Breytt ásýnd sérsveitarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2017 19:30 Breyting verður á ásýnd sérsveitar Ríkislögreglustjóra með nýjum bílum og nýjum einkennisfatnaði sem tekinn hefur verið í notkun. Með breytingunum verða sérsveitarmenn auðþekkjanlegri í störfum sínum á vettvangi. Með nýjum búnaði er sérsveit Ríkislögreglustjóra að efla tækjakost sinn frá stofnun sveitarinnar hafa þeir sinnt daglegu á merktum lögreglubílum en nú verður hins vegar breyting á. Nýju bílarnir verða ómerktir en búnir öllum þeim tækjabúnaði sem sérsveitin þarf til daglegra starfa. Nýju bílarnir verða fjórir eru af gerðinni Ford Police Interceptor, árgerð 2017, sérframleiddur fyrir löggæslulið en þessi tegund hefur verið afar vinsæl til að mynda hjá lögregluliðum í Bandaríkjunum. Bíllinn er öflugur eða um 400 hestöfl, búinn öflugu rafkerfi, bremsur eru sérstyrktar og hurðar eru skotheldar. Ástæða þess að bílarnir verða ómerktir er vegna þeirra fjölbreyttu verkefna sem sérsveitin sinnir eins og lífvarðagæslu þegar þjóðhöfðingjar sækja Ísland heim en áður hafa bílar verið leigðir í þau verkefni. „Þetta ferli hófst fyrir tveimur árum, að skoða þennan möguleika á þessum kaupum og það þýddi að fara út og skoða þetta þar,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðalvarðstjóri sérsveitar Ríkislögreglustjóra.Ásmundur við vinnu í kringum nýja bílinn.Vísir/AntonBílarnir eru fyrstu sérbúnu lögreglubílarnir sem sérsveitin hefur fengið til afnota og leysa af hólmi eldri bíla sem teknir voru í notkun árið 2011. Bílarnir kosta hver um sig tæpar fimmtán milljónir króna og segir Ásmundur bílana ódýrari en þá sem teknir verða úr notkun. Eðli starfsins vegna eru bílar sérsveitarinnar nokkuð frábrugðnir almennum lögreglubílum og búnir öflugum búnaði. „Persónulegur búnaður sem geymdur er í tösku, og svo er skotheldur skjöldur og stóri lykillinn sem við köllum til að opna. Svo erum við með sjúkrabúnað, mjög fullkominn sjúkrabúnað. Súrefni og hjartastuðtæki og hérna undir er svo meiri búnaður eins og slökkvitæki, naglamottur og annað sem menn nota,“ segir Ásmundur. Í bílnum er sérsmíðaður vopnaskápur fyrir byssur sérsveitarmanna. „Við erum með Glock skammbyssur og svo erum við með þýskar MP5-vélbyssur og þær eru geymdar þarna,“ segir Ásmundur.Þið eruð alltaf vopnaðir í ykkar daglegu störfum? „Já. Þetta er útkallsbíll og þeir sem keyra um á honum þeir eru alltaf með þennan búnað,“ segir Ásmundur. Og vegna starfsins eru bílarnir búnir öflugu myndavélakerfi. Bílarnir eru ekki eina breyting en einkennisfatnaður sérsveitarmanna breytist líka. „Við erum að sameina svokallaðan vinnugalla sem menn hafa verið í dagsdaglega og við erum að sameina aðgerðargalla í eitt „uniform“. Grái liturinn kemur til vegna þess að hann er talinn heppilegur fyrir okkar starfsemi,“ segir Ásmundur. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Breyting verður á ásýnd sérsveitar Ríkislögreglustjóra með nýjum bílum og nýjum einkennisfatnaði sem tekinn hefur verið í notkun. Með breytingunum verða sérsveitarmenn auðþekkjanlegri í störfum sínum á vettvangi. Með nýjum búnaði er sérsveit Ríkislögreglustjóra að efla tækjakost sinn frá stofnun sveitarinnar hafa þeir sinnt daglegu á merktum lögreglubílum en nú verður hins vegar breyting á. Nýju bílarnir verða ómerktir en búnir öllum þeim tækjabúnaði sem sérsveitin þarf til daglegra starfa. Nýju bílarnir verða fjórir eru af gerðinni Ford Police Interceptor, árgerð 2017, sérframleiddur fyrir löggæslulið en þessi tegund hefur verið afar vinsæl til að mynda hjá lögregluliðum í Bandaríkjunum. Bíllinn er öflugur eða um 400 hestöfl, búinn öflugu rafkerfi, bremsur eru sérstyrktar og hurðar eru skotheldar. Ástæða þess að bílarnir verða ómerktir er vegna þeirra fjölbreyttu verkefna sem sérsveitin sinnir eins og lífvarðagæslu þegar þjóðhöfðingjar sækja Ísland heim en áður hafa bílar verið leigðir í þau verkefni. „Þetta ferli hófst fyrir tveimur árum, að skoða þennan möguleika á þessum kaupum og það þýddi að fara út og skoða þetta þar,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðalvarðstjóri sérsveitar Ríkislögreglustjóra.Ásmundur við vinnu í kringum nýja bílinn.Vísir/AntonBílarnir eru fyrstu sérbúnu lögreglubílarnir sem sérsveitin hefur fengið til afnota og leysa af hólmi eldri bíla sem teknir voru í notkun árið 2011. Bílarnir kosta hver um sig tæpar fimmtán milljónir króna og segir Ásmundur bílana ódýrari en þá sem teknir verða úr notkun. Eðli starfsins vegna eru bílar sérsveitarinnar nokkuð frábrugðnir almennum lögreglubílum og búnir öflugum búnaði. „Persónulegur búnaður sem geymdur er í tösku, og svo er skotheldur skjöldur og stóri lykillinn sem við köllum til að opna. Svo erum við með sjúkrabúnað, mjög fullkominn sjúkrabúnað. Súrefni og hjartastuðtæki og hérna undir er svo meiri búnaður eins og slökkvitæki, naglamottur og annað sem menn nota,“ segir Ásmundur. Í bílnum er sérsmíðaður vopnaskápur fyrir byssur sérsveitarmanna. „Við erum með Glock skammbyssur og svo erum við með þýskar MP5-vélbyssur og þær eru geymdar þarna,“ segir Ásmundur.Þið eruð alltaf vopnaðir í ykkar daglegu störfum? „Já. Þetta er útkallsbíll og þeir sem keyra um á honum þeir eru alltaf með þennan búnað,“ segir Ásmundur. Og vegna starfsins eru bílarnir búnir öflugu myndavélakerfi. Bílarnir eru ekki eina breyting en einkennisfatnaður sérsveitarmanna breytist líka. „Við erum að sameina svokallaðan vinnugalla sem menn hafa verið í dagsdaglega og við erum að sameina aðgerðargalla í eitt „uniform“. Grái liturinn kemur til vegna þess að hann er talinn heppilegur fyrir okkar starfsemi,“ segir Ásmundur.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira