Vorið ekki væntanlegt fyrr en í maí Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Hríðaveður gekk yfir í gær og hvasst var í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Ekki má búast við að sumarveðrið komi fyrir sumardaginn fyrsta að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Spáin er ekki góð fyrir sumardaginn fyrsta, norðanátt, kalt og skúrir eða él, norðan- og norðvestanátt,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. „Næsta vika er svolítið vetrarleg. Ég er eiginlega ekki of vongóður um vor í þessum mánuði, þannig að við verðum að bíða fram í næsta mánuð,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki hægt að tala um sumarveður á næstunni. „Ég er bara að vonast eftir vorinu. Að þetta hríðaveður og þessar djúpu lægðir hætti, en mér sýnist það ekki vera að gerast eins langt og tölvuspár sýna. Þær sýna lægðagang og kalt veður nánast í endann á þessum mánuði.“ „Það er hamagangur í veðrinu og lægðagangur. Maður er bara farinn að vonast til þess að það komi eitthvað vor í maí, aprílmánuður lítur ekki vel út og er rúmlega hálfnaður,“ segir Þorsteinn. Erfitt veður gekk yfir í gær, með hríðagangi og stormum, umferð gekk þó vel þegar ferðalangar voru að skila sér heim úr páskafríinu. Margir hlustuðu á viðvaranir um óveður og héldu heim á leið á sunnudag frekar en mánudag. „Umferðin hefur gengið ótrúlega vel, það var smá umferðaróhapp undir Hafnarfjalli milli ellefu og tólf, þar fýkur kerra aftan í bíl í veg fyrir annan bíl, við lokuðum í tuttugu mínútur á meðan við þurftum að fjarlægja það og það voru umferðartafir í fjörutíu mínútur,“ sagði Björgvin Fjeldsted, lögreglumaður í Borgarnesi í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar í gær gekk umferðin þokkalega. Fólk var duglegt að taka tilmælum og fara fyrr heim úr páskafríinu. „Það er minni umferð út af þessu. Ef þessi spá hefði ekki verið hefði verið miklu meiri umferð. Það er greinilegt á umferðinni í gær og í dag að stór hluti hafi lagt fyrr af stað heim. Við fengum eina bílveltu upp á Suðurlandsvegi en engin slys á fólki, það er það eina sem hefur komið inn á borð hjá okkur,“ sagði starfsmaður deildarinnar. Flugfélag Íslands aflýsti í gær öllu flugi til og frá Ísafirði um eftirmiðdaginn. Flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til og frá Reykjavíkur var einnig frestað. Öllu flugi var seinkað á Keflavíkurflugvelli í gær, en ekki var búist við aflýsingum þegar blaðið fór í prentun í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12 Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43 Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld Leiðindaveður á sumardaginn fyrsta. 17. apríl 2017 17:24 Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Ekki má búast við að sumarveðrið komi fyrir sumardaginn fyrsta að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Spáin er ekki góð fyrir sumardaginn fyrsta, norðanátt, kalt og skúrir eða él, norðan- og norðvestanátt,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. „Næsta vika er svolítið vetrarleg. Ég er eiginlega ekki of vongóður um vor í þessum mánuði, þannig að við verðum að bíða fram í næsta mánuð,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki hægt að tala um sumarveður á næstunni. „Ég er bara að vonast eftir vorinu. Að þetta hríðaveður og þessar djúpu lægðir hætti, en mér sýnist það ekki vera að gerast eins langt og tölvuspár sýna. Þær sýna lægðagang og kalt veður nánast í endann á þessum mánuði.“ „Það er hamagangur í veðrinu og lægðagangur. Maður er bara farinn að vonast til þess að það komi eitthvað vor í maí, aprílmánuður lítur ekki vel út og er rúmlega hálfnaður,“ segir Þorsteinn. Erfitt veður gekk yfir í gær, með hríðagangi og stormum, umferð gekk þó vel þegar ferðalangar voru að skila sér heim úr páskafríinu. Margir hlustuðu á viðvaranir um óveður og héldu heim á leið á sunnudag frekar en mánudag. „Umferðin hefur gengið ótrúlega vel, það var smá umferðaróhapp undir Hafnarfjalli milli ellefu og tólf, þar fýkur kerra aftan í bíl í veg fyrir annan bíl, við lokuðum í tuttugu mínútur á meðan við þurftum að fjarlægja það og það voru umferðartafir í fjörutíu mínútur,“ sagði Björgvin Fjeldsted, lögreglumaður í Borgarnesi í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar í gær gekk umferðin þokkalega. Fólk var duglegt að taka tilmælum og fara fyrr heim úr páskafríinu. „Það er minni umferð út af þessu. Ef þessi spá hefði ekki verið hefði verið miklu meiri umferð. Það er greinilegt á umferðinni í gær og í dag að stór hluti hafi lagt fyrr af stað heim. Við fengum eina bílveltu upp á Suðurlandsvegi en engin slys á fólki, það er það eina sem hefur komið inn á borð hjá okkur,“ sagði starfsmaður deildarinnar. Flugfélag Íslands aflýsti í gær öllu flugi til og frá Ísafirði um eftirmiðdaginn. Flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til og frá Reykjavíkur var einnig frestað. Öllu flugi var seinkað á Keflavíkurflugvelli í gær, en ekki var búist við aflýsingum þegar blaðið fór í prentun í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12 Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43 Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld Leiðindaveður á sumardaginn fyrsta. 17. apríl 2017 17:24 Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12
Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43
Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21