Vorið ekki væntanlegt fyrr en í maí Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Hríðaveður gekk yfir í gær og hvasst var í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Ekki má búast við að sumarveðrið komi fyrir sumardaginn fyrsta að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Spáin er ekki góð fyrir sumardaginn fyrsta, norðanátt, kalt og skúrir eða él, norðan- og norðvestanátt,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. „Næsta vika er svolítið vetrarleg. Ég er eiginlega ekki of vongóður um vor í þessum mánuði, þannig að við verðum að bíða fram í næsta mánuð,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki hægt að tala um sumarveður á næstunni. „Ég er bara að vonast eftir vorinu. Að þetta hríðaveður og þessar djúpu lægðir hætti, en mér sýnist það ekki vera að gerast eins langt og tölvuspár sýna. Þær sýna lægðagang og kalt veður nánast í endann á þessum mánuði.“ „Það er hamagangur í veðrinu og lægðagangur. Maður er bara farinn að vonast til þess að það komi eitthvað vor í maí, aprílmánuður lítur ekki vel út og er rúmlega hálfnaður,“ segir Þorsteinn. Erfitt veður gekk yfir í gær, með hríðagangi og stormum, umferð gekk þó vel þegar ferðalangar voru að skila sér heim úr páskafríinu. Margir hlustuðu á viðvaranir um óveður og héldu heim á leið á sunnudag frekar en mánudag. „Umferðin hefur gengið ótrúlega vel, það var smá umferðaróhapp undir Hafnarfjalli milli ellefu og tólf, þar fýkur kerra aftan í bíl í veg fyrir annan bíl, við lokuðum í tuttugu mínútur á meðan við þurftum að fjarlægja það og það voru umferðartafir í fjörutíu mínútur,“ sagði Björgvin Fjeldsted, lögreglumaður í Borgarnesi í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar í gær gekk umferðin þokkalega. Fólk var duglegt að taka tilmælum og fara fyrr heim úr páskafríinu. „Það er minni umferð út af þessu. Ef þessi spá hefði ekki verið hefði verið miklu meiri umferð. Það er greinilegt á umferðinni í gær og í dag að stór hluti hafi lagt fyrr af stað heim. Við fengum eina bílveltu upp á Suðurlandsvegi en engin slys á fólki, það er það eina sem hefur komið inn á borð hjá okkur,“ sagði starfsmaður deildarinnar. Flugfélag Íslands aflýsti í gær öllu flugi til og frá Ísafirði um eftirmiðdaginn. Flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til og frá Reykjavíkur var einnig frestað. Öllu flugi var seinkað á Keflavíkurflugvelli í gær, en ekki var búist við aflýsingum þegar blaðið fór í prentun í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12 Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43 Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld Leiðindaveður á sumardaginn fyrsta. 17. apríl 2017 17:24 Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ekki má búast við að sumarveðrið komi fyrir sumardaginn fyrsta að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Spáin er ekki góð fyrir sumardaginn fyrsta, norðanátt, kalt og skúrir eða él, norðan- og norðvestanátt,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. „Næsta vika er svolítið vetrarleg. Ég er eiginlega ekki of vongóður um vor í þessum mánuði, þannig að við verðum að bíða fram í næsta mánuð,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki hægt að tala um sumarveður á næstunni. „Ég er bara að vonast eftir vorinu. Að þetta hríðaveður og þessar djúpu lægðir hætti, en mér sýnist það ekki vera að gerast eins langt og tölvuspár sýna. Þær sýna lægðagang og kalt veður nánast í endann á þessum mánuði.“ „Það er hamagangur í veðrinu og lægðagangur. Maður er bara farinn að vonast til þess að það komi eitthvað vor í maí, aprílmánuður lítur ekki vel út og er rúmlega hálfnaður,“ segir Þorsteinn. Erfitt veður gekk yfir í gær, með hríðagangi og stormum, umferð gekk þó vel þegar ferðalangar voru að skila sér heim úr páskafríinu. Margir hlustuðu á viðvaranir um óveður og héldu heim á leið á sunnudag frekar en mánudag. „Umferðin hefur gengið ótrúlega vel, það var smá umferðaróhapp undir Hafnarfjalli milli ellefu og tólf, þar fýkur kerra aftan í bíl í veg fyrir annan bíl, við lokuðum í tuttugu mínútur á meðan við þurftum að fjarlægja það og það voru umferðartafir í fjörutíu mínútur,“ sagði Björgvin Fjeldsted, lögreglumaður í Borgarnesi í samtali við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar í gær gekk umferðin þokkalega. Fólk var duglegt að taka tilmælum og fara fyrr heim úr páskafríinu. „Það er minni umferð út af þessu. Ef þessi spá hefði ekki verið hefði verið miklu meiri umferð. Það er greinilegt á umferðinni í gær og í dag að stór hluti hafi lagt fyrr af stað heim. Við fengum eina bílveltu upp á Suðurlandsvegi en engin slys á fólki, það er það eina sem hefur komið inn á borð hjá okkur,“ sagði starfsmaður deildarinnar. Flugfélag Íslands aflýsti í gær öllu flugi til og frá Ísafirði um eftirmiðdaginn. Flugi frá Akureyri og Egilsstöðum til og frá Reykjavíkur var einnig frestað. Öllu flugi var seinkað á Keflavíkurflugvelli í gær, en ekki var búist við aflýsingum þegar blaðið fór í prentun í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12 Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43 Tekur ekki að lægja fyrr en seint í kvöld Leiðindaveður á sumardaginn fyrsta. 17. apríl 2017 17:24 Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Steingrímsfjarðarheiði lokað Einnig búið að loka veginum á milli Grundafjarðar og Ólafsvíkur. 17. apríl 2017 20:12
Flugi til og frá Ísafirði aflýst Flugfélag Íslands hefur aflýst öllu flugi til og frá Ísafirði það sem eftir lifir dags vegna veðurs. 17. apríl 2017 14:43
Seinkun á öllu flugi Icelandair í kvöld Öllum flugferðum Icelandair í kvöld hefur verið seinkað en ekki er búist við að fresta þurfi flugi, segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 17. apríl 2017 18:21