálpi að ræða við einhvern sem maður þekkir ekki. „Oft er best og auðveldast að tala við sálfræðing eða einhvern sem maður hefur aldrei hitt.“
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira