Slökkviliðsstjórar þurfa að hafa sannfæringarkraft Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. apríl 2017 13:47 Slökkviliðið við æfingar Vísir/vilhelm Nýkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra segir slökkviliðsstjóra þurfa nýta allan sinn sannfæringarkraft til þess að gera sveitarstjórnarmönnum grein fyrir mikilvægi slökkviliða til þess að koma í veg fyrir niðurskurð. Á ársþingi slökkviliðsstjóra ár hvert er farið yfir ýmis mál er snúa að rekstri slökkviliða í landinu, en nýjungar og breytingar á reglugerðum eru meðal annars teknar fyrir. Vegna mannabreytinga á slökkviliðasviði Mannvirkjastofunnar frá áramótum mun nám hlutastarfandi slökkviliðsmanna skerðast á þessu ári. „Það er auðvitað sárt að missa það góða fólk sem þar var en það kemur alltaf maður í manns stað og forstjóri Mannvirkjastofnunnar er alla vega bjartsýnn að okkur takist að byggja upp gott spil með nýju fólki,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.„Það kemur ákveðið hik í menntun hlutastarfandi slökkviliðsmanna út af þessum breytingum núna. Það tefjast námskeið sem átti að halda. Hvað varðar menntun atvinnuslökkviliðsmanna þá er því verkefni útvistað og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við fleiri slökkvilið hafa haldið utan um það og það er námskeið sem er í fullum gangi. Það er verið að mennta núna 40 atvinnuslökkviliðsmenn,“ segir Pétur. Reglulega hefur komið upp umræða um að slökkviliðin á Íslandi, sem rekin eru af sveitarfélögunum séu fjársvelt í rekstri sínum. „Víða finnst mönnum ekki nægilega vel gefið til sinna slökkviliða. Þau eru rekin á ábyrgð sveitarfélaganna af kröfu ríkisins og auðvitað er erfitt fyrir sveitarfélögin að forgangsraða hjá sér því það þarf að reka marga aðra þætti. Víðast finnst slökkviliðsstjórum þeir ekki fá það sem þeir þurfa. Þetta er mjög mikilvæg starfsemi; þetta eru forvarna- og öryggisstofnanir sveitarfélagana og það er auðvitað starf slökkvistjóranna að leiða sveitarstjórnarmönnum það fyrir sjónir hvað þeir þurfa,“ segir Pétur og til þess þurfi að hans mati sannfæringarkraft. „Sveitarstjórnarfólk verður einfaldlega að skilja mikilvægi þessa málaflokks.“ Pétur segir að verkefnum slökkviliða hafi fjölgað mikið með aukningu ferðamanna til landsins „EKki bara á útkallssviði, vegna tíðari slysa í umferðinni, en það veldur talsvert miklu auka álagi á eldvarnareftirlit með þeim skoðunum sem þeim ber að framkvæma,“ og á Pétur þar við nýja reglugerð um heimagistingar. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri steig í gær til hliðar sem formaður félags Slökkviliðsstjóra og var Pétur kjörinn í formannssætið í gær eftir að Jón Viðar ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Pétur segist taka við góðu búi en viðtalið við hann má heyra hér að ofan. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Nýkjörinn formaður Félags slökkviliðsstjóra segir slökkviliðsstjóra þurfa nýta allan sinn sannfæringarkraft til þess að gera sveitarstjórnarmönnum grein fyrir mikilvægi slökkviliða til þess að koma í veg fyrir niðurskurð. Á ársþingi slökkviliðsstjóra ár hvert er farið yfir ýmis mál er snúa að rekstri slökkviliða í landinu, en nýjungar og breytingar á reglugerðum eru meðal annars teknar fyrir. Vegna mannabreytinga á slökkviliðasviði Mannvirkjastofunnar frá áramótum mun nám hlutastarfandi slökkviliðsmanna skerðast á þessu ári. „Það er auðvitað sárt að missa það góða fólk sem þar var en það kemur alltaf maður í manns stað og forstjóri Mannvirkjastofnunnar er alla vega bjartsýnn að okkur takist að byggja upp gott spil með nýju fólki,“ segir Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.„Það kemur ákveðið hik í menntun hlutastarfandi slökkviliðsmanna út af þessum breytingum núna. Það tefjast námskeið sem átti að halda. Hvað varðar menntun atvinnuslökkviliðsmanna þá er því verkefni útvistað og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samstarfi við fleiri slökkvilið hafa haldið utan um það og það er námskeið sem er í fullum gangi. Það er verið að mennta núna 40 atvinnuslökkviliðsmenn,“ segir Pétur. Reglulega hefur komið upp umræða um að slökkviliðin á Íslandi, sem rekin eru af sveitarfélögunum séu fjársvelt í rekstri sínum. „Víða finnst mönnum ekki nægilega vel gefið til sinna slökkviliða. Þau eru rekin á ábyrgð sveitarfélaganna af kröfu ríkisins og auðvitað er erfitt fyrir sveitarfélögin að forgangsraða hjá sér því það þarf að reka marga aðra þætti. Víðast finnst slökkviliðsstjórum þeir ekki fá það sem þeir þurfa. Þetta er mjög mikilvæg starfsemi; þetta eru forvarna- og öryggisstofnanir sveitarfélagana og það er auðvitað starf slökkvistjóranna að leiða sveitarstjórnarmönnum það fyrir sjónir hvað þeir þurfa,“ segir Pétur og til þess þurfi að hans mati sannfæringarkraft. „Sveitarstjórnarfólk verður einfaldlega að skilja mikilvægi þessa málaflokks.“ Pétur segir að verkefnum slökkviliða hafi fjölgað mikið með aukningu ferðamanna til landsins „EKki bara á útkallssviði, vegna tíðari slysa í umferðinni, en það veldur talsvert miklu auka álagi á eldvarnareftirlit með þeim skoðunum sem þeim ber að framkvæma,“ og á Pétur þar við nýja reglugerð um heimagistingar. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri steig í gær til hliðar sem formaður félags Slökkviliðsstjóra og var Pétur kjörinn í formannssætið í gær eftir að Jón Viðar ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Pétur segist taka við góðu búi en viðtalið við hann má heyra hér að ofan.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira