Breytt ásýnd sérsveitarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2017 19:30 Breyting verður á ásýnd sérsveitar Ríkislögreglustjóra með nýjum bílum og nýjum einkennisfatnaði sem tekinn hefur verið í notkun. Með breytingunum verða sérsveitarmenn auðþekkjanlegri í störfum sínum á vettvangi. Með nýjum búnaði er sérsveit Ríkislögreglustjóra að efla tækjakost sinn frá stofnun sveitarinnar hafa þeir sinnt daglegu á merktum lögreglubílum en nú verður hins vegar breyting á. Nýju bílarnir verða ómerktir en búnir öllum þeim tækjabúnaði sem sérsveitin þarf til daglegra starfa. Nýju bílarnir verða fjórir eru af gerðinni Ford Police Interceptor, árgerð 2017, sérframleiddur fyrir löggæslulið en þessi tegund hefur verið afar vinsæl til að mynda hjá lögregluliðum í Bandaríkjunum. Bíllinn er öflugur eða um 400 hestöfl, búinn öflugu rafkerfi, bremsur eru sérstyrktar og hurðar eru skotheldar. Ástæða þess að bílarnir verða ómerktir er vegna þeirra fjölbreyttu verkefna sem sérsveitin sinnir eins og lífvarðagæslu þegar þjóðhöfðingjar sækja Ísland heim en áður hafa bílar verið leigðir í þau verkefni. „Þetta ferli hófst fyrir tveimur árum, að skoða þennan möguleika á þessum kaupum og það þýddi að fara út og skoða þetta þar,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðalvarðstjóri sérsveitar Ríkislögreglustjóra.Ásmundur við vinnu í kringum nýja bílinn.Vísir/AntonBílarnir eru fyrstu sérbúnu lögreglubílarnir sem sérsveitin hefur fengið til afnota og leysa af hólmi eldri bíla sem teknir voru í notkun árið 2011. Bílarnir kosta hver um sig tæpar fimmtán milljónir króna og segir Ásmundur bílana ódýrari en þá sem teknir verða úr notkun. Eðli starfsins vegna eru bílar sérsveitarinnar nokkuð frábrugðnir almennum lögreglubílum og búnir öflugum búnaði. „Persónulegur búnaður sem geymdur er í tösku, og svo er skotheldur skjöldur og stóri lykillinn sem við köllum til að opna. Svo erum við með sjúkrabúnað, mjög fullkominn sjúkrabúnað. Súrefni og hjartastuðtæki og hérna undir er svo meiri búnaður eins og slökkvitæki, naglamottur og annað sem menn nota,“ segir Ásmundur. Í bílnum er sérsmíðaður vopnaskápur fyrir byssur sérsveitarmanna. „Við erum með Glock skammbyssur og svo erum við með þýskar MP5-vélbyssur og þær eru geymdar þarna,“ segir Ásmundur.Þið eruð alltaf vopnaðir í ykkar daglegu störfum? „Já. Þetta er útkallsbíll og þeir sem keyra um á honum þeir eru alltaf með þennan búnað,“ segir Ásmundur. Og vegna starfsins eru bílarnir búnir öflugu myndavélakerfi. Bílarnir eru ekki eina breyting en einkennisfatnaður sérsveitarmanna breytist líka. „Við erum að sameina svokallaðan vinnugalla sem menn hafa verið í dagsdaglega og við erum að sameina aðgerðargalla í eitt „uniform“. Grái liturinn kemur til vegna þess að hann er talinn heppilegur fyrir okkar starfsemi,“ segir Ásmundur. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Breyting verður á ásýnd sérsveitar Ríkislögreglustjóra með nýjum bílum og nýjum einkennisfatnaði sem tekinn hefur verið í notkun. Með breytingunum verða sérsveitarmenn auðþekkjanlegri í störfum sínum á vettvangi. Með nýjum búnaði er sérsveit Ríkislögreglustjóra að efla tækjakost sinn frá stofnun sveitarinnar hafa þeir sinnt daglegu á merktum lögreglubílum en nú verður hins vegar breyting á. Nýju bílarnir verða ómerktir en búnir öllum þeim tækjabúnaði sem sérsveitin þarf til daglegra starfa. Nýju bílarnir verða fjórir eru af gerðinni Ford Police Interceptor, árgerð 2017, sérframleiddur fyrir löggæslulið en þessi tegund hefur verið afar vinsæl til að mynda hjá lögregluliðum í Bandaríkjunum. Bíllinn er öflugur eða um 400 hestöfl, búinn öflugu rafkerfi, bremsur eru sérstyrktar og hurðar eru skotheldar. Ástæða þess að bílarnir verða ómerktir er vegna þeirra fjölbreyttu verkefna sem sérsveitin sinnir eins og lífvarðagæslu þegar þjóðhöfðingjar sækja Ísland heim en áður hafa bílar verið leigðir í þau verkefni. „Þetta ferli hófst fyrir tveimur árum, að skoða þennan möguleika á þessum kaupum og það þýddi að fara út og skoða þetta þar,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðalvarðstjóri sérsveitar Ríkislögreglustjóra.Ásmundur við vinnu í kringum nýja bílinn.Vísir/AntonBílarnir eru fyrstu sérbúnu lögreglubílarnir sem sérsveitin hefur fengið til afnota og leysa af hólmi eldri bíla sem teknir voru í notkun árið 2011. Bílarnir kosta hver um sig tæpar fimmtán milljónir króna og segir Ásmundur bílana ódýrari en þá sem teknir verða úr notkun. Eðli starfsins vegna eru bílar sérsveitarinnar nokkuð frábrugðnir almennum lögreglubílum og búnir öflugum búnaði. „Persónulegur búnaður sem geymdur er í tösku, og svo er skotheldur skjöldur og stóri lykillinn sem við köllum til að opna. Svo erum við með sjúkrabúnað, mjög fullkominn sjúkrabúnað. Súrefni og hjartastuðtæki og hérna undir er svo meiri búnaður eins og slökkvitæki, naglamottur og annað sem menn nota,“ segir Ásmundur. Í bílnum er sérsmíðaður vopnaskápur fyrir byssur sérsveitarmanna. „Við erum með Glock skammbyssur og svo erum við með þýskar MP5-vélbyssur og þær eru geymdar þarna,“ segir Ásmundur.Þið eruð alltaf vopnaðir í ykkar daglegu störfum? „Já. Þetta er útkallsbíll og þeir sem keyra um á honum þeir eru alltaf með þennan búnað,“ segir Ásmundur. Og vegna starfsins eru bílarnir búnir öflugu myndavélakerfi. Bílarnir eru ekki eina breyting en einkennisfatnaður sérsveitarmanna breytist líka. „Við erum að sameina svokallaðan vinnugalla sem menn hafa verið í dagsdaglega og við erum að sameina aðgerðargalla í eitt „uniform“. Grái liturinn kemur til vegna þess að hann er talinn heppilegur fyrir okkar starfsemi,“ segir Ásmundur.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira