Ari ósáttur við Leikhópinn X: Lét ekki valta yfir sig og var því rekinn Guðný Hrönn skrifar 5. apríl 2017 10:15 Ari Jósepsson er staddur í Mexíkó þessa stundina. Nýverið var sagt frá Leikhópnum X á Vísi og meðfylgjandi voru vídeó þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Ari Jósepsson er í hlutverki. Ari vill þó árétta að hann starfar ekki lengur með hópnum. „Ég var rekinn úr Leikhópnum X og vil leiðrétta misskilninginn. Þetta snerist um einelti og það að ég þori að segja mína meiningu. Ég er ekkert að láta valta yfir mig,“ segir leikarinn Ari Jósepsson spurður út í af hverju hann var rekinn úr hópnum. „Ég var ekki nógu duglegur að deila öllum sketsunum, ég átti að reyna að nota nafnið mitt til að auglýsa hópinn. Þetta var bara farið að snúast meira um að vera þekktur heldur en að leika,“ segir Ari um samstarf sitt við Leikhópinn X, en hópurinn birtir sketsa vikulega á myndbandaveitunni YouTube. Ari kynntist hópnum á leiklistarnámskeiði. „Við vorum saman á leiklistarnámskeiði og ákváðum í kjölfarið að gera svona hóp. En svo var þetta bara orðið drama. Þetta var hætt að snúast um leiklist, þetta var farið að snúast um að auglýsa hópinn og ég veit ekki hvað og hvað. Og ég vildi ekki taka þátt í því, ég vil ekki vera að gera eitthvað sem er ekki skemmtilegt. Þegar þetta er farið að snúast alfarið um að auglýsa sig og eitthvað sem er kannski engan veginn fyndið, þá vil ég ekki vera með,“ segir Ari sem er staddur í Mexíkó. Ari segir að enn eigi eftir að ganga frá brottrekstri hans formlega en hópurinn stofnaði félag í kringum Leikhópinn X og nafn Ara meðal annarra er skráð á kennitölu félagsins. „Það fyndna er að þau sópuðu mér og tveimur leikkonum í viðbót í burtu og þær eru líka á pappírunum. Við þrjú hittumst reglulega í dag, en ég er ekki í neinum samskiptum við aðra úr hópnum og er ekkert að ræða neitt við þau. Ég er ekki einu sinni búinn að senda þeim skilaboð varðandi þetta.“ Ari segir leiðinlegt að í frétt Vísis sem byggir á viðtali við Birgittu Sigursteinsdóttur leikstjóra hafi litið út eins og hann væri bara aukaleikari. „Maður er búinn að borga hérna árgjöld og allt þetta. Og búinn að leika helling með þeim og taka þátt í að semja leikþætti.“En hvað er á döfinni? „Ég er eiginlega búinn að setja leiklistina aðeins til hliðar þangað til ég fæ eitthvert alvöru verkefni,“ segir Ari sem hefur lært leiklist á mörgum námskeiðum, meðal annars hjá Stúdíó Sýrlandi. „Ég er að spá í að fara að læra meira og kannski fara meira bak við myndavélina, mögulega kvikmyndagerð og talsetningu teiknimynda.“ Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Nýverið var sagt frá Leikhópnum X á Vísi og meðfylgjandi voru vídeó þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi Ari Jósepsson er í hlutverki. Ari vill þó árétta að hann starfar ekki lengur með hópnum. „Ég var rekinn úr Leikhópnum X og vil leiðrétta misskilninginn. Þetta snerist um einelti og það að ég þori að segja mína meiningu. Ég er ekkert að láta valta yfir mig,“ segir leikarinn Ari Jósepsson spurður út í af hverju hann var rekinn úr hópnum. „Ég var ekki nógu duglegur að deila öllum sketsunum, ég átti að reyna að nota nafnið mitt til að auglýsa hópinn. Þetta var bara farið að snúast meira um að vera þekktur heldur en að leika,“ segir Ari um samstarf sitt við Leikhópinn X, en hópurinn birtir sketsa vikulega á myndbandaveitunni YouTube. Ari kynntist hópnum á leiklistarnámskeiði. „Við vorum saman á leiklistarnámskeiði og ákváðum í kjölfarið að gera svona hóp. En svo var þetta bara orðið drama. Þetta var hætt að snúast um leiklist, þetta var farið að snúast um að auglýsa hópinn og ég veit ekki hvað og hvað. Og ég vildi ekki taka þátt í því, ég vil ekki vera að gera eitthvað sem er ekki skemmtilegt. Þegar þetta er farið að snúast alfarið um að auglýsa sig og eitthvað sem er kannski engan veginn fyndið, þá vil ég ekki vera með,“ segir Ari sem er staddur í Mexíkó. Ari segir að enn eigi eftir að ganga frá brottrekstri hans formlega en hópurinn stofnaði félag í kringum Leikhópinn X og nafn Ara meðal annarra er skráð á kennitölu félagsins. „Það fyndna er að þau sópuðu mér og tveimur leikkonum í viðbót í burtu og þær eru líka á pappírunum. Við þrjú hittumst reglulega í dag, en ég er ekki í neinum samskiptum við aðra úr hópnum og er ekkert að ræða neitt við þau. Ég er ekki einu sinni búinn að senda þeim skilaboð varðandi þetta.“ Ari segir leiðinlegt að í frétt Vísis sem byggir á viðtali við Birgittu Sigursteinsdóttur leikstjóra hafi litið út eins og hann væri bara aukaleikari. „Maður er búinn að borga hérna árgjöld og allt þetta. Og búinn að leika helling með þeim og taka þátt í að semja leikþætti.“En hvað er á döfinni? „Ég er eiginlega búinn að setja leiklistina aðeins til hliðar þangað til ég fæ eitthvert alvöru verkefni,“ segir Ari sem hefur lært leiklist á mörgum námskeiðum, meðal annars hjá Stúdíó Sýrlandi. „Ég er að spá í að fara að læra meira og kannski fara meira bak við myndavélina, mögulega kvikmyndagerð og talsetningu teiknimynda.“
Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira