Kári skoraði á Kolbein í upphífingakeppni: „Ef hann heldur áfram næstu 40 árin gæti hann náð mér“ Anton Egilsson skrifar 2. apríl 2017 14:09 Kári og Kolbeinn tókust á í upphífingakeppni í World Class Lagum í gær. Vísir/Getty Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, öttu kappi í upphífingakeppni í líkamsræktarstöðinni World Class í gærdag. Vakti atvikið mikla athygli meðal annarra líkamsræktargesta. „Menn mega af og til leika sér þrátt fyrir háan aldur,“ sagði Kári léttur í bragði þegar fréttamaður spurði hann út í umrædda keppni. Hann hafi þó ekki verið meðvitaður um það að hann væri að skora á einn fremsta knattspyrnumann landsins. „Nú, var þetta landsliðsmaður í fótbolta?,“ sagði Kári og bar mikið lof á Kolbein: „Þetta er afskaplega notalegur, skemmtilegur, kraftmikill og fínn strákur.“ Aðspurður um hvernig atvikið hafi komið til sagði Kári að hann hafi þekkt einkaþjálfara Kolbeins um langa hríð og að hann hafi séð ástæðu til að gantast aðeins í þeim. Þeir hafi tekið því vel. „Þegar menn koma saman á slíkum stað þá gantast þeir. Það er hluti af þessu öllu saman,“ sagði Kári og bætti við: „Við lékum okkur að því að lyfta okkur aðeins upp.“Gæti náð mér eftir 40 árSegist Kári eðlilega vera betri en Kolbeinn í upphýfingum enda hafi hann áratuga langa þjálfun fram yfir landsliðsmanninn knáa. „Munurinn á mér og honum er sá að ég er 68 ára gamall og hef því fengið mun meiri tíma til þess að þjálfa mig þannig að auðvitað er ég miklu betri en hann í þessu. Ef hann heldur áfram næstu 40 árin gæti hann náð mér.“ Hann kvaðst þó ekki viss um hver hefði borið sigur af hólmi í keppninni. „Ég held að við höfum gert mjög svipað,“ sagði Kári að lokum. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, öttu kappi í upphífingakeppni í líkamsræktarstöðinni World Class í gærdag. Vakti atvikið mikla athygli meðal annarra líkamsræktargesta. „Menn mega af og til leika sér þrátt fyrir háan aldur,“ sagði Kári léttur í bragði þegar fréttamaður spurði hann út í umrædda keppni. Hann hafi þó ekki verið meðvitaður um það að hann væri að skora á einn fremsta knattspyrnumann landsins. „Nú, var þetta landsliðsmaður í fótbolta?,“ sagði Kári og bar mikið lof á Kolbein: „Þetta er afskaplega notalegur, skemmtilegur, kraftmikill og fínn strákur.“ Aðspurður um hvernig atvikið hafi komið til sagði Kári að hann hafi þekkt einkaþjálfara Kolbeins um langa hríð og að hann hafi séð ástæðu til að gantast aðeins í þeim. Þeir hafi tekið því vel. „Þegar menn koma saman á slíkum stað þá gantast þeir. Það er hluti af þessu öllu saman,“ sagði Kári og bætti við: „Við lékum okkur að því að lyfta okkur aðeins upp.“Gæti náð mér eftir 40 árSegist Kári eðlilega vera betri en Kolbeinn í upphýfingum enda hafi hann áratuga langa þjálfun fram yfir landsliðsmanninn knáa. „Munurinn á mér og honum er sá að ég er 68 ára gamall og hef því fengið mun meiri tíma til þess að þjálfa mig þannig að auðvitað er ég miklu betri en hann í þessu. Ef hann heldur áfram næstu 40 árin gæti hann náð mér.“ Hann kvaðst þó ekki viss um hver hefði borið sigur af hólmi í keppninni. „Ég held að við höfum gert mjög svipað,“ sagði Kári að lokum.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira