Slökkviliðsstjórar þurfa að hafa sannfæringarkraft Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. apríl 2017 13:47 Slökkviliðið við æfingar Vísir/vilhelm Nýkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra segir slökkviliðsstjóra þurfa nýta allan sinn sannfæringarkraft til þess að gera sveitarstjórnarmönnum grein fyrir mikilvægi slökkviliða til þess að koma í veg fyrir niðurskurð. Á ársþingi slökkviliðsstjóra ár hvert er farið yfir ýmis mál er snúa að rekstri slökkviliða í landinu, en nýjungar og breytingar á reglugerðum eru meðal annars teknar fyrir. Vegna mannabreytinga á slökkviliðasviði Mannvirkjastofunnar frá áramótum mun nám hlutastarfandi slökkviliðsmanna skerðast á þessu ári. „Það er auðvitað sárt að missa það góða fólk sem þar var en það kemur alltaf maður í manns stað og forstjóri Mannvirkjastofnunnar er alla vega bjartsýnn að okkur takist að byggja upp gott spil með nýju fólki,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.„Það kemur ákveðið hik í menntun hlutastarfandi slökkviliðsmanna út af þessum breytingum núna. Það tefjast námskeið sem átti að halda. Hvað varðar menntun atvinnuslökkviliðsmanna þá er því verkefni útvistað og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við fleiri slökkvilið hafa haldið utan um það og það er námskeið sem er í fullum gangi. Það er verið að mennta núna 40 atvinnuslökkviliðsmenn,“ segir Pétur. Reglulega hefur komið upp umræða um að slökkviliðin á Íslandi, sem rekin eru af sveitarfélögunum séu fjársvelt í rekstri sínum. „Víða finnst mönnum ekki nægilega vel gefið til sinna slökkviliða. Þau eru rekin á ábyrgð sveitarfélaganna af kröfu ríkisins og auðvitað er erfitt fyrir sveitarfélögin að forgangsraða hjá sér því það þarf að reka marga aðra þætti. Víðast finnst slökkviliðsstjórum þeir ekki fá það sem þeir þurfa. Þetta er mjög mikilvæg starfsemi; þetta eru forvarna- og öryggisstofnanir sveitarfélagana og það er auðvitað starf slökkvistjóranna að leiða sveitarstjórnarmönnum það fyrir sjónir hvað þeir þurfa,“ segir Pétur og til þess þurfi að hans mati sannfæringarkraft. „Sveitarstjórnarfólk verður einfaldlega að skilja mikilvægi þessa málaflokks.“ Pétur segir að verkefnum slökkviliða hafi fjölgað mikið með aukningu ferðamanna til landsins „EKki bara á útkallssviði, vegna tíðari slysa í umferðinni, en það veldur talsvert miklu auka álagi á eldvarnareftirlit með þeim skoðunum sem þeim ber að framkvæma,“ og á Pétur þar við nýja reglugerð um heimagistingar. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri steig í gær til hliðar sem formaður félags Slökkviliðsstjóra og var Pétur kjörinn í formannssætið í gær eftir að Jón Viðar ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Pétur segist taka við góðu búi en viðtalið við hann má heyra hér að ofan. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Nýkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra segir slökkviliðsstjóra þurfa nýta allan sinn sannfæringarkraft til þess að gera sveitarstjórnarmönnum grein fyrir mikilvægi slökkviliða til þess að koma í veg fyrir niðurskurð. Á ársþingi slökkviliðsstjóra ár hvert er farið yfir ýmis mál er snúa að rekstri slökkviliða í landinu, en nýjungar og breytingar á reglugerðum eru meðal annars teknar fyrir. Vegna mannabreytinga á slökkviliðasviði Mannvirkjastofunnar frá áramótum mun nám hlutastarfandi slökkviliðsmanna skerðast á þessu ári. „Það er auðvitað sárt að missa það góða fólk sem þar var en það kemur alltaf maður í manns stað og forstjóri Mannvirkjastofnunnar er alla vega bjartsýnn að okkur takist að byggja upp gott spil með nýju fólki,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.„Það kemur ákveðið hik í menntun hlutastarfandi slökkviliðsmanna út af þessum breytingum núna. Það tefjast námskeið sem átti að halda. Hvað varðar menntun atvinnuslökkviliðsmanna þá er því verkefni útvistað og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við fleiri slökkvilið hafa haldið utan um það og það er námskeið sem er í fullum gangi. Það er verið að mennta núna 40 atvinnuslökkviliðsmenn,“ segir Pétur. Reglulega hefur komið upp umræða um að slökkviliðin á Íslandi, sem rekin eru af sveitarfélögunum séu fjársvelt í rekstri sínum. „Víða finnst mönnum ekki nægilega vel gefið til sinna slökkviliða. Þau eru rekin á ábyrgð sveitarfélaganna af kröfu ríkisins og auðvitað er erfitt fyrir sveitarfélögin að forgangsraða hjá sér því það þarf að reka marga aðra þætti. Víðast finnst slökkviliðsstjórum þeir ekki fá það sem þeir þurfa. Þetta er mjög mikilvæg starfsemi; þetta eru forvarna- og öryggisstofnanir sveitarfélagana og það er auðvitað starf slökkvistjóranna að leiða sveitarstjórnarmönnum það fyrir sjónir hvað þeir þurfa,“ segir Pétur og til þess þurfi að hans mati sannfæringarkraft. „Sveitarstjórnarfólk verður einfaldlega að skilja mikilvægi þessa málaflokks.“ Pétur segir að verkefnum slökkviliða hafi fjölgað mikið með aukningu ferðamanna til landsins „EKki bara á útkallssviði, vegna tíðari slysa í umferðinni, en það veldur talsvert miklu auka álagi á eldvarnareftirlit með þeim skoðunum sem þeim ber að framkvæma,“ og á Pétur þar við nýja reglugerð um heimagistingar. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri steig í gær til hliðar sem formaður félags Slökkviliðsstjóra og var Pétur kjörinn í formannssætið í gær eftir að Jón Viðar ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Pétur segist taka við góðu búi en viðtalið við hann má heyra hér að ofan.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira