Neytendasamtökin senda kvörtun vegna fiskmarkaða til Samkeppniseftirlits Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 13:18 Vísir/Egill Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira