Neytendasamtökin senda kvörtun vegna fiskmarkaða til Samkeppniseftirlits Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 13:18 Vísir/Egill Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira