Vorið ekki væntanlegt fyrr en í maí Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Hríðaveður gekk yfir í gær og hvasst var í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Ekki má búast við að sumarveðrið komi fyrir sumardaginn fyrsta að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Spáin er ekki góð fyrir sumardaginn fyrsta, norðanátt, kalt og skúrir eða él, norðan- og norðvestanátt,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. „Næsta vika er svolítið vetrarleg. Ég er eiginlega ekki of vongóður um vor í þessum mánuði, þannig að við verðum að bíða fram í næsta mánuð,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki hægt að tala um sumarveður á næstunni. „Ég er bara að vonast eftir vorinu. Að þetta hríðaveður og þessar djúpu lægðir hætti, en mér sýnist það ekki vera að gerast eins langt og tölvuspár sýna. Þær sýna lægðagang og kalt veður nánast í endann á þessum mánuði.“ „Það er hamagangur í veðrinu og lægðagangur. Maður er bara farinn að vonast til þess að það komi eitthvað vor í maí, aprílmánuður lítur ekki vel út og er rúmlega hálfnaður,“ segir Þorsteinn. Erfitt veður gekk yfir í gær, með hríðagangi og stormum, umferð gekk þó vel þegar ferðalangar voru að skila sér heim úr páskafríinu. Margir hlustuðu á viðvaranir um óveður og héldu heim á leið á sunnudag frekar en mánudag. „Umferðin hefur gengið ótrúlega vel, það var smá umferðaróhapp undir Hafnarfjalli milli ellefu og tólf, þar fýkur kerra aftan í bíl í veg fyrir annan bíl, við lokuðum í tuttugu mínútur á meðan við þurftum að fjarlægja það og það voru umferðartafir í fjörutíu mínútur,“ sagði Björgvin Fjeldsted, lögreglumaður í Borgarnesi í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar í gær gekk umferðin þokkalega. Fólk var duglegt að taka tilmælum og fara fyrr heim úr páskafríinu. „Það er minni umferð út af þessu. Ef þessi spá hefði ekki verið hefði verið miklu meiri umferð. Það er greinilegt á umferðinni í gær og í dag að stór hluti hafi lagt fyrr af stað heim. Við fengum eina bílveltu upp á Suðurlandsvegi en engin slys á fólki, það er það eina sem hefur komið inn á borð hjá okkur,“ sagði starfsmaður deildarinnar. Flugfélag Íslands aflýsti í gær öllu flugi til og frá Ísafirði um eftirmiðdaginn. Flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til og frá Reykjavíkur var einnig frestað. Öllu flugi var seinkað á Keflavíkurflugvelli í gær, en ekki var búist við aflýsingum þegar blaðið fór í prentun í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12 Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43 Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld Leiðindaveður á sumardaginn fyrsta. 17. apríl 2017 17:24 Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Ekki má búast við að sumarveðrið komi fyrir sumardaginn fyrsta að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Spáin er ekki góð fyrir sumardaginn fyrsta, norðanátt, kalt og skúrir eða él, norðan- og norðvestanátt,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. „Næsta vika er svolítið vetrarleg. Ég er eiginlega ekki of vongóður um vor í þessum mánuði, þannig að við verðum að bíða fram í næsta mánuð,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki hægt að tala um sumarveður á næstunni. „Ég er bara að vonast eftir vorinu. Að þetta hríðaveður og þessar djúpu lægðir hætti, en mér sýnist það ekki vera að gerast eins langt og tölvuspár sýna. Þær sýna lægðagang og kalt veður nánast í endann á þessum mánuði.“ „Það er hamagangur í veðrinu og lægðagangur. Maður er bara farinn að vonast til þess að það komi eitthvað vor í maí, aprílmánuður lítur ekki vel út og er rúmlega hálfnaður,“ segir Þorsteinn. Erfitt veður gekk yfir í gær, með hríðagangi og stormum, umferð gekk þó vel þegar ferðalangar voru að skila sér heim úr páskafríinu. Margir hlustuðu á viðvaranir um óveður og héldu heim á leið á sunnudag frekar en mánudag. „Umferðin hefur gengið ótrúlega vel, það var smá umferðaróhapp undir Hafnarfjalli milli ellefu og tólf, þar fýkur kerra aftan í bíl í veg fyrir annan bíl, við lokuðum í tuttugu mínútur á meðan við þurftum að fjarlægja það og það voru umferðartafir í fjörutíu mínútur,“ sagði Björgvin Fjeldsted, lögreglumaður í Borgarnesi í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar í gær gekk umferðin þokkalega. Fólk var duglegt að taka tilmælum og fara fyrr heim úr páskafríinu. „Það er minni umferð út af þessu. Ef þessi spá hefði ekki verið hefði verið miklu meiri umferð. Það er greinilegt á umferðinni í gær og í dag að stór hluti hafi lagt fyrr af stað heim. Við fengum eina bílveltu upp á Suðurlandsvegi en engin slys á fólki, það er það eina sem hefur komið inn á borð hjá okkur,“ sagði starfsmaður deildarinnar. Flugfélag Íslands aflýsti í gær öllu flugi til og frá Ísafirði um eftirmiðdaginn. Flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til og frá Reykjavíkur var einnig frestað. Öllu flugi var seinkað á Keflavíkurflugvelli í gær, en ekki var búist við aflýsingum þegar blaðið fór í prentun í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12 Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43 Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld Leiðindaveður á sumardaginn fyrsta. 17. apríl 2017 17:24 Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12
Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43
Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21